SA & samfélagsleg ábyrgð Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. september 2017 07:00 Tugir fanga á Íslandi ljúka afplánun sinni á ári hverju. Þeir fara um sem frjálsir menn en eiga engu að síður erfitt með að fá störf og húsnæði. Helmingur þeirra sem losna brýtur af sér að nýju og endar á sama stað. Þetta kostar samfélagið milljarða enda snertiflöturinn víða, t.d. hjá lögreglu, dómstólum, fangelsunum, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu. Er þá ónefndur kostnaður dómþola og ekki síður brotaþola sem getur bæði verið fjárhagslegur og persónulegur. Meira en helmingur fanga endar sem öryrkjar eða þarf á framfærslu sveitarfélaga að halda til langs tíma. Ekki alls fyrir löngu kom fram í fjölmiðlum að aldrei hafi jafn margir þegið fjárhagsaðstoð eins og um þessar mundir. Jafnframt kom fram að stærsti hópurinn væri einhleypir karlmenn með litla menntun. Langstærsti hópur fanga er einmitt einhleypir karlmenn með litla menntun. Þetta eru mennirnir sem koma út úr fangelsunum, frjálsir en hafa ekkert í farteskinu til að takast á við lífið.Starfsþjálfun í fangelsum Í mínum huga er skýrt að atvinnulífið, Samtök atvinnulífsins sérstaklega, þarf að koma að málum. Þróa mætti styttri námskeið þannig að fangar í afplánun fengju starfsþjálfun sem nýtast myndi utan veggja fangelsisins. Þá verður að vera vilji til að ráða fyrrverandi fanga til starfa því fái hann ekki tækifæri endar hann aftur í fangelsi. Það er samfélagslega hagkvæmt að fangar fái tækifæri og njóti aftur trausts. Með því að skapa störf fyrir fyrrverandi fanga lækkar kostnaður og tekjur aukast í formi skatta, auk þess sem samfélagið fær nýta þegna sem skila einhverju til baka en taka ekki eingöngu. Ég skora því á Samtök atvinnulífsins og atvinnurekendur almennt að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og taka upp hanskann fyrir fyrrverandi fanga. Yfir til ykkar. Greinarhöfundur er formaður Afstöðu – félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Tugir fanga á Íslandi ljúka afplánun sinni á ári hverju. Þeir fara um sem frjálsir menn en eiga engu að síður erfitt með að fá störf og húsnæði. Helmingur þeirra sem losna brýtur af sér að nýju og endar á sama stað. Þetta kostar samfélagið milljarða enda snertiflöturinn víða, t.d. hjá lögreglu, dómstólum, fangelsunum, heilbrigðiskerfinu og velferðarkerfinu. Er þá ónefndur kostnaður dómþola og ekki síður brotaþola sem getur bæði verið fjárhagslegur og persónulegur. Meira en helmingur fanga endar sem öryrkjar eða þarf á framfærslu sveitarfélaga að halda til langs tíma. Ekki alls fyrir löngu kom fram í fjölmiðlum að aldrei hafi jafn margir þegið fjárhagsaðstoð eins og um þessar mundir. Jafnframt kom fram að stærsti hópurinn væri einhleypir karlmenn með litla menntun. Langstærsti hópur fanga er einmitt einhleypir karlmenn með litla menntun. Þetta eru mennirnir sem koma út úr fangelsunum, frjálsir en hafa ekkert í farteskinu til að takast á við lífið.Starfsþjálfun í fangelsum Í mínum huga er skýrt að atvinnulífið, Samtök atvinnulífsins sérstaklega, þarf að koma að málum. Þróa mætti styttri námskeið þannig að fangar í afplánun fengju starfsþjálfun sem nýtast myndi utan veggja fangelsisins. Þá verður að vera vilji til að ráða fyrrverandi fanga til starfa því fái hann ekki tækifæri endar hann aftur í fangelsi. Það er samfélagslega hagkvæmt að fangar fái tækifæri og njóti aftur trausts. Með því að skapa störf fyrir fyrrverandi fanga lækkar kostnaður og tekjur aukast í formi skatta, auk þess sem samfélagið fær nýta þegna sem skila einhverju til baka en taka ekki eingöngu. Ég skora því á Samtök atvinnulífsins og atvinnurekendur almennt að sýna samfélagslega ábyrgð í verki og taka upp hanskann fyrir fyrrverandi fanga. Yfir til ykkar. Greinarhöfundur er formaður Afstöðu – félags fanga.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar