Markvörðurinn magnaði Grétar Ari Guðjónsson hefur verið lánaður frá Haukum til ÍR.
Lánssamningurinn er út þessa leiktíð. Það mun því koma í hlut hins unga Andra Scheving að verja mark Hauka með landsliðsmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni.
Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, staðfesti þessi tíðindi við Vísi í dag. Hann er svo lánsamur að vera með þrjá frábæra markverði á sínum snærum.
Björgvin Páll verður aðalmarkvörður Hauka, Grétar Ari mun fá að spila meira en hann fengi hjá Haukum með ÍR og U-19 ára landsliðsmarkvörðurinn Andri Scheving fær að taka næsta skref og næla sér í mikla reynslu í vetur.
Grétar Ari lánaður til ÍR
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
