Furða sig á ákvörðun Theodóru Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 13:07 Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Theodóra að hún teldi krafta sína nýtast betur á sveitarstjórnarstiginu - ekki síst í ljósi þess að Alþingi sé óskilvirkur vinnustaður. Störf þingsins hafi komið henni á óvart, Alþingi væri meira eins og málstofa í stað þess að einbeita sér að stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Ég er ekkert endilega góð í því - ég er betri í öðru. Svo að ég sé sátt í mínum störfum þá vil ég vera þar sem ég er betri,“ sagði Theodóra við Bylgjuna nú í hádeginu. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi frá og með janúar næstkomandi. Nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn hafa lýst furðu á ákvörðun Theodóru nú í dag.Sjá einnig: Theodóra hættir á „óskilvirku“ AlþingiÞeirra á meðal er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem bendir á að sem stjórnarmeirihlutaþingmaður í stjórn með eins manns meirihluta hafi Theodóra „gríðarlegt vald“ til að ná fram breytingum og bæta skilvirkni þingsins - „en hún kýs þess í stað að kvarta undan því án þess að leggja neitt til í krafti stöðu sinnar, og gefast upp,“ segir Smára sem þykir það „dapurlegt.“ Samflokksmaður hans, Viktor Orri Valgarðsson, tekur í sama streng. „Er hún ekki þingmaður meirihlutans, í fjögurra manna þingflokki með tveimur ráðherrum? Hefur þingflokkur BF semsagt enga aðkomu að stefnumótun meirihlutans eða ríkisstjórnarinnar, frekar en minnihlutinn?“ spyr Viktor um leið og hann tekur undir gagnrýni Theodóru á störf þingsins og valdaleysi almennra þingmanna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skilur að sama skapi ekki af hverju Theódóra hafi í hyggju að sitja til áramóta. „Af hverju ekki að hætta strax, það væri skilvirkara!“ segir Sigríður Ingibjörg og vísar þar til orða Theodóru.Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er jafn gáttuð. „Nýtt þing að hefjast og hún ætlar ekki að hleypa varamanninum inn heldur láta hann byrja á miðjum þingvetri,“ skrifar Margrét við færslu Sigríðar. „Þetta er ansi magnað.“ Alþingi Tengdar fréttir Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar, að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. Í samtali við hádegisfréttir Bylgjunnar sagði Theodóra að hún teldi krafta sína nýtast betur á sveitarstjórnarstiginu - ekki síst í ljósi þess að Alþingi sé óskilvirkur vinnustaður. Störf þingsins hafi komið henni á óvart, Alþingi væri meira eins og málstofa í stað þess að einbeita sér að stefnumótun og framkvæmd verkefna. „Ég er ekkert endilega góð í því - ég er betri í öðru. Svo að ég sé sátt í mínum störfum þá vil ég vera þar sem ég er betri,“ sagði Theodóra við Bylgjuna nú í hádeginu. Karólína Helga Símonardóttir, varamaður hennar, mun taka sæti Theódóru á Alþingi frá og með janúar næstkomandi. Nokkrir fyrrverandi og núverandi þingmenn hafa lýst furðu á ákvörðun Theodóru nú í dag.Sjá einnig: Theodóra hættir á „óskilvirku“ AlþingiÞeirra á meðal er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem bendir á að sem stjórnarmeirihlutaþingmaður í stjórn með eins manns meirihluta hafi Theodóra „gríðarlegt vald“ til að ná fram breytingum og bæta skilvirkni þingsins - „en hún kýs þess í stað að kvarta undan því án þess að leggja neitt til í krafti stöðu sinnar, og gefast upp,“ segir Smára sem þykir það „dapurlegt.“ Samflokksmaður hans, Viktor Orri Valgarðsson, tekur í sama streng. „Er hún ekki þingmaður meirihlutans, í fjögurra manna þingflokki með tveimur ráðherrum? Hefur þingflokkur BF semsagt enga aðkomu að stefnumótun meirihlutans eða ríkisstjórnarinnar, frekar en minnihlutinn?“ spyr Viktor um leið og hann tekur undir gagnrýni Theodóru á störf þingsins og valdaleysi almennra þingmanna. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skilur að sama skapi ekki af hverju Theódóra hafi í hyggju að sitja til áramóta. „Af hverju ekki að hætta strax, það væri skilvirkara!“ segir Sigríður Ingibjörg og vísar þar til orða Theodóru.Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er jafn gáttuð. „Nýtt þing að hefjast og hún ætlar ekki að hleypa varamanninum inn heldur láta hann byrja á miðjum þingvetri,“ skrifar Margrét við færslu Sigríðar. „Þetta er ansi magnað.“
Alþingi Tengdar fréttir Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42