Kaupmenn of lengi að taka við sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2017 19:30 Þrátt fyrir mikinn uppgang hefur íslensk netverslun þróast mun hægar en annars staðar á Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Neytendur leiti þar af leiðandi frekar í erlenda netverslun, sem sé ákveðið áhyggjuefni. Bylting hefur átt sér stað í verslun víða um heim, og nýta neytendur sér internetið í sífellt meiri mæli. Kauphegðun aldamótakynslóðarinnar svokölluðu hefur til að mynda valdið straumhvörfum á smásölumarkaði og virðast fáar verslanir ná fótfestu nema þær bjóði upp á þjónustu í gegnum internetið.Fyrsta lágvöruverslunin á netið Fjölmargar nýjungar eru farnar að sjást í íslenskri netverslun. Til að mynda eru fyrirtæki farin að bjóða upp á heimsendingar með dróna, og þá var fyrsta íslenska lágvöruverslun á netinu opnuð á dögunum, en það er Nettó sem opnaði slíka netverslun. Kaupmenn hafa hins vegar verið of lengi að taka við sér, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það er ákveðið áhyggjuefni. Við höfum svo sem bent á það og haft áhyggjur af því að íslensk verslun hafi ekki verið eins dugleg að tileinka sér þessa nýju aðferð og verslanir í nágrannalöndum okkar. Við sjáum það á samanburðartölum að netverslun til dæmis á Norðurlöndum er komin mun lengra,“ segir Andrés.Netverslunin nauðsynleg Hann segir að kaupmenn verði að svara kalli neytenda, því að öðrum kosti leiti þeir annað. „Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er sextíu prósenta aukning í sendingum frá Kína, eingöngu frá fyrstu sex mánuðum ársins 2016 til fyrstu sex mánaða 2017.“ Andrés spáir ógnarhröðum breytingum á næstu misserum, sem verslunareigendur þurfi að fylgja. „Það er bara hægt að orða það þannig að ef þús em verslun ertu ekki að bjóða upp á netverslun – þá ertu bara ekkert með.“ Tengdar fréttir Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn uppgang hefur íslensk netverslun þróast mun hægar en annars staðar á Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Neytendur leiti þar af leiðandi frekar í erlenda netverslun, sem sé ákveðið áhyggjuefni. Bylting hefur átt sér stað í verslun víða um heim, og nýta neytendur sér internetið í sífellt meiri mæli. Kauphegðun aldamótakynslóðarinnar svokölluðu hefur til að mynda valdið straumhvörfum á smásölumarkaði og virðast fáar verslanir ná fótfestu nema þær bjóði upp á þjónustu í gegnum internetið.Fyrsta lágvöruverslunin á netið Fjölmargar nýjungar eru farnar að sjást í íslenskri netverslun. Til að mynda eru fyrirtæki farin að bjóða upp á heimsendingar með dróna, og þá var fyrsta íslenska lágvöruverslun á netinu opnuð á dögunum, en það er Nettó sem opnaði slíka netverslun. Kaupmenn hafa hins vegar verið of lengi að taka við sér, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það er ákveðið áhyggjuefni. Við höfum svo sem bent á það og haft áhyggjur af því að íslensk verslun hafi ekki verið eins dugleg að tileinka sér þessa nýju aðferð og verslanir í nágrannalöndum okkar. Við sjáum það á samanburðartölum að netverslun til dæmis á Norðurlöndum er komin mun lengra,“ segir Andrés.Netverslunin nauðsynleg Hann segir að kaupmenn verði að svara kalli neytenda, því að öðrum kosti leiti þeir annað. „Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er sextíu prósenta aukning í sendingum frá Kína, eingöngu frá fyrstu sex mánuðum ársins 2016 til fyrstu sex mánaða 2017.“ Andrés spáir ógnarhröðum breytingum á næstu misserum, sem verslunareigendur þurfi að fylgja. „Það er bara hægt að orða það þannig að ef þús em verslun ertu ekki að bjóða upp á netverslun – þá ertu bara ekkert með.“
Tengdar fréttir Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15