Alfreð með fullkomna þrennu í sigri Augsburg Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2017 15:30 Alfreð hefur verið funheitur fyrir framan markið undanfarnar vikur. vísir/getty Alfreð Finnbogason var hetja Augsburg í 3-0 sigri á Köln á heimavelli í dag en hann skoraði öll þrjú mörk Augsburg í leiknum í fyrsta sigri liðsins á þessu tímabili. Alfreð sem opnaði markareikning sinn á fyrstu mínútu síðasta leiks var 22. mínútur að koma heimamönnum yfir er hann skallaði fyrirgjöf Philipp Max í netið af stuttu færi. Hafði hann fundið sér pláss á milli varnarmanna og fékk að skalla boltann óáreittur. Tíu mínútum síðar bætti hann við af vítapunktinum eftir að Jonas Hector, landsliðsbakvörður Þýskalands, gerðist brotlegur inn í vítateig Augsburg. Fór Timo Horn í vitlaust horn en það kom ekki að sök, vítaspyrna Alfreðs var afar örugg og hafnaði í hliðarnetinu. Fékk hann að klára leikinn og náði að fullkomna þrennuna á 95. mínútu leiksins er hann fylgdi eftir skoti sem hafnaði í stönginni og renndi boltanum í autt netið með vinstri fæti. Náði hann því svokallaðri fullkomnri þrennu, eitt mark með sitt hvorum fæti og eitt skallamark en hann er nú búinn að skora fjögur mörk í fyrstu þremur umferðunum. Dortmund mistókst að að nýta liðsmuninn í 0-0 jafntefli gegn Freiburg á útivelli en Dortmund lék manni fleiri frá 27. mínútu en náði ekki að nýta sér það. Voru þetta fyrstu stigin sem Dortmund glutrar á þessu tímabili eftir tvo sigurleiki í röð fram að því. Þá vann Mainz öruggan sigur gegn Bayer Leverkusen 3-1 á heimavelli en Mönchengladbach horfði á eftir stigunum þremur til Frankfurt í 0-1 sigri gestanna en lokaleikur dagsins er á milli Hoffenheim og Bayern Munchen.Úrslit: Mainz 3-1 Bayer Leverkusen Borussia Mönchengladbach 0-1 Eintracht Frankfurt Augsburg 3-0 Köln Freiburg 0-0 Dortmund Wolfsburg 1-1 Hannover. Þýski boltinn
Alfreð Finnbogason var hetja Augsburg í 3-0 sigri á Köln á heimavelli í dag en hann skoraði öll þrjú mörk Augsburg í leiknum í fyrsta sigri liðsins á þessu tímabili. Alfreð sem opnaði markareikning sinn á fyrstu mínútu síðasta leiks var 22. mínútur að koma heimamönnum yfir er hann skallaði fyrirgjöf Philipp Max í netið af stuttu færi. Hafði hann fundið sér pláss á milli varnarmanna og fékk að skalla boltann óáreittur. Tíu mínútum síðar bætti hann við af vítapunktinum eftir að Jonas Hector, landsliðsbakvörður Þýskalands, gerðist brotlegur inn í vítateig Augsburg. Fór Timo Horn í vitlaust horn en það kom ekki að sök, vítaspyrna Alfreðs var afar örugg og hafnaði í hliðarnetinu. Fékk hann að klára leikinn og náði að fullkomna þrennuna á 95. mínútu leiksins er hann fylgdi eftir skoti sem hafnaði í stönginni og renndi boltanum í autt netið með vinstri fæti. Náði hann því svokallaðri fullkomnri þrennu, eitt mark með sitt hvorum fæti og eitt skallamark en hann er nú búinn að skora fjögur mörk í fyrstu þremur umferðunum. Dortmund mistókst að að nýta liðsmuninn í 0-0 jafntefli gegn Freiburg á útivelli en Dortmund lék manni fleiri frá 27. mínútu en náði ekki að nýta sér það. Voru þetta fyrstu stigin sem Dortmund glutrar á þessu tímabili eftir tvo sigurleiki í röð fram að því. Þá vann Mainz öruggan sigur gegn Bayer Leverkusen 3-1 á heimavelli en Mönchengladbach horfði á eftir stigunum þremur til Frankfurt í 0-1 sigri gestanna en lokaleikur dagsins er á milli Hoffenheim og Bayern Munchen.Úrslit: Mainz 3-1 Bayer Leverkusen Borussia Mönchengladbach 0-1 Eintracht Frankfurt Augsburg 3-0 Köln Freiburg 0-0 Dortmund Wolfsburg 1-1 Hannover.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“