Enski boltinn

Tottenham hefur náð samkomulagi um Aurier

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Serge Aurier
Serge Aurier Mynd/Getty
Tottenham hefur komist að samkomulagi við PSG um kaup á bakverðinum Serge Aurier. Þetta staðfesta heimildamenn SkySports.

Fílabeinsstrendingurinn er búinn að standast læknisskoðun hjá Lundúna-liðinu en þarf að ganga frá vinnuleyfi í Englandi áður en hægt verður að ganga frá kaupunum.

Kaupverðið er sagt vera 23 milljónir punda.

Aurier hefur verið á mála hjá franska stórveldinu síðan 2014. Hann hefur komið við leik í 81 leik og skoraði í þeim 8 mörk.

Knattspyrnustjóri TottenhamMauricio Pochettino, sagði á blaðamannafundi í gær að hann vildi bæta við sig þremur leikmönnum áður en félagsskiptaglugginn lokar í enda mánaðarins.

Fyrr í sumar hefur Tottenham fengið til sín markvörðinn Paulo Gazzaniga frá Southampton og miðvörðinn Davinson Sanchez frá Ajax

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×