Erlent

Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim

Atli Ísleifsson skrifar
Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94 prósent sýnana voru menguð.
Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94 prósent sýnana voru menguð. Vísir/Getty
Örsmáar plastagnir eru nú að finna í kranavatni í löndum víðsvegar umheiminn að því er ný rannsókn hefur sýnt fram á. Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna.

Sýni voru tekin úr kranavatni í á annan tug ríkja ríkjum og 83 prósent sýnana voru menguð, að því er segir í frétt Guardian.

Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94 prósent sýnana voru menguð en þar á eftir komu Líbanon og Indland.

Ástandið var skárra hjá Evrópuþjóðum á borð við Bretland, Þýskaland og Frakkland, en er þó um 72 prósent þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×