RÚV áfrýjar í máli Adolfs Inga: „Hundleiðinlegt að það skuli teygjast á þessu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. september 2017 14:00 Adolf Ingi Erlingsson starfaði hjá RÚV í 22 ár. Hann var rekinn árið 2013 og höfðaði í kjölfarið mál vegna eineltis sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Hér er hann að störfum á EM í handbolta í Austurríki árið 2010. vísir Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. Adolf Ingi segir niðurstöðuna vonbrigði en að hún komi sér ekki á óvart. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ríkisútvarpið til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir í bætur og málskostnað að auki í júlí síðastliðnum. „Ríkisútvarpið er ekki sammála forsendum dómsins og því er talið rétt að áfrýja honum til Hæstaréttar,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um hvers vegna málinu er áfrýjað. Adolf Inga var sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2013 og hóf þá að undirbúa málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann taldi sig hafa mátt sæta. „Það er hundleiðinlegt náttúrulega að það skuli teygjast á þessu enn þá meira. þetta er búið að standa nógu lengi og ríflega það,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi.Uppsögnin ólögmæt Adolf hefur sagt að fljótlega eftir að Kristín H. Hálfdánardóttir tók við stöðu íþróttastjóra deildarinnar, um 2010, hafi mjög verið að honum þrengt. Verkefnum hans fór að fækka og hann fékk ekki að lýsa leikjum.Kristín Harpa Hálfdánardóttir, fyrrverandi íþróttastjóri RÚV.Í dómi héraðsdóms er ekki fallist á það með Adolf að sú háttsemi Kristínar að fela öðrum en honum að lýsa íþróttaleikjum og færa hann til á starfsstöð hafi falið í sér einelti. Hins vegar er fallist á það að það hafi falið í sér einelti af hálfu Kristínar að fella niður vaktaálagsgreiðslur til hans, þvert á munnlegt samkomulag þeirra á milli um að hann skyldi halda þeim kjörum þrátt fyrir að hann tæki að sér önnur verkefni innan RÚV. Þá komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að uppsögn Adolfs Inga hafi verið ólögmæt þar sem RÚV hafi ekki sýnt fram á að málefnalegar ástæður hafi legið að baki því að segja honum upp.Komi ekki á óvart Adolf segir ákvörðun RÚV um að áfrýja dómnum ekki koma á óvart. „Það er þeirra réttur að áfrýja ef þeir vilja og kemur mér kannski ekkert svo á óvart í ljósi þess að uppsögnin var dæmd ólögmæt. Það kemur mér ekkert á óvart að þeir vilji fá það staðfest eða fá því hnekkt af Hæstarétti því það er mjög fordæmisgefandi í þessum dómi. Í rauninni er það svolítið stórt mál varðandi vinnulöggjöf hvort að uppsögnin geti talist ólögmæt eða ekki. Að sjálfsögðu vona ég að hæstiréttur staðfesti það, en hvað varðar eineltið og svoleiðis þá held ég að það liggi nokkuð ljóst fyrir, ég á ekki von á að hæstiréttur breyti neinu hvað það snertir,“ segir Adolf. „Auðvitað eru það svolítil vonbrigði að þau skyldu áfrýja þessu, ég hefði kostið að þessu yrði bara lokið. En eins og ég segi þá er þetta bara þeirra réttur og þeirra ákvörðun.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli fyrrverandi íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlendssonar gegn RÚV. Adolf Ingi segir niðurstöðuna vonbrigði en að hún komi sér ekki á óvart. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ríkisútvarpið til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir í bætur og málskostnað að auki í júlí síðastliðnum. „Ríkisútvarpið er ekki sammála forsendum dómsins og því er talið rétt að áfrýja honum til Hæstaréttar,“ segir Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um hvers vegna málinu er áfrýjað. Adolf Inga var sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2013 og hóf þá að undirbúa málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann taldi sig hafa mátt sæta. „Það er hundleiðinlegt náttúrulega að það skuli teygjast á þessu enn þá meira. þetta er búið að standa nógu lengi og ríflega það,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi.Uppsögnin ólögmæt Adolf hefur sagt að fljótlega eftir að Kristín H. Hálfdánardóttir tók við stöðu íþróttastjóra deildarinnar, um 2010, hafi mjög verið að honum þrengt. Verkefnum hans fór að fækka og hann fékk ekki að lýsa leikjum.Kristín Harpa Hálfdánardóttir, fyrrverandi íþróttastjóri RÚV.Í dómi héraðsdóms er ekki fallist á það með Adolf að sú háttsemi Kristínar að fela öðrum en honum að lýsa íþróttaleikjum og færa hann til á starfsstöð hafi falið í sér einelti. Hins vegar er fallist á það að það hafi falið í sér einelti af hálfu Kristínar að fella niður vaktaálagsgreiðslur til hans, þvert á munnlegt samkomulag þeirra á milli um að hann skyldi halda þeim kjörum þrátt fyrir að hann tæki að sér önnur verkefni innan RÚV. Þá komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að uppsögn Adolfs Inga hafi verið ólögmæt þar sem RÚV hafi ekki sýnt fram á að málefnalegar ástæður hafi legið að baki því að segja honum upp.Komi ekki á óvart Adolf segir ákvörðun RÚV um að áfrýja dómnum ekki koma á óvart. „Það er þeirra réttur að áfrýja ef þeir vilja og kemur mér kannski ekkert svo á óvart í ljósi þess að uppsögnin var dæmd ólögmæt. Það kemur mér ekkert á óvart að þeir vilji fá það staðfest eða fá því hnekkt af Hæstarétti því það er mjög fordæmisgefandi í þessum dómi. Í rauninni er það svolítið stórt mál varðandi vinnulöggjöf hvort að uppsögnin geti talist ólögmæt eða ekki. Að sjálfsögðu vona ég að hæstiréttur staðfesti það, en hvað varðar eineltið og svoleiðis þá held ég að það liggi nokkuð ljóst fyrir, ég á ekki von á að hæstiréttur breyti neinu hvað það snertir,“ segir Adolf. „Auðvitað eru það svolítil vonbrigði að þau skyldu áfrýja þessu, ég hefði kostið að þessu yrði bara lokið. En eins og ég segi þá er þetta bara þeirra réttur og þeirra ákvörðun.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30 „Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23
RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur. 5. júlí 2017 12:30
„Hefði viljað vera laus við að fá yfirmann frá helvíti“ Adolf Ingi Erlingsson er ánægður með að hafa unnið mál gegn RÚV en kveðst hafa viljað margt frekar en að fara dómstólaleiðina. 5. júlí 2017 13:47