Lífið

Serena Williams hefur eignast sitt fyrsta barn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Serena Williams sést hér fagna sigri á Opna ástralska meistaramótinu í janúar síðastliðnum.
Serena Williams sést hér fagna sigri á Opna ástralska meistaramótinu í janúar síðastliðnum. Vísir/AFP
Tennisstjarnan Serena Williams og unnusti hennar, meðstofnandi vefsíðunnar Reddit, Alexis Ohanian, eignuðust sitt fyrsta barn í dag, að því er segir í frétt vefmiðilsins Mashable.

Chris Sheperd, framleiðandi hjá bandarísku fréttastofunni WPBF, flutti fyrstur fregnir af fæðingu barnsins sem hann segir vera stúlku.

Í frétt CBS Miami segir að Williams hafi fætt dóttur sína í dag á spítalanum St. Mary‘s Medical Center í West Palm Beach í Flórída-ríki.

Þá óskaði engin önnur en stórsöngkonan Beyonce vinkonu sinni til hamingju með fæðingu dótturinnar á Instagram-reikningi sínum í dag en færsluna má sjá hér að neðan.

Serena Williams hefur unnið 23 meistaramót í tennis á ferli sínum sem spannar nú nærri þrjá áratugi. Hún er jafnan talin einn farsælasti íþróttamaður í heimi.

Williams og Ohanian í Róm höfuðborg Ítalíu árið 2015 en hið nýfædda stúlkubarn er fyrsta barn skötuhjúanna.

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on


Tengdar fréttir

Serena Willams sigraði systur sína og vann sér sinn 23. titil

Serena ritaði nafn sitt í sögubækurnar með þessum sigri og er því komin fram úr Steffi Graf sem hefur hingað til staðið Serenu framar. Hún er nú aðeins einum titli á eftir Margaret Court sem á metið í sigrum í tennisheiminum með 24 titla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.