Nýliðar Fjölnis í Olís-deild karla í handbolta urðu í kvöld Reykjavíkurmeistarar eftir stórsigur á Þrótti, 25-34, í Laugardalshöllinni.
Fjölnismenn unnu alla fjóra leiki sína í mótinu með samtals 37 marka mun.
Þeir unnu Víking með 11 mörkum, Fram með 10 mörkum, ÍR með sjö mörkum og Þrótt með níu mörkum.
Fjölnismenn mæta Víkingum í nýliðaslag í 1. umferð Olís-deildarinnar eftir viku.
Reykjavíkurmótinu lýkur á morgun þegar Víkingur fær Fram í heimsókn. Víkingar eru með þrjú stig en Frammarar ekki neitt.
Fjölnir Reykjavíkurmeistari með yfirburðum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
