Innlent

Hyggst sækja slasaðan mann í áhöfn fransks rannsóknarskips

Gissur Sigurðsson skrifar
TF-LÍF er ein þyrla í eigu Landhelgisgæslunnar.
TF-LÍF er ein þyrla í eigu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Ernir
TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, bíður nú tilbúin á Akureyrarflugvelli til að fljúga til móts við franskt rannsóknarskip, til að sækja þangað slasaðan áhafnarmeðlim.

Beiðni barst frá skipinu um aðstoð í gær, en þá var það statt norðan við Jan Mayen, eða langt fyrir utan flugdragi þyrlunnar.

Var skipinu því beint áleiðis til Akureyrar og þyrla send norður til að vera tilbúin nú í morgunsárið, þegar skipið yrði komið nægilega nálægt landi.

Búist er við að það verði innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×