Innlent

Maður stöðvaður með sverð á Rauðarárstíg

Kjartan Kjartansson skrifar
Ekki fylgir sögunni hvers konar sverð maðurinn var með. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Ekki fylgir sögunni hvers konar sverð maðurinn var með. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty
Lögreglumenn höfðu afskipti af manni sem var vopnaður sverði á Rauðarárstíg í Reykjavík í gærkvöldi. Lögðu þeir hald á sverðið en maðurinn olli síðar ónæði í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn hafi verið stöðvaður laust eftir kl. 23 í gærkvöldi. Eftir að sverðið var tekin af honum vegna rannsóknar máls birtist hann í porti lögreglustöðvarinnar og vildi ekki fara að tilmælum lögreglu.

Hann fékk fyrir vikið að gista í fangageymslu lögreglunnar í nótt.

Töluvert var um ölvunar- og lyfjaakstur í borginni í nótt. Þannig eru tveir ökumenn grunaðir um að hafa valdið tjóni undir áhrifum í Hafnarfirði og Grafarholti.

Báðir lentu þeir í umferðaróhöppum en stungu af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári beggja. Sá í Hafnarfirði er grunaður um ölvunarakstur og hefur aldrei öðlast ökuréttindi en tveir menn sem voru í bílnum í Grafarholti eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna, akstur utan vegar og ítrekaðan akstur sviptir ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×