Fólk mun aldrei hætta að pæla í tísku Guðný Hrönn skrifar 26. ágúst 2017 11:30 Ann-Sofie gefur H&M-versluninni í Smáralind toppeinkunn og vonast til að hún standist væntingar Íslendinga. MYND/Ozzo Photography Það hefur varla farið fram hjá neinum að H&M verður opnuð í Smáralindinni í dag, laugardaginn, eftir langa bið og mikla eftirvæntingu. Af því tilefni er Ann-Sofie Johansson, listrænn stjórnandi hjá H&M, stödd hér á landi. Hún hefur starfað fyrir fyrirtækið í þrjá áratugi og hefur orðið vitni að miklum breytingum innan fyrirtækisins og tískubransans á þeim tíma. „Ég hef unnið hjá fyrirtækinu í 30 ár á þessu ári þannig að það er aldeilis langur tími. Ég byrjaði sem sölukona í einni H&M-búðinni í Stokkhólmi en hafði það að markmiði að verða hönnuður hjá H&M,“ segir Ann-Sofie sem hefur sinnt ýmsum störfum hjá H&M síðan hún byrjaði hjá fyrirtækinu. Í dag er hún listrænn stjórnandi og talsmaður, sem þýðir að hún hefur yfirsýn yfir alla hönnun H&M og stýrir því samstarfi sem H&M fer í með tískuhúsum svo dæmi séu tekin.Ann-Sofie hefur umsjón með samvinnuverkefnum H&M við stór tískuhús. Hér er hún ásamt Olivier Rousteing hjá Balmain þegar Balmain x H&M-línan var kynnt til leiks.nordicphotos/afpAnn-Sofie býr yfir mikilli reynslu enda hefur hún unnið sig smátt og smátt upp innan fyrirtækisins. „Hugmyndin var alltaf að verða hönnuður en mér fannst góð hugmynd að byrja sem sölukona í H&M til að fá innsýn í fyrirtækið. Samhliða vinnunni tók ég kvöldnámskeið í hönnun, sníðagerð og fatasaumi. Svo setti ég saman ferilskrá sem ég sýndi þáverandi yfirhönnuði H&M, þannig fékk ég starf sem aðstoðarhönnuður hjá H&M,“ rifjar Ann Sofie upp. Aðspurð hvernig tilfinning fylgi því að hafa náð markmiði sínu og rúmlega það segir hún: „Ég elska það. Ég elska enn þá vinnuna mína vegna þess að ég elska tísku. Ég elskaði vinnuna mína í upphafi og ég elska hana enn þann dag í dag,“ útskýrir Ann-Sofie sem segir góðan anda ríkja innan fyrirtækisins. Hún segir stemninguna minna á þá sem ríkir gjarnan innan minni fyrirtækja. „Hér vinnum við mikið í teymum og það er mikið lagt upp úr samvinnu. Þó að við séum stórt fyrirtæki þá líður manni smá eins og þetta sé lítill vinnustaður,“ segir Ann-Sofie.„En ég held að ást mín á tísku og sú staðreynd að ég fæ að vinna með svo mörgum áhugaverðum einstaklingum sem búa yfir mikilli þekkingu geri það að verkum að það er alltaf gaman í vinnunni.“ „Og maður hættir aldrei að læra því maður veit raunverulega aldrei hvað er fram undan. Auðvitað hefur maður einhverja „gut feeling“ sem byggir á þekkingu og reynslu en maður veit aldrei fyrir víst hvað verður næst í tísku og það er svo spennandi. Það heldur manni ungum og forvitnum.“ Fólk vill vita hvaðan fötin þeirra komaAnn-Sofie hefur orðið vitni að miklum breytingum síðan hún hóf störf hjá H&M á sínum tíma. „Þegar ég byrjaði voru um það bil tíu hönnuðir að vinna hjá H&M og við vorum með verslanir í sex eða sjö löndum. En það er langt síðan, núna vinna um 300 hönnuðir hjá H&M. Margt hefur breyst síðan þá.“ En hvernig sér hún framtíðina fyrir sér, til dæmis árið 2050? „Þetta er erfið spurning,“ segir Ann-Sofie eftir smá umhugsun. „Eins og við vitum flest gegna netverslanir sífellt stærra hlutverki og ég held að hlutverk þeirra eigi eftir að stækka enn meira með tímanum. Ég held samt að búðir verði áfram til staðar, þær hverfa ekki algjörlega. En þær verða kannski öðruvísi og þjóna mögulega breyttu hlutverki,“ spáir Ann-Sofie.Ann-Sofie segir tískubransann hafa orðið skemmtilegri á undanförnum árum.MYND/Ozzo Photography„En það sem ég veit ég fyrir víst er að H&M verður sjálfbærara í framtíðinni. Við höfum sett okkur skýr markmið þegar kemur að sjálfbærni og ef við lítum bara til ársins 2030 sem dæmi þá ættum við aðeins að nota sjálfbær efni. Það er erfitt markmið en við erum staðráðin í að ná því,“ segir Ann-Sofie. Hún tekur bómullarflíkur sem dæmi, en H&M hefur það að markmiði að árið 2020 verði öll bómull sem þau nota annað hvort lífræn, endurunnin eða framleidd undir nýjum og ströngum skilyrðum. Spurð út í hvort hún verði vör við að almenningur sé farinn að hugsa meira um umhverfisvernd þegar kemur að tísku svarar Ann-Sofie játandi.„Klárlega. Fólk vill vita hvaða hlutirnir koma og hvernig þeir verða til. Við verðum að leggja okkar af mörkum fyrir jörðina og við hjá H&M viljum vera leiðandi í umhverfisvernd og sjálfbærni í framleiðslu. Við viljum veita öðrum fyrirtækjum innblástur.“ Aðspurð út í hvort hún finni að H&M, sem stórt fyrirtæki, verði fyrir þrýstingi um að vera umhverfisvænt segir hún: „Já, og við setjum sjálf pressu á okkur. Við höfum mikla ábyrgð og fáum þess vegna stórt hlutverk til að virkilega breyta hlutunum. Við getum verið leiðandi í þessum málum.“ „En það er erfitt að spá fyrir um framtíðina en það sem ég veit fyrir víst er að fólk mun áfram vilja klæða sig upp á og pæla í tísku. Það mun aldrei breytast,“ bætir hún við um framtíðarpælingar sínar. Tískubransinn orðinn skemmtilegriÞað er augljóst að Ann-Sofie elskar vinnuna sína en þegar hún er spurð út í hver sé stærsta áskorunin sem fylgir starfi hennar segir hún: „Að finna réttu tískuna, finna út hvað fólk vill kaupa og hverju það vill klæðast, þetta er stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi. Við viljum skapa flotta tísku, góð gæði og gott verð. Þetta snýst allt um að hlusta á kúnnann og reyna að finna út hvað hann vill. Án viðskiptavinanna værum við ekki hér,“ segir Ann-Sofie. Hún tekur fram að hönnuður H&M þurfi ekki aðeins að bregðast við þörfum viðskiptavinanna heldur einnig óskum þeirra. Hún tekur sem dæmi að viðskiptavinurinn á að geta keypt sér sokkapar í H&M en líka skrautlegan kjól sem passar inn í nýjustu tískustrauma. „Við viljum geta boðið upp á bæði undirstöðuflíkur en líka nýjustu tískustraumana.“ Ann-Sofie segir tískubransann hafa orðið skemmtilegri á undanförnum árum. Í dag geti hver sem er tollað í tískunni. „Iðnaðurinn er alltaf að breytast og það er svo margt í tísku í dag. Það er til dæmis erfitt að segja að eitthvað sé alls ekki í tísku, nær ómögulegt. Það þykir mér gera tískubransann skemmtilegan. Þegar ég byrjaði í þessu þá var eiginlega bara eitthvað eitt í tísku hverju sinni. En í dag er þetta allt öðruvísi þannig að ég myndi segja að tískan sé orðin skemmtilegri. Í dag er svo auðvelt að tjá sig með klæðaburði enda spáir fólk líka meira í tísku nú til dags,“ útskýrir Ann-Sofie. Spennandi að sjá framhaldiðEins og kunnugt er hafa Íslendingar beðið með eftirvæntingu eftir komu H&M til landsins. Spurð út í hvort hún hafi orðið vör við eftirspurnina hlær Ann-Sofie og segir: „Já, ég hef heyrt af þessu. Það var kominn tími til að við kæmum til Íslands. Ég veit til þess að það eru til ótal Facebook-síður þar sem fólk óskar eftir að fá H&M-búð til síns lands, ég veit ekki hvort Íslendingar hafi verið með slíka síðu. Og ég meina, það er auðvitað gaman að finna að fólk kann að meta það sem við gerum.“„Þetta snýst bara allt um að finna rétta staðsetningu á réttum tíma og svo framvegis. En manni finnst hálfpartinn eins og við hefðum átt að vera löngu komin til Íslands,“ segir hún og hlær. „Loksins erum við komin og það verður spennandi að sjá hvernig okkur verður tekið. Þetta er frábær búð, ein af þeim bestu sem ég hef séð reyndar,“ segir hún um verslunina í Smáralind. „Hún er svo björt og opin og hér er góður andi.“ Þegar blaðamaður kemur á fund Ann-Sofie, tæpum sólarhring fyrir opnun, hefur ein manneskja stillt sér upp fyrir utan búðina til að mæta á opnunina. „Það er stórkostlegt, ég vona bara að við stöndumst væntingar,“ segir Ann-Sofie og skellir upp úr. „Maður veit svo sem aldrei hver viðbrögðin verða og maður verður alltaf að vera auðmjúkur.“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum að H&M verður opnuð í Smáralindinni í dag, laugardaginn, eftir langa bið og mikla eftirvæntingu. Af því tilefni er Ann-Sofie Johansson, listrænn stjórnandi hjá H&M, stödd hér á landi. Hún hefur starfað fyrir fyrirtækið í þrjá áratugi og hefur orðið vitni að miklum breytingum innan fyrirtækisins og tískubransans á þeim tíma. „Ég hef unnið hjá fyrirtækinu í 30 ár á þessu ári þannig að það er aldeilis langur tími. Ég byrjaði sem sölukona í einni H&M-búðinni í Stokkhólmi en hafði það að markmiði að verða hönnuður hjá H&M,“ segir Ann-Sofie sem hefur sinnt ýmsum störfum hjá H&M síðan hún byrjaði hjá fyrirtækinu. Í dag er hún listrænn stjórnandi og talsmaður, sem þýðir að hún hefur yfirsýn yfir alla hönnun H&M og stýrir því samstarfi sem H&M fer í með tískuhúsum svo dæmi séu tekin.Ann-Sofie hefur umsjón með samvinnuverkefnum H&M við stór tískuhús. Hér er hún ásamt Olivier Rousteing hjá Balmain þegar Balmain x H&M-línan var kynnt til leiks.nordicphotos/afpAnn-Sofie býr yfir mikilli reynslu enda hefur hún unnið sig smátt og smátt upp innan fyrirtækisins. „Hugmyndin var alltaf að verða hönnuður en mér fannst góð hugmynd að byrja sem sölukona í H&M til að fá innsýn í fyrirtækið. Samhliða vinnunni tók ég kvöldnámskeið í hönnun, sníðagerð og fatasaumi. Svo setti ég saman ferilskrá sem ég sýndi þáverandi yfirhönnuði H&M, þannig fékk ég starf sem aðstoðarhönnuður hjá H&M,“ rifjar Ann Sofie upp. Aðspurð hvernig tilfinning fylgi því að hafa náð markmiði sínu og rúmlega það segir hún: „Ég elska það. Ég elska enn þá vinnuna mína vegna þess að ég elska tísku. Ég elskaði vinnuna mína í upphafi og ég elska hana enn þann dag í dag,“ útskýrir Ann-Sofie sem segir góðan anda ríkja innan fyrirtækisins. Hún segir stemninguna minna á þá sem ríkir gjarnan innan minni fyrirtækja. „Hér vinnum við mikið í teymum og það er mikið lagt upp úr samvinnu. Þó að við séum stórt fyrirtæki þá líður manni smá eins og þetta sé lítill vinnustaður,“ segir Ann-Sofie.„En ég held að ást mín á tísku og sú staðreynd að ég fæ að vinna með svo mörgum áhugaverðum einstaklingum sem búa yfir mikilli þekkingu geri það að verkum að það er alltaf gaman í vinnunni.“ „Og maður hættir aldrei að læra því maður veit raunverulega aldrei hvað er fram undan. Auðvitað hefur maður einhverja „gut feeling“ sem byggir á þekkingu og reynslu en maður veit aldrei fyrir víst hvað verður næst í tísku og það er svo spennandi. Það heldur manni ungum og forvitnum.“ Fólk vill vita hvaðan fötin þeirra komaAnn-Sofie hefur orðið vitni að miklum breytingum síðan hún hóf störf hjá H&M á sínum tíma. „Þegar ég byrjaði voru um það bil tíu hönnuðir að vinna hjá H&M og við vorum með verslanir í sex eða sjö löndum. En það er langt síðan, núna vinna um 300 hönnuðir hjá H&M. Margt hefur breyst síðan þá.“ En hvernig sér hún framtíðina fyrir sér, til dæmis árið 2050? „Þetta er erfið spurning,“ segir Ann-Sofie eftir smá umhugsun. „Eins og við vitum flest gegna netverslanir sífellt stærra hlutverki og ég held að hlutverk þeirra eigi eftir að stækka enn meira með tímanum. Ég held samt að búðir verði áfram til staðar, þær hverfa ekki algjörlega. En þær verða kannski öðruvísi og þjóna mögulega breyttu hlutverki,“ spáir Ann-Sofie.Ann-Sofie segir tískubransann hafa orðið skemmtilegri á undanförnum árum.MYND/Ozzo Photography„En það sem ég veit ég fyrir víst er að H&M verður sjálfbærara í framtíðinni. Við höfum sett okkur skýr markmið þegar kemur að sjálfbærni og ef við lítum bara til ársins 2030 sem dæmi þá ættum við aðeins að nota sjálfbær efni. Það er erfitt markmið en við erum staðráðin í að ná því,“ segir Ann-Sofie. Hún tekur bómullarflíkur sem dæmi, en H&M hefur það að markmiði að árið 2020 verði öll bómull sem þau nota annað hvort lífræn, endurunnin eða framleidd undir nýjum og ströngum skilyrðum. Spurð út í hvort hún verði vör við að almenningur sé farinn að hugsa meira um umhverfisvernd þegar kemur að tísku svarar Ann-Sofie játandi.„Klárlega. Fólk vill vita hvaða hlutirnir koma og hvernig þeir verða til. Við verðum að leggja okkar af mörkum fyrir jörðina og við hjá H&M viljum vera leiðandi í umhverfisvernd og sjálfbærni í framleiðslu. Við viljum veita öðrum fyrirtækjum innblástur.“ Aðspurð út í hvort hún finni að H&M, sem stórt fyrirtæki, verði fyrir þrýstingi um að vera umhverfisvænt segir hún: „Já, og við setjum sjálf pressu á okkur. Við höfum mikla ábyrgð og fáum þess vegna stórt hlutverk til að virkilega breyta hlutunum. Við getum verið leiðandi í þessum málum.“ „En það er erfitt að spá fyrir um framtíðina en það sem ég veit fyrir víst er að fólk mun áfram vilja klæða sig upp á og pæla í tísku. Það mun aldrei breytast,“ bætir hún við um framtíðarpælingar sínar. Tískubransinn orðinn skemmtilegriÞað er augljóst að Ann-Sofie elskar vinnuna sína en þegar hún er spurð út í hver sé stærsta áskorunin sem fylgir starfi hennar segir hún: „Að finna réttu tískuna, finna út hvað fólk vill kaupa og hverju það vill klæðast, þetta er stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir á hverjum degi. Við viljum skapa flotta tísku, góð gæði og gott verð. Þetta snýst allt um að hlusta á kúnnann og reyna að finna út hvað hann vill. Án viðskiptavinanna værum við ekki hér,“ segir Ann-Sofie. Hún tekur fram að hönnuður H&M þurfi ekki aðeins að bregðast við þörfum viðskiptavinanna heldur einnig óskum þeirra. Hún tekur sem dæmi að viðskiptavinurinn á að geta keypt sér sokkapar í H&M en líka skrautlegan kjól sem passar inn í nýjustu tískustrauma. „Við viljum geta boðið upp á bæði undirstöðuflíkur en líka nýjustu tískustraumana.“ Ann-Sofie segir tískubransann hafa orðið skemmtilegri á undanförnum árum. Í dag geti hver sem er tollað í tískunni. „Iðnaðurinn er alltaf að breytast og það er svo margt í tísku í dag. Það er til dæmis erfitt að segja að eitthvað sé alls ekki í tísku, nær ómögulegt. Það þykir mér gera tískubransann skemmtilegan. Þegar ég byrjaði í þessu þá var eiginlega bara eitthvað eitt í tísku hverju sinni. En í dag er þetta allt öðruvísi þannig að ég myndi segja að tískan sé orðin skemmtilegri. Í dag er svo auðvelt að tjá sig með klæðaburði enda spáir fólk líka meira í tísku nú til dags,“ útskýrir Ann-Sofie. Spennandi að sjá framhaldiðEins og kunnugt er hafa Íslendingar beðið með eftirvæntingu eftir komu H&M til landsins. Spurð út í hvort hún hafi orðið vör við eftirspurnina hlær Ann-Sofie og segir: „Já, ég hef heyrt af þessu. Það var kominn tími til að við kæmum til Íslands. Ég veit til þess að það eru til ótal Facebook-síður þar sem fólk óskar eftir að fá H&M-búð til síns lands, ég veit ekki hvort Íslendingar hafi verið með slíka síðu. Og ég meina, það er auðvitað gaman að finna að fólk kann að meta það sem við gerum.“„Þetta snýst bara allt um að finna rétta staðsetningu á réttum tíma og svo framvegis. En manni finnst hálfpartinn eins og við hefðum átt að vera löngu komin til Íslands,“ segir hún og hlær. „Loksins erum við komin og það verður spennandi að sjá hvernig okkur verður tekið. Þetta er frábær búð, ein af þeim bestu sem ég hef séð reyndar,“ segir hún um verslunina í Smáralind. „Hún er svo björt og opin og hér er góður andi.“ Þegar blaðamaður kemur á fund Ann-Sofie, tæpum sólarhring fyrir opnun, hefur ein manneskja stillt sér upp fyrir utan búðina til að mæta á opnunina. „Það er stórkostlegt, ég vona bara að við stöndumst væntingar,“ segir Ann-Sofie og skellir upp úr. „Maður veit svo sem aldrei hver viðbrögðin verða og maður verður alltaf að vera auðmjúkur.“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira