Ísraelar sprengdu meinta efnavopnaverksmiðju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. september 2017 06:00 Sýrlenski herinn er meðal annars sagður hafa notað efnavopn þegar hann réðst á Khan Sheikhoun í apríl. vísir/EPA Ísraelski herinn gerði í gær árás á herstöð í vesturhluta Sýrlands. Frá þessu greindi sýrlenski stjórnarherinn í gær. Í tilkynningu hersins kemur fram að eldflaugar hafi komið í gegnum líbanska lofthelgi og hæft herstöð nærri borginni Masyaf með þeim afleiðingum að tveir hermenn fórust og búnaður eyðilagðist. Sýrlenski herinn hélt því fram að árás Ísraela væri „örvæntingarfull tilraun“ til að stappa stálinu í liðsmenn Íslamska ríkisins og varaði Ísraela við því að aðgerðir sem þessar gætu haft neikvæð áhrif á öryggi og stöðugleika svæðisins. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights héldu því fram í kjölfar árásarinnar að skotmarkið hafi í raun verið rannsóknarstöð og birgðastöð fyrir eldflaugar. Breska ríkisútvarpið fjallaði um árásina í gær og vísaði í frétt sína frá því í maí þar sem heimildarmenn innan vestrænnar leyniþjónustu fullyrtu að rannsóknarstöðin nærri Masyaf, líkt og í Dummar og Barzeh, væri notuð til þess að framleiða efnavopn. Ef satt reynist er það skýrt brot á samkomulagi um efnavopn sem náðist árið 2013. Amos Yadlin, fyrrverandi leiðtogi leyniþjónustu ísraelska hersins, tísti því í gær að árásin væri ekki hefðbundin árás líkt og þær sem hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir vopnasmygl til Hezbollah-samtakanna. Árásin hafi beinst að rannsóknarstöð sem hafi meðal annars framleitt efnavopn og tunnusprengjur. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Ísraelski herinn gerði í gær árás á herstöð í vesturhluta Sýrlands. Frá þessu greindi sýrlenski stjórnarherinn í gær. Í tilkynningu hersins kemur fram að eldflaugar hafi komið í gegnum líbanska lofthelgi og hæft herstöð nærri borginni Masyaf með þeim afleiðingum að tveir hermenn fórust og búnaður eyðilagðist. Sýrlenski herinn hélt því fram að árás Ísraela væri „örvæntingarfull tilraun“ til að stappa stálinu í liðsmenn Íslamska ríkisins og varaði Ísraela við því að aðgerðir sem þessar gætu haft neikvæð áhrif á öryggi og stöðugleika svæðisins. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights héldu því fram í kjölfar árásarinnar að skotmarkið hafi í raun verið rannsóknarstöð og birgðastöð fyrir eldflaugar. Breska ríkisútvarpið fjallaði um árásina í gær og vísaði í frétt sína frá því í maí þar sem heimildarmenn innan vestrænnar leyniþjónustu fullyrtu að rannsóknarstöðin nærri Masyaf, líkt og í Dummar og Barzeh, væri notuð til þess að framleiða efnavopn. Ef satt reynist er það skýrt brot á samkomulagi um efnavopn sem náðist árið 2013. Amos Yadlin, fyrrverandi leiðtogi leyniþjónustu ísraelska hersins, tísti því í gær að árásin væri ekki hefðbundin árás líkt og þær sem hafa verið gerðar til að koma í veg fyrir vopnasmygl til Hezbollah-samtakanna. Árásin hafi beinst að rannsóknarstöð sem hafi meðal annars framleitt efnavopn og tunnusprengjur.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira