City ekki í rannsókn hjá UEFA Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. september 2017 17:30 Etihad völlurinn í Manchesterv Vísir/getty Manchester City er ekki undir skoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á reglum um sanngjarna peninganotkun (e. Financial Fair Play, FFP). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu eftir að forseti spænsku úrvalsdeildarinnar La Liga fór fram á að eyðsla enska félagsins yrði skoðuð. „Það er engin rannsókn á málum Manchester City varðandi FFP reglur. Allar fréttir þess efnis eiga engar stoðir,“ sagði í yfirlýsingunni. Franska úrvalsdeildarliðið PSG er hins vegar undir smásjá sambandsins vegna slíkra brota. Javier Tebas, forseti La Liga, sagði að „fjármunir PSG og City taka alla samkeppni innan Evrópu úr skorðum. Þeir blási upp markaðinn og það skaðar fótboltann.“ Bæði félög eyddu hundruðum milljóna punda í leikmannakaup í sumar. La Liga gaf út yfirlýsingu í dag þar sem forráðamenn deildarinnar segjast hafa sent UEFA formleg bréf þann 22. ágúst þar sem deildin lýsir yfir áhyggjum vegna eyðslu félagana tveggja. Í bréfunum segir að „bæði PSG og Manchester City græða á styrkjum sem ganga ekki upp fjárhagslega og eru ekki sanngjarnir.“ PSG hefur verið rekið af ríkisstjórn Qatar eftir að íþróttafjárfestingasjóður Qatar keypti félagið árið 2011. Í sumar gerði félagið Neymar að dýrasta leikmanni sögunnar þegar hann var keyptur frá Barcelona á 200 milljónir punda. Metið hafði áður verið 89 milljónir punda, og var Neymar því meira en tvöfalt dýrari heldur en áður hafði þekkst. Franska félagið bætti svo við Kylian Mbappe á lánssamningi frá Mónakó, en þess er vænt að gengið verði frá kaupum á honum næsta sumar fyrir 165 milljónir punda. Talið er að Mbappe hafi komið á lánssamningi, í stað þess að vera keyptur til félagsins, til þess að komast hjá reglunum um sanngjarna peninganotkun. Manchester City eyddi meira en PSG í sumar, eða samtals 215 milljónum punda. Félagið keypti bakvörðinn Kyle Walker á 45 milljónir punda, miðjumanninn Bernardo Silva á 43 milljónir, markvörðinn Ederson Moraes á 35 milljónir og varnarmanninn Benjamin mendy á 52 milljónir punda. Félagið seldi hins vegar leikmenn fyrir samtals 85 milljónir punda, þar á meðal Wilfried Bony og Aaron Mooy. Enska liðið er í eigu Abu Dhabi United Group, og hefur í eigu hópsins orðið eitt af ríkari félögum heims. Spænska stórveldið Barcelona eyddi í samanburði 173 milljónum punda í sumar, eða 42 milljónum punda minna en Manchester City. Fótbolti Tengdar fréttir Mbappé lánaður til PSG Paris Saint-Germain hefur fengið franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco. 31. ágúst 2017 17:50 Forseti Barcelona gagnrýnir Neymar Segir hegðun Brasilíumannsins ekki í samræmi við þær væntingar sem eru gerðar til leikmanna Barcelona. 8. ágúst 2017 08:03 Rannsókn á Aguero lögð niður eftir mistök Sergio Aguero, framherji Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, var ásakaður um að hafa ýtt við öryggisverði í fagnaðarlátum leikmanna og stuðningsmanna City í 2-1 sigri á Bournemouth fyrr í dag 26. ágúst 2017 22:54 Barcelona kærir Neymar Barcelona hefur kært Neymar fyrir samningsbrot. 22. ágúst 2017 15:12 Guardiola: Óeðlilega miklir peningar en svona er þetta orðið Pep Guardiola er hæstánægður með að vera kominn til Íslands þar sem lið hans leikur gegn West Ham á morgun. 3. ágúst 2017 20:08 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Sjá meira
Manchester City er ekki undir skoðun hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna brota á reglum um sanngjarna peninganotkun (e. Financial Fair Play, FFP). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu eftir að forseti spænsku úrvalsdeildarinnar La Liga fór fram á að eyðsla enska félagsins yrði skoðuð. „Það er engin rannsókn á málum Manchester City varðandi FFP reglur. Allar fréttir þess efnis eiga engar stoðir,“ sagði í yfirlýsingunni. Franska úrvalsdeildarliðið PSG er hins vegar undir smásjá sambandsins vegna slíkra brota. Javier Tebas, forseti La Liga, sagði að „fjármunir PSG og City taka alla samkeppni innan Evrópu úr skorðum. Þeir blási upp markaðinn og það skaðar fótboltann.“ Bæði félög eyddu hundruðum milljóna punda í leikmannakaup í sumar. La Liga gaf út yfirlýsingu í dag þar sem forráðamenn deildarinnar segjast hafa sent UEFA formleg bréf þann 22. ágúst þar sem deildin lýsir yfir áhyggjum vegna eyðslu félagana tveggja. Í bréfunum segir að „bæði PSG og Manchester City græða á styrkjum sem ganga ekki upp fjárhagslega og eru ekki sanngjarnir.“ PSG hefur verið rekið af ríkisstjórn Qatar eftir að íþróttafjárfestingasjóður Qatar keypti félagið árið 2011. Í sumar gerði félagið Neymar að dýrasta leikmanni sögunnar þegar hann var keyptur frá Barcelona á 200 milljónir punda. Metið hafði áður verið 89 milljónir punda, og var Neymar því meira en tvöfalt dýrari heldur en áður hafði þekkst. Franska félagið bætti svo við Kylian Mbappe á lánssamningi frá Mónakó, en þess er vænt að gengið verði frá kaupum á honum næsta sumar fyrir 165 milljónir punda. Talið er að Mbappe hafi komið á lánssamningi, í stað þess að vera keyptur til félagsins, til þess að komast hjá reglunum um sanngjarna peninganotkun. Manchester City eyddi meira en PSG í sumar, eða samtals 215 milljónum punda. Félagið keypti bakvörðinn Kyle Walker á 45 milljónir punda, miðjumanninn Bernardo Silva á 43 milljónir, markvörðinn Ederson Moraes á 35 milljónir og varnarmanninn Benjamin mendy á 52 milljónir punda. Félagið seldi hins vegar leikmenn fyrir samtals 85 milljónir punda, þar á meðal Wilfried Bony og Aaron Mooy. Enska liðið er í eigu Abu Dhabi United Group, og hefur í eigu hópsins orðið eitt af ríkari félögum heims. Spænska stórveldið Barcelona eyddi í samanburði 173 milljónum punda í sumar, eða 42 milljónum punda minna en Manchester City.
Fótbolti Tengdar fréttir Mbappé lánaður til PSG Paris Saint-Germain hefur fengið franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco. 31. ágúst 2017 17:50 Forseti Barcelona gagnrýnir Neymar Segir hegðun Brasilíumannsins ekki í samræmi við þær væntingar sem eru gerðar til leikmanna Barcelona. 8. ágúst 2017 08:03 Rannsókn á Aguero lögð niður eftir mistök Sergio Aguero, framherji Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, var ásakaður um að hafa ýtt við öryggisverði í fagnaðarlátum leikmanna og stuðningsmanna City í 2-1 sigri á Bournemouth fyrr í dag 26. ágúst 2017 22:54 Barcelona kærir Neymar Barcelona hefur kært Neymar fyrir samningsbrot. 22. ágúst 2017 15:12 Guardiola: Óeðlilega miklir peningar en svona er þetta orðið Pep Guardiola er hæstánægður með að vera kominn til Íslands þar sem lið hans leikur gegn West Ham á morgun. 3. ágúst 2017 20:08 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Enski boltinn Fleiri fréttir Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Í beinni: Newcastle - Arsenal | Hungruð í sigur Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Líkir Real Madrid við Donald Trump Íslensku landsliðin spila áfram í Puma búningum Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Mínútu þögn fyrir alla leiki og Real Madrid gefur milljón evra Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Sjá meira
Mbappé lánaður til PSG Paris Saint-Germain hefur fengið franska ungstirnið Kylian Mbappé á láni frá Monaco. 31. ágúst 2017 17:50
Forseti Barcelona gagnrýnir Neymar Segir hegðun Brasilíumannsins ekki í samræmi við þær væntingar sem eru gerðar til leikmanna Barcelona. 8. ágúst 2017 08:03
Rannsókn á Aguero lögð niður eftir mistök Sergio Aguero, framherji Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, var ásakaður um að hafa ýtt við öryggisverði í fagnaðarlátum leikmanna og stuðningsmanna City í 2-1 sigri á Bournemouth fyrr í dag 26. ágúst 2017 22:54
Guardiola: Óeðlilega miklir peningar en svona er þetta orðið Pep Guardiola er hæstánægður með að vera kominn til Íslands þar sem lið hans leikur gegn West Ham á morgun. 3. ágúst 2017 20:08