Því fleiri bækur, því betra Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 10:15 Ragnar og Yrsa segja verðlaunasamkeppnina fyrir þá höfunda sem ekki hafa gefið út glæpasögu áður. Vísir/Anton Brink Hugmyndin kom upp í samtali okkar Ragnars. Ég held að hann hafi átt frumkvæðið. Við notum bæði glæpasöguna sem okkar miðil til að skrifa og viljum hvetja fleiri til að gera það,“ segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur um þá ákvörðun hennar og Ragnars Jónassonar, kollega hennar, að efna til árlegrar verðlaunasamkeppni um áður óbirt handrit að íslenskri glæpasögu. Miðað er við að verðlaunasagan komi út hjá Veröld í upphafi Viku bókarinnar ár hvert, enda eru rithöfundarnir í samstarfi við Pétur Má Ólafsson útgáfustjóra þar. Handritin þurfa að berast fyrir 1. janúar. Verðlaunin nefnast Svartfuglinn og nema 500.000 krónum. Yrsa og Ragnar ætla að greiða þau úr eigin vasa. Bæði hafa þau notið velgengni sem rithöfundar og segjast með gleði vilja borga eitthvað til baka. „Með þessu langar okkur, fyrst og fremst, til að stuðla að því að menn haldi áfram að skrifa og gefa út bækur á íslensku og lesa bækur á íslensku,“ segir Ragnar sem kveðst hafa áhyggjur af því að íslenskan geti glatast smátt og smátt – jafnvel hraðar en við höldum. „Þetta er svo fámenn þjóð og viðkvæmt tungumál. Samt er svo ótrúlega dýrmætt að eiga það. En áhrif enskunnar í fjölmiðlum og daglegu lífi landans eru orðin mikil, fyrirtæki auglýsa sig fyrst á ensku og svo á íslensku og maður fer á veitingastað og er afgreiddur á ensku,“ nefnir hann sem dæmi. Hvorugt þeirra Ragnars og Yrsu hefur áhyggjur af samkeppninni, þótt fleiri glæpasagnahöfundar bætist við. „Við erum virkilega að vonast til að það séu fleiri en tveir, helst fleiri en tíu, sem eru tilbúnir að koma glæpasögum á framfæri. Ég vona að þetta lukkist vel og að einhverjir þarna úti komi til með að hugsa sér gott til glóðarinnar,“ segir Yrsa. „Það er aldrei nóg af bókum og enginn yrði glaðari en við ef einhvers staðar leynist höfundur sem á eftir að slá í gegn.“ „Því fleiri bækur, því betra,“ tekur Ragnar undir. „Það er þannig stemning í þessum glæpasagnaheimi að þar er enginn hræddur við samkeppni heldur hjálpar hver öðrum. Margir hjálpuðu mér á leiðinni, hvort sem það var Yrsa eða einhverjir höfundar í útlöndum sem höfðu lesið eftir mig og stöppuðu í mig stálinu,“ segir Ragnar sem er á leið til Skotlands í næstu viku á bókahátíð þar sem hann ætlar að ræða um glæpasögur og íslenskuna. Svo ætlar hann líka að spila fótbolta sem er fastur liður á þessari hátíð. En er ekki tíminn of knappur sem nýir höfundar hafa til að skila inn handriti í keppnina. Bara til 1. janúar? „Jú, í styttra lagi en þetta dæmi er hugsað til framtíðar líka, því vonandi getur samkeppnin orðið árleg. Ég hef trú á því að við fáum einhver frábær handrit og þeir sem ekki ná þessu núna verða bara með næst,“ segir Ragnar. Hann hefur trú á að margir lumi á hálfkláruðum handritum og keppnin geti orðið þeim hvati til að ljúka við bók. Yrsa er sama sinnis. „Þetta er ekki síst hugsað fyrir þá sem hafa gengið með þann draum í maganum að gefa út, slíkt fólk á oft einhver drög sem eflaust er hægt að þétta og laga.“ Spurð hvort þau hafi kannski haldið námskeið í gerð glæpasagna kveðst Yrsa hafa komið inn á námskeið erlendis og verið þar með stutt erindi. „Plottin verða alltaf að koma frá fólkinu sjálfu en ég hef reynt að gefa góð ráð um hvernig það eigi að vinna úr hugmyndunum, hvernig megi bæta persónusköpun, auka spennu, hvað beri að forðast og hvað sé nauðsynlegt. Sá sem er að skrifa þarf að hafa löngun til að segja söguna sína. Það er frumforsenda. Að eldur sé undir.“ Ragnar og Yrsa segjast vera góðir vinir og hafa brallað ýmislegt saman gegnum tíðina. „Við settum á fót fyrstu íslensku glæpasagnahátíðina fyrir svona fjórum árum og hún er haldin á tveggja ára fresti,“ bendir Ragnar á. Þau viðurkenna að glæpasagnaútgáfan á Íslandi hafi eflst verulega á síðustu árum enda hafi það form ekki verið fyrirferðarmikið hér fyrr en upp úr síðustu aldamótum. „Þess vegna er örugglega fullt af frábærum sögum einhvers staðar þarna úti,“ segir Yrsa. „Fólki hefur líka fjölgað verulega á landinu – og þar með grunuðum í svona sögum.“ Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Hugmyndin kom upp í samtali okkar Ragnars. Ég held að hann hafi átt frumkvæðið. Við notum bæði glæpasöguna sem okkar miðil til að skrifa og viljum hvetja fleiri til að gera það,“ segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur um þá ákvörðun hennar og Ragnars Jónassonar, kollega hennar, að efna til árlegrar verðlaunasamkeppni um áður óbirt handrit að íslenskri glæpasögu. Miðað er við að verðlaunasagan komi út hjá Veröld í upphafi Viku bókarinnar ár hvert, enda eru rithöfundarnir í samstarfi við Pétur Má Ólafsson útgáfustjóra þar. Handritin þurfa að berast fyrir 1. janúar. Verðlaunin nefnast Svartfuglinn og nema 500.000 krónum. Yrsa og Ragnar ætla að greiða þau úr eigin vasa. Bæði hafa þau notið velgengni sem rithöfundar og segjast með gleði vilja borga eitthvað til baka. „Með þessu langar okkur, fyrst og fremst, til að stuðla að því að menn haldi áfram að skrifa og gefa út bækur á íslensku og lesa bækur á íslensku,“ segir Ragnar sem kveðst hafa áhyggjur af því að íslenskan geti glatast smátt og smátt – jafnvel hraðar en við höldum. „Þetta er svo fámenn þjóð og viðkvæmt tungumál. Samt er svo ótrúlega dýrmætt að eiga það. En áhrif enskunnar í fjölmiðlum og daglegu lífi landans eru orðin mikil, fyrirtæki auglýsa sig fyrst á ensku og svo á íslensku og maður fer á veitingastað og er afgreiddur á ensku,“ nefnir hann sem dæmi. Hvorugt þeirra Ragnars og Yrsu hefur áhyggjur af samkeppninni, þótt fleiri glæpasagnahöfundar bætist við. „Við erum virkilega að vonast til að það séu fleiri en tveir, helst fleiri en tíu, sem eru tilbúnir að koma glæpasögum á framfæri. Ég vona að þetta lukkist vel og að einhverjir þarna úti komi til með að hugsa sér gott til glóðarinnar,“ segir Yrsa. „Það er aldrei nóg af bókum og enginn yrði glaðari en við ef einhvers staðar leynist höfundur sem á eftir að slá í gegn.“ „Því fleiri bækur, því betra,“ tekur Ragnar undir. „Það er þannig stemning í þessum glæpasagnaheimi að þar er enginn hræddur við samkeppni heldur hjálpar hver öðrum. Margir hjálpuðu mér á leiðinni, hvort sem það var Yrsa eða einhverjir höfundar í útlöndum sem höfðu lesið eftir mig og stöppuðu í mig stálinu,“ segir Ragnar sem er á leið til Skotlands í næstu viku á bókahátíð þar sem hann ætlar að ræða um glæpasögur og íslenskuna. Svo ætlar hann líka að spila fótbolta sem er fastur liður á þessari hátíð. En er ekki tíminn of knappur sem nýir höfundar hafa til að skila inn handriti í keppnina. Bara til 1. janúar? „Jú, í styttra lagi en þetta dæmi er hugsað til framtíðar líka, því vonandi getur samkeppnin orðið árleg. Ég hef trú á því að við fáum einhver frábær handrit og þeir sem ekki ná þessu núna verða bara með næst,“ segir Ragnar. Hann hefur trú á að margir lumi á hálfkláruðum handritum og keppnin geti orðið þeim hvati til að ljúka við bók. Yrsa er sama sinnis. „Þetta er ekki síst hugsað fyrir þá sem hafa gengið með þann draum í maganum að gefa út, slíkt fólk á oft einhver drög sem eflaust er hægt að þétta og laga.“ Spurð hvort þau hafi kannski haldið námskeið í gerð glæpasagna kveðst Yrsa hafa komið inn á námskeið erlendis og verið þar með stutt erindi. „Plottin verða alltaf að koma frá fólkinu sjálfu en ég hef reynt að gefa góð ráð um hvernig það eigi að vinna úr hugmyndunum, hvernig megi bæta persónusköpun, auka spennu, hvað beri að forðast og hvað sé nauðsynlegt. Sá sem er að skrifa þarf að hafa löngun til að segja söguna sína. Það er frumforsenda. Að eldur sé undir.“ Ragnar og Yrsa segjast vera góðir vinir og hafa brallað ýmislegt saman gegnum tíðina. „Við settum á fót fyrstu íslensku glæpasagnahátíðina fyrir svona fjórum árum og hún er haldin á tveggja ára fresti,“ bendir Ragnar á. Þau viðurkenna að glæpasagnaútgáfan á Íslandi hafi eflst verulega á síðustu árum enda hafi það form ekki verið fyrirferðarmikið hér fyrr en upp úr síðustu aldamótum. „Þess vegna er örugglega fullt af frábærum sögum einhvers staðar þarna úti,“ segir Yrsa. „Fólki hefur líka fjölgað verulega á landinu – og þar með grunuðum í svona sögum.“
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira