Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2017 11:41 Ungur drengur sem smitaðist í mislingafaraldrinum í Minnesota. Hlutfall bólusetninga í samfélagi fólks af sómölskum ættum þar hefur hrapað síðasta áratuginn. Vísir/Getty Versti mislingafaraldur í Minnesota í Bandaríkjunum í áratugi virðist hafa tvíeflt hópa sem berjast gegn bólusetningum. Heilbrigðisyfirvöldum er kunnugt um að boð um „mislingapartí“ gangi á milli fólks sem vill að börnin sín smitist. Alls hafa 79 tilfelli mislinga verið staðfest í Minnesota frá því í seinni hluta mars. Flest barnanna sem veiktust voru óbólusett og voru af sómölsku bergi brotin. Tuttugu og tveir voru lagðir á sjúkrahús, margir þeirra með háan hita, öndunarerfiðleika og vökvaskort, að sögn Washington Post. Enginn hefur þó látist þó að mislingar geti leitt fólk til dauða. Nýjasta tilfellið er ungur hvítur maður sem var ekki bólusettur vegna andstöðu foreldra hans.Löngu hrakinn áróður um meint tengsl við einhverfuÁstæðan fyrir því að sumir foreldrar vilja ekki bólusetja börn sín er meðal annars áróður vafasamra einstaklinga og samtaka sem halda á lofti löngu hröktum fullyrðingum um meint tengsl bólusetninga við einhverfu. Heilbrigðisstarfsmenn í Minnesota fréttu meðal annars af því fyrr í sumar að hvítar konur hafi gengið um með bæklinga og rætt við fólk í hverfum íbúa af sómölskum uppruna. Þær eru sagðar hafa haldið því fram að heilbrigðiseftirlit ríkisins hafi „búið faraldurinn til“ í því skyni að fá sómalska samfélagið til að bólusetja börn sín. „Ég er í áfalli yfir hvað þau eru orðin kræf. Ég held að flestir hafi talið að raddir gegn bólusetningum myndu hafa sig hægar. Í staðinn hafa þær orðið opinberari, þær eru farnar að breiða úr sér,“ segir Karen Ernst, forstjóri Radda fyrir bólusetningar, foreldrasamtaka sem tala máli bólusetninga.Bóluefni gegn mislingum ver milljónir barna um allan heim fyrir veirunni.Vísir/EPAAndstæðingar bólusetninga hafa hvatt foreldra sem telja börn sín hafa skaðast af völdum bólusetninga að hitta samstarfsmenn Andrews Wakefield, bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi vegna falskrar rannsóknar þar sem hann hélt því fram að MMR-bólusetningin ylli einhverfu, í þessari viku. Fullyrðingar Wakefield hafa ítrekað verið hraktar en þær hafa engu að síður reynst lífseigar í kreðsum andstæðinga bólusetninga og þeirra sem aðhyllast óhefðbundnar meðferðir.Sjúkdómurinn getur verið banvænnMislingum var útrýmt í Bandaríkjunum um aldamótin en sérfræðingar segja að sjúkdómurinn hafi blossað upp síðustu árin, aðallega fyrir tilstilli vaxandi hóps foreldra sem hafnar því að bólusetja börn sín eða frestar því. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða, að því er segir á vefsíðu landlæknis. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna. Tengdar fréttir Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45 Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Versti mislingafaraldur í Minnesota í Bandaríkjunum í áratugi virðist hafa tvíeflt hópa sem berjast gegn bólusetningum. Heilbrigðisyfirvöldum er kunnugt um að boð um „mislingapartí“ gangi á milli fólks sem vill að börnin sín smitist. Alls hafa 79 tilfelli mislinga verið staðfest í Minnesota frá því í seinni hluta mars. Flest barnanna sem veiktust voru óbólusett og voru af sómölsku bergi brotin. Tuttugu og tveir voru lagðir á sjúkrahús, margir þeirra með háan hita, öndunarerfiðleika og vökvaskort, að sögn Washington Post. Enginn hefur þó látist þó að mislingar geti leitt fólk til dauða. Nýjasta tilfellið er ungur hvítur maður sem var ekki bólusettur vegna andstöðu foreldra hans.Löngu hrakinn áróður um meint tengsl við einhverfuÁstæðan fyrir því að sumir foreldrar vilja ekki bólusetja börn sín er meðal annars áróður vafasamra einstaklinga og samtaka sem halda á lofti löngu hröktum fullyrðingum um meint tengsl bólusetninga við einhverfu. Heilbrigðisstarfsmenn í Minnesota fréttu meðal annars af því fyrr í sumar að hvítar konur hafi gengið um með bæklinga og rætt við fólk í hverfum íbúa af sómölskum uppruna. Þær eru sagðar hafa haldið því fram að heilbrigðiseftirlit ríkisins hafi „búið faraldurinn til“ í því skyni að fá sómalska samfélagið til að bólusetja börn sín. „Ég er í áfalli yfir hvað þau eru orðin kræf. Ég held að flestir hafi talið að raddir gegn bólusetningum myndu hafa sig hægar. Í staðinn hafa þær orðið opinberari, þær eru farnar að breiða úr sér,“ segir Karen Ernst, forstjóri Radda fyrir bólusetningar, foreldrasamtaka sem tala máli bólusetninga.Bóluefni gegn mislingum ver milljónir barna um allan heim fyrir veirunni.Vísir/EPAAndstæðingar bólusetninga hafa hvatt foreldra sem telja börn sín hafa skaðast af völdum bólusetninga að hitta samstarfsmenn Andrews Wakefield, bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi vegna falskrar rannsóknar þar sem hann hélt því fram að MMR-bólusetningin ylli einhverfu, í þessari viku. Fullyrðingar Wakefield hafa ítrekað verið hraktar en þær hafa engu að síður reynst lífseigar í kreðsum andstæðinga bólusetninga og þeirra sem aðhyllast óhefðbundnar meðferðir.Sjúkdómurinn getur verið banvænnMislingum var útrýmt í Bandaríkjunum um aldamótin en sérfræðingar segja að sjúkdómurinn hafi blossað upp síðustu árin, aðallega fyrir tilstilli vaxandi hóps foreldra sem hafnar því að bólusetja börn sín eða frestar því. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða, að því er segir á vefsíðu landlæknis. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna.
Tengdar fréttir Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45 Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45
Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00
Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30