Innlent

Mesta fjölgun nýnema er í lagadeild

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögfræðinámið er vinsælt og einnig er mikil aðsókn er í heilbrigðisverkfræði og íþróttafræði í HR
Lögfræðinámið er vinsælt og einnig er mikil aðsókn er í heilbrigðisverkfræði og íþróttafræði í HR Vísir/Ernir
Um 1340 nýnemar hófu nám við Háskólann Í Reykjavík í haust, sem er um 7% fjölgun frá síðasta skólaári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá skólanum. 908 nemar hefja grunnnám, 283 meistaranám og 152 frumgreinanám. Að auki stunda um 140 erlendir skiptinemar nám við HR á þessari önn svo samtals eru þetta um 1500 nemendur. 

Laganámið vinsælt

Mesta fjölgun nýnema er í lagadeild skólans. Þar fjölgar nýnemum í grunnnámi og meistaranámi í lögfræði um þriðjung á milli ára. Flestir nýnemar hófu nám í í tækni- og verkfræðideild og þar er fjölgun nýnema sérstaklega áberandi í grunnnámi í heilbrigðisverkfræði og í íþróttafræði. Alls stunda 3600 nemendur nám við HR á þessu skólaári í viðskiptadeild, lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og frumgreinadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×