Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2017 23:46 Töluverður mannfjöldi safnaðist saman í dag til stuðnings DACA-áætluninni svokölluðu. Vísir/afp Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að afnema ekki áætlun sem Obama hrinti í framkvæmd og hlífir ungum, óskráðum innflytjendum í Bandaríkjunum við brottflutningi. DACA-áætlunin svokallaða felur í sér frest á aðgerðum við komu ungra innflytjenda, sem koma ólöglega til Bandaríkjanna, og veitir þeim tímabundið dvalarleyfi í landinu. Áætlunin kemur í veg fyrir brottflutning fjölmargra ungra innflytjenda og gerir þeim kleift að fá vinnu- og námsleyfi í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í frétt BBC. Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag.Um að ræða krakka sem þekkja ekki annað heimili Paul Ryan, sitjandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og flokksbróðir Trumps, hvatti í dag Bandaríkjaforseta til að „vinna í“ málinu. Þá sagði hann að „samræður“ hefðu átt sér stað „við Hvíta húsið“ og að Trump væri einnig í hópi þeirra sem vildu leita „mannúðlegrar lausnar við vandamálinu.“Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.Vísir/AFP„Fólk er fast í óvissu,“ sagði Ryan. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekki annað land, sem komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekki annað heimili." Með ummælum sínum skipar Ryan sér í fámennan hóp repúblikana sem hafa lýst yfir andstöðu sinni á því að afnema DACA-áætlunina. Fyrirrennari Trumps í embætti, Barack Obama, kom áætluninni á fót árið 2012.Afstaða forsetans til ólöglegra innflytjenda ljós Trump hefur ætíð verið staðfastur í afstöðu sinni gegn innflytjendum. Í kosningabaráttunni til embættis Bandaríkjaforseta í fyrra var kosningaloforð hans um „múrinn“ svokallaða, sem byggja á við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, mjög áberandi. Múrinn á meðal annars að stemma stigu við straumi mexíkóskra innflytjenda til Bandaríkjanna. DACA-áætlunin hefur hingað til forðað um 750 þúsund ungum innflytjendum frá brottrekstri úr Bandaríkjunum. Þeir sem njóta verndar áætlunarinnar þurfa meðal annarra skilyrða að vera undir þrítugu, vera í skóla eða nýútskrifaðir og framvísa hreinu sakavottorði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hvetur Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að afnema ekki áætlun sem Obama hrinti í framkvæmd og hlífir ungum, óskráðum innflytjendum í Bandaríkjunum við brottflutningi. DACA-áætlunin svokallaða felur í sér frest á aðgerðum við komu ungra innflytjenda, sem koma ólöglega til Bandaríkjanna, og veitir þeim tímabundið dvalarleyfi í landinu. Áætlunin kemur í veg fyrir brottflutning fjölmargra ungra innflytjenda og gerir þeim kleift að fá vinnu- og námsleyfi í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í frétt BBC. Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag.Um að ræða krakka sem þekkja ekki annað heimili Paul Ryan, sitjandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og flokksbróðir Trumps, hvatti í dag Bandaríkjaforseta til að „vinna í“ málinu. Þá sagði hann að „samræður“ hefðu átt sér stað „við Hvíta húsið“ og að Trump væri einnig í hópi þeirra sem vildu leita „mannúðlegrar lausnar við vandamálinu.“Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.Vísir/AFP„Fólk er fast í óvissu,“ sagði Ryan. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekki annað land, sem komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekki annað heimili." Með ummælum sínum skipar Ryan sér í fámennan hóp repúblikana sem hafa lýst yfir andstöðu sinni á því að afnema DACA-áætlunina. Fyrirrennari Trumps í embætti, Barack Obama, kom áætluninni á fót árið 2012.Afstaða forsetans til ólöglegra innflytjenda ljós Trump hefur ætíð verið staðfastur í afstöðu sinni gegn innflytjendum. Í kosningabaráttunni til embættis Bandaríkjaforseta í fyrra var kosningaloforð hans um „múrinn“ svokallaða, sem byggja á við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, mjög áberandi. Múrinn á meðal annars að stemma stigu við straumi mexíkóskra innflytjenda til Bandaríkjanna. DACA-áætlunin hefur hingað til forðað um 750 þúsund ungum innflytjendum frá brottrekstri úr Bandaríkjunum. Þeir sem njóta verndar áætlunarinnar þurfa meðal annarra skilyrða að vera undir þrítugu, vera í skóla eða nýútskrifaðir og framvísa hreinu sakavottorði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira