Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Að minnsta kosti fimm hafa látist í Texas í Bandaríkjunum í því sem veðurstofa Bandaríkjanna kallar fordæmalaust ofsaveður af völdum fellibylsins Harvey. Fjallað verður ítarlega um stöðu mála í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30 og rætt við Íslendinga á staðnum sem búa sig undir að halda kyrru fyrir á heimilum sínum næstu daga.

Þá verður rædd við Gunnar Hrafn Jónsson, þingmann Pírata, sem segir ljóst að heilbrigðiskerfið shér á landi sé ekki fært um að þjónusta þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða, en hann glímir sjálfur við geðræna kvilla. Þetta sé vegna vanrækslu stjórnvalda á málaflokknum og vonast hann til þess að mál tveggja ungra manna sem frömdu sjálfsvíg á geðdeild Landspítalans í liðnum mánuði opni augu ráðamanna.

Við verðum einnig á léttari nótum og ræðum við tæplega níræan mann sem í sumar tók brandugluunga í fóstur á sveitabæ við Hvolsvöll.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×