Innlent

Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vörurnar sem innköllunin nær til.
Vörurnar sem innköllunin nær til.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum.

Ljóst er að slysahætta getur verið af vörunni en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að tveir eru með alvarlega áverka á auga eftir að hafa opnað Floridana ávaxtasafa í plastflösku með þeim afleiðingum að tappinn skaust í auga þeirra.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur neytendur sem hafa vöruna undir höndum til að farga henni.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Floridana ávaxtasafi, allar bragðtegundir.

Best fyrir: Allar dagsetningar.

Nettómagn: 330 ml og 1 líter.

Umbúðir: Plastflöskur.

Framleiðandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík.

Dreifing: Sölustaðir um land allt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×