Innlent

Lögreglan óskar eftir að ná tali af manni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan vill ná tali af manninum á myndinni.
Lögreglan vill ná tali af manninum á myndinni. mynd/lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi mynd, en hann var staddur við Ölhúsið á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði föstudaginn 18. ágúst kl. 18.13.

Viðkomandi ók hvítum smábíl á staðinn, en líklegt þykir að um erlendan karlmann sé að ræða, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um manninn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu með tölvupósti á netfangið jgs@lrh.is , gegnum einkaskilaboð á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444-1000.

Á þriðjudag óskaði lögreglan eftir að ná tali af manni sem ógnað var með byssu á föstudaginn við Ölhúsið. Á laugardag voru tveir menn handteknir í tenglsum við málið í Borgartúni og í gær var einn maður handtekinn í Hafnarfirði. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×