Tjöruhúsið, Vogafjós og Nordic meðal „svölustu veitingastaða Skandinavíu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2017 07:34 Nordic Restaurant má finna í húsakynnum Öldunnar á Seyðisfirði. Andrea Harris Blaðamaður New York Post kolféll fyrir veitingastöðunum Tjöruhúsinu, Nordic Restaurant og Vogafjósi þegar hann ferðaðist um landið fyrr í sumar. Íslandsförin var liður í ferð blaðamannsins um Noreg, Finnland og Ísland þar sem hann reyndi að kortleggja „svölustu veitingastaði í Skandinavíu.“ Þó svo að Ísland sé tæknilega ekki í Skandinavíu og blaðamaðurinn hafi skautað framhjá Svíþjóð og Danmörku lét hann það ekki á sig fá heldur þræddi veitingastaði frá miðborg Oslóar til Vestfjarða og kynnti niðurstöðurnar í grein á New York Post í morgun.Kýr og hraun Þar segir að Vogafjós á Mývatni sé eins nálægt því og maður kemst að borða beint frá býli. Blaðamaðurinn fer fögrum orðum um umhverfið, jafnt hraunið sem kýrnar sem fylgjast má með frá matsalnum. Bestu réttirnir á matseðlinum sé heimagerður mozzarella, reykt lamb og lax, bleikja og heimabakað brauð.Timburhúsin heilluðu Nordic Restaurant á Seyðisfirði er líkt við vin í eyðimörk, verðlaun í lok erfiðs ferðalags. Aftur heillar umhverfið og nefnir blaðamaðurinn sérstaklega hina myndrænu kirkju bæjarins sem og fallegu, litríku timburhúsin. T-bone lambasteik, meistarlega samsett salat og sætkartöflu/graskers-gratín var það sem stal senunni að mati blaðamannsinsEinn huggulegasti staður landsins Hann á vart orð yfir veitingastaðinn Tjöruhúsið á Ísafirði sem hann segir ekki einungis einn mest heillandi veitingastað landsins, heldur sé verðlagið einkar sanngjart. Gestir eigi að búast við stuttum matseðli sem takmarkist við veiði dagsins. Það ætti þó enginn að fara súr frá borði enda mun panna full af fiski og kartöflum og matarmikil fiskisúpa ylja öllum um hjartarætur.Úttektina má nálgast í heild sinni hér. Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Blaðamaður New York Post kolféll fyrir veitingastöðunum Tjöruhúsinu, Nordic Restaurant og Vogafjósi þegar hann ferðaðist um landið fyrr í sumar. Íslandsförin var liður í ferð blaðamannsins um Noreg, Finnland og Ísland þar sem hann reyndi að kortleggja „svölustu veitingastaði í Skandinavíu.“ Þó svo að Ísland sé tæknilega ekki í Skandinavíu og blaðamaðurinn hafi skautað framhjá Svíþjóð og Danmörku lét hann það ekki á sig fá heldur þræddi veitingastaði frá miðborg Oslóar til Vestfjarða og kynnti niðurstöðurnar í grein á New York Post í morgun.Kýr og hraun Þar segir að Vogafjós á Mývatni sé eins nálægt því og maður kemst að borða beint frá býli. Blaðamaðurinn fer fögrum orðum um umhverfið, jafnt hraunið sem kýrnar sem fylgjast má með frá matsalnum. Bestu réttirnir á matseðlinum sé heimagerður mozzarella, reykt lamb og lax, bleikja og heimabakað brauð.Timburhúsin heilluðu Nordic Restaurant á Seyðisfirði er líkt við vin í eyðimörk, verðlaun í lok erfiðs ferðalags. Aftur heillar umhverfið og nefnir blaðamaðurinn sérstaklega hina myndrænu kirkju bæjarins sem og fallegu, litríku timburhúsin. T-bone lambasteik, meistarlega samsett salat og sætkartöflu/graskers-gratín var það sem stal senunni að mati blaðamannsinsEinn huggulegasti staður landsins Hann á vart orð yfir veitingastaðinn Tjöruhúsið á Ísafirði sem hann segir ekki einungis einn mest heillandi veitingastað landsins, heldur sé verðlagið einkar sanngjart. Gestir eigi að búast við stuttum matseðli sem takmarkist við veiði dagsins. Það ætti þó enginn að fara súr frá borði enda mun panna full af fiski og kartöflum og matarmikil fiskisúpa ylja öllum um hjartarætur.Úttektina má nálgast í heild sinni hér.
Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira