Ánægð með að líkið hafi fundist Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Danskar björgunarsveitir aðstoðuðu í gær lögregluna við að leita að líkamshlutum af Kim Wall í Kalvebod Fælled í Kaupmannahöfn. Búkurinn fannst 21. ágúst. F vísir/epa Danska lögreglan hefur staðfest að búkurinn sem fannst við Amager á mánudaginn er hluti af jarðneskum leifum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. DNA úr búknum var hið sama og fannst í hárbursta og tannbursta Wall. Jens Møller Jensen, sem stýrir rannsókninni á andláti Wall, segir að málmhlutur hafi verið festur við búkinn til að þyngja hann og síðan hafi búknum verið varpað í sjóinn. Wall sást síðast lifandi hinn 10. ágúst þegar hún fór af stað í kafbátsferð með uppfinningamanninum Peter Madsen. Unnusti hennar tilkynnti daginn eftir að hún hefði ekki skilað sér úr ferðinni. Nokkru seinna var kafbáturinn sokkinn. Madsen, sem hannaði og smíðaði kafbátinn, er nú grunaður um morð. Hann fullyrti upphaflega að hann hefði skilað Wall heilli á húfi nærri Kaupmannahöfn en síðan hefur hann breytt framburði sínum og sagt að hún hafi látist í slysi og hann hafi komið líkinu fyrir í sjónum. Danska lögreglan telur að Madsen hafi viljandi sökkt kafbátnum. Blóðblettir hafa fundist í bátnum og hafa DNA-próf sýnt að blóðið er úr Wall. Jensen vill ekki tjá sig neitt um dánarorsök en segir að réttarmeinafræðingar séu enn að rannsaka jarðnesku leifarnar. Fram hefur komið að útlimir hafi verið höggnir af búknum. Hann segir að lögreglan leiti enn að þeim líkamsleifum. Betina Hald Engmark, verjandi Madsens, segir að niðurstaða DNA-prófsins breyti engu varðandi skýringar Madsens. „Skjólstæðingur minn og ég lítum það bara jákvæðum augum, að búið sé að finna út úr því að það er Kim Wall sem fannst,“ sagði hún í samtali við Danmarks Radio. „Þessi DNA-samsvörun breytir því hins vegar ekki að skjólstæðingur minn segir að það hafi orðið slys,“ segir Engmark við danska blaðið BT. Verjandinn hafði áður gagnrýnt lögregluna fyrir að hafa tengt þessar jarðnesku leifar við Wall og kafbátinn í tilkynningu á Twitter án þess að geta stutt þá yfirlýsingu með rannsóknargögnum. „Ég gaf í skyn að það væri óeðlilegt af lögreglunni að fullyrða svona áður en staðreyndirnar lægju fyrir. En nú höfum við þær,“ sagði Engmark við BT. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Morðið á Kim Wall Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Danska lögreglan hefur staðfest að búkurinn sem fannst við Amager á mánudaginn er hluti af jarðneskum leifum sænsku blaðakonunnar Kim Wall. DNA úr búknum var hið sama og fannst í hárbursta og tannbursta Wall. Jens Møller Jensen, sem stýrir rannsókninni á andláti Wall, segir að málmhlutur hafi verið festur við búkinn til að þyngja hann og síðan hafi búknum verið varpað í sjóinn. Wall sást síðast lifandi hinn 10. ágúst þegar hún fór af stað í kafbátsferð með uppfinningamanninum Peter Madsen. Unnusti hennar tilkynnti daginn eftir að hún hefði ekki skilað sér úr ferðinni. Nokkru seinna var kafbáturinn sokkinn. Madsen, sem hannaði og smíðaði kafbátinn, er nú grunaður um morð. Hann fullyrti upphaflega að hann hefði skilað Wall heilli á húfi nærri Kaupmannahöfn en síðan hefur hann breytt framburði sínum og sagt að hún hafi látist í slysi og hann hafi komið líkinu fyrir í sjónum. Danska lögreglan telur að Madsen hafi viljandi sökkt kafbátnum. Blóðblettir hafa fundist í bátnum og hafa DNA-próf sýnt að blóðið er úr Wall. Jensen vill ekki tjá sig neitt um dánarorsök en segir að réttarmeinafræðingar séu enn að rannsaka jarðnesku leifarnar. Fram hefur komið að útlimir hafi verið höggnir af búknum. Hann segir að lögreglan leiti enn að þeim líkamsleifum. Betina Hald Engmark, verjandi Madsens, segir að niðurstaða DNA-prófsins breyti engu varðandi skýringar Madsens. „Skjólstæðingur minn og ég lítum það bara jákvæðum augum, að búið sé að finna út úr því að það er Kim Wall sem fannst,“ sagði hún í samtali við Danmarks Radio. „Þessi DNA-samsvörun breytir því hins vegar ekki að skjólstæðingur minn segir að það hafi orðið slys,“ segir Engmark við danska blaðið BT. Verjandinn hafði áður gagnrýnt lögregluna fyrir að hafa tengt þessar jarðnesku leifar við Wall og kafbátinn í tilkynningu á Twitter án þess að geta stutt þá yfirlýsingu með rannsóknargögnum. „Ég gaf í skyn að það væri óeðlilegt af lögreglunni að fullyrða svona áður en staðreyndirnar lægju fyrir. En nú höfum við þær,“ sagði Engmark við BT.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Morðið á Kim Wall Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira