Enski boltinn

Sanchez gæti spilað með Arsenal um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexis Sánchez fagnar í leik með Arsenal.
Alexis Sánchez fagnar í leik með Arsenal. vísir/getty
Alexis Sanchez er orðinn leikfær og gæti því spilað með Arsenal gegn Liverpool í stórleik helgarinnar í enska boltanum.

Alexis Sanchez gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Arsenal á tímabilinu þegar liðið mætir Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni, á sunnudag klukkan 15.00.

Sanchez hefur ekkert komið við sögu hjá Arsenal til þessa en hann meiddist skömmu fyrir leik Arsenal gegn Chelsea um Samfélagsskjöldinn í byrjun mánaðarins.

Sanchez á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og viðræður um nýjan hafa ekki gengið að óskum. Hann hefur verið orðaður við bæði Manchester City og PSG en forráðamenn Arsenal, ekki síst stjórinn Arsene Wenger, vilja halda honum áfram.

Enskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að félagið sé reiðubúið að gera hann að langlaunahæsta leikmanni Arsenal og einum þeim launahæsta í ensku úrvalsdeildinni.

Wenger staðfesti í morgun að Sanchez gæti spilað á sunnudag. „Hann hefur lagt virkilega mikið á sig og er leikfær á ný,“ sagði hann á blaðamannafundi í morgun. „Hann er alltaf einbeittur og lætur ekki umtalið hafa áhrif á sig. Hann er mjög einbittur og afar hamingjusamur.“

Þess ber að geta að lokað verður fyrir félagaskipti í lok mánaðarins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×