Enski boltinn

Koeman: Gylfi mun spila á móti Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson þegar hann var kynntur á Goodison Park fyrir helgi.
Gylfi Þór Sigurðsson þegar hann var kynntur á Goodison Park fyrir helgi. Vísir/Getty
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, er búinn að lofa því að Gylfi Þór Sigurðsson spili sinn fyrsta leik með Everton annað kvöld.

Everton heimsækir þá Manchester City í lokaleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar en bæði lið unnu sína leik í fyrstu umferð.

Everton gekk frá kaupunum fá Gylfa í síðustu viku en íslenski landsliðsmaðurinn varð þar með dýrasti knattspyrnumaður Everton frá upphafi.

Everton spilar þrjá leiki á næstu sex dögum, tvo í ensku úrvalsdeildinni og svo seinni leikinn á móti Hadjuk Spilt í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Everton vann 2-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum en ferðast nú til Króatíu fyrir seinni leikinn á fimmtudaginn.

Hollenski knattspyrnustjórinn lofar því að hann ætli að nota Gylfa í öllum þremur leikjunum.

„Ég hef ekki áhyggjur af forminu hans,“ sagði Ronald Koeman í viðtali á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar en Gylfi spilaði ekki nema einn leik með Swansea á undirbúningstímabilinu.

„Hann er auðvitað leikmaður sem þarf að spila leiki og þarf leiki á undirbúningstímabilinu til að vera í hundrað prósent leikformi. Formið hans er hinsvegar gott og hann er fagmaður,“ sagði Koeman en hvað með leikinn annað kvöld á móti Manchester City á Ethiad?

„Hann mun fá spilatíma. Það er erfið vika framundan hjá okkur og Gylfi mun taka þátt í öllum þremur leikjunum,“ sagði Ronald Koeman.


Tengdar fréttir

Réttur tímapunktur fyrir Gylfa til að fara í Everton

Gylfi Þór Sigurðsson er kominn til enska úrvalsdeildarliðsins Everton og þjóðin bíður spennt eftir því að sjá hvernig honum farnast þar. Bjarni Guðjónsson efast ekki um að Gylfi eigi eftir að pluma sig vel og hann sé tilbúinn að axla

Loksins fékk skynsemin að ráða í brjáluðum heimi félagaskipta

"Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×