Gerð hefur verið tilraun til að bjarga urtunni með því að fjarlægja kaðalinn með aðstoð búðastjóra frá SUSTAIN verkefninu sem staddir eru í eynni þessa dagana.
Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að Urtan sé aftur á móti með beittar tennur og forði sér jafnóðum til sjávar við mannaferðir þótt nokkuð virðist af henni dregið.
Þórdís segir að fleiri björgunartilraunir verði gerðar næstu daga ef færi gefst.

Rannsóknin hófst í ágúst en ætlunin er að bora tvær holur í eyjunni og nýta gögnin sem fást til margvíslegra og flókinna rannsókna. Rannsóknin er styrkt af fjölmörgum alþjóðlegum sjóðum, m.a. frá Þýskalandi, Noregi, Bandaríkjunum og Íslandi.
„Tilgangur verkefnisins er margþættur en við getum sagt að það sé í stórum dráttum að sjá hvernig eldfjallaeyjar verða til og þróast með tímanum og hvernig líf og örverur taka sé bólfestu í berginu. Það eru merkileg lífkerfi hérna á töluverðu dýpi í Surtsey,“ sagði Magnús Tumi í samtali við Vísi í sumar.