Útflutningur lambs á hrakvirði Sveinn Arnarsson skrifar 7. september 2017 06:00 Íslendingar greiða töluvert hærra verð fyrir lambalæri í verslunum en viðskiptavinir erlendis. vísir/gva Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru flutt út um 1.050 tonn af lambakjöti samanborið við tæp 1.300 tonn fyrstu sjö mánuði ársins 2016. Meðalverð afurðanna nú er um 500 krónur á hvert kíló. Fyrir tveimur árum var verðið sem fékkst í útflutningi rúmar 800 krónur. Vandi sauðfjárbænda er mikill. Útflutningsverðið hefur hrapað síðustu tvö árin og nú er svo komið að afurðastöðvarnar tapa háum fjárhæðum á hvert kíló sem sent er utan. Sem dæmi hefur 232 tonnum af frystum lambalærum og lambalærissneiðum verið flutt út á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Verðið sem fengist hefur fyrir þann hluta er um 600 krónur á hvert kíló. Til samanburðar er ódýrasta lambalærið í Bónus á rúmar 1.000 krónur kílóið. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, bendir á að þetta sé allt of lágt verð. „Það eru allir sammála um að það verð á útflutningi sem við sjáum í dag er of lágt. Það var of lágt í fyrra en hefur lækkað meira núna í ár,“ segir Oddný Steina. „Þess vegna er mikilvægt að bregðast við stöðunni með tímabundnum aðgerðum. Við bentum á ákveðnar leiðir sem ráðherra hafnaði.“ Oddný Steina segir of margt sauðfé í landinu. „Eins og staðan er núna er offramleiðsla á lambakjöti. Hins vegar var ekki offramleiðsla fyrir tveimur til þremur árum. Fé mun fækka eftir útspil ráðherra, það er á hreinu. Það er hvati til þess að fækka fé.“ Á síðasta ári var 555 þúsund lömbum slátrað sem er ekki ósvipað því sem verið hefur frá 2012. Hins vegar var meðalþyngd lamba í fyrra sú mesta á því tímabili, eða um 16,7 kíló. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Á fyrstu sjö mánuðum ársins voru flutt út um 1.050 tonn af lambakjöti samanborið við tæp 1.300 tonn fyrstu sjö mánuði ársins 2016. Meðalverð afurðanna nú er um 500 krónur á hvert kíló. Fyrir tveimur árum var verðið sem fékkst í útflutningi rúmar 800 krónur. Vandi sauðfjárbænda er mikill. Útflutningsverðið hefur hrapað síðustu tvö árin og nú er svo komið að afurðastöðvarnar tapa háum fjárhæðum á hvert kíló sem sent er utan. Sem dæmi hefur 232 tonnum af frystum lambalærum og lambalærissneiðum verið flutt út á fyrstu sjö mánuðum þessa árs. Verðið sem fengist hefur fyrir þann hluta er um 600 krónur á hvert kíló. Til samanburðar er ódýrasta lambalærið í Bónus á rúmar 1.000 krónur kílóið. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, bendir á að þetta sé allt of lágt verð. „Það eru allir sammála um að það verð á útflutningi sem við sjáum í dag er of lágt. Það var of lágt í fyrra en hefur lækkað meira núna í ár,“ segir Oddný Steina. „Þess vegna er mikilvægt að bregðast við stöðunni með tímabundnum aðgerðum. Við bentum á ákveðnar leiðir sem ráðherra hafnaði.“ Oddný Steina segir of margt sauðfé í landinu. „Eins og staðan er núna er offramleiðsla á lambakjöti. Hins vegar var ekki offramleiðsla fyrir tveimur til þremur árum. Fé mun fækka eftir útspil ráðherra, það er á hreinu. Það er hvati til þess að fækka fé.“ Á síðasta ári var 555 þúsund lömbum slátrað sem er ekki ósvipað því sem verið hefur frá 2012. Hins vegar var meðalþyngd lamba í fyrra sú mesta á því tímabili, eða um 16,7 kíló.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Tengdar fréttir Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Vilja fækka fé um tuttugu prósent Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. 4. september 2017 13:17
Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30