Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – þriðji hluti Brandon V. Stracener skrifar 1. september 2017 07:00 Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. Í þetta sinn lítum við á aðra tegund af gagnrýni sem beint hefur verið að stjórnarskrárdrögunum. Menn hafa fundið að þeirri leið sem farin var til þess að semja þau stjórnarskrárdrög, sem nú liggja fyrir Alþingi. Þessi gagnrýni tekur til kvartana yfir þeirri krókaleið sem ferlið lenti í á milli mismunandi opinberra stofnana, enn fremur því hversu opin (eður ei) umræðan og undirbúningsvinnan var, og að ágreiningsatriði hafi verið sniðgengin. Slíkar kvartanir eru lítils virði, enda í andstöðu hver við aðra, en það eitt sýnir að ferlið var í jafnvægi. Ólíkir hópar tóku þátt í ferlinu, og árangurinn varð skjal sem nýtist Íslandi best til að festa í sessi grundvallargildi og grundvallarlöggjöf. Gagnrýnendur stjórnarskrárdraganna benda á ýmsar hindranir sem stjórnarskrárdrögin urðu fyrir í stjórnsýslunni og segja þær sönnun þess að þau séu gölluð. Hæstiréttur Íslands ógilti kjör stjórnlagaþings. Loks var nýtt stjórnlagaráð tilnefnt af Alþingi en ekki kosið. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin var tiltölulega lítil miðað við kjörsókn á Íslandi almennt. Þó sigruðust Íslendingar á öllum þessum hindrunum og þær staðfestu að stjórnarskrárdrögin endurspegla sameiginleg gildi íslensku þjóðarinnar. Hagsmunaaðilar komu líka að málinu. Stjórnlagaþingið þurfti ekki að hefja vinnuna við stjórnarskrárdrögin frá grunni. Tekið var mið af undirbúningsvinnu stjórnlaganefndar, núgildandi stjórnarskrá Íslands og öðrum nýlegum stjórnarskrám. Þáttur Alþingis fólst m.a. í því að samþykkja lög um stjórnlagaþing og tilnefna fulltrúa í stjórnlagaráð. Borgararnir tóku virkan þátt í að semja stjórnarskrárdrögin meðan á ferlinu stóð. Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var aðeins til marks um það að þeir sem sátu heima vísuðu málinu til þeirra sem greiddu atkvæði. Stjórnarskrárdrögin voru samþykkt með 67% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu, og telst það yfirgnæfandi meirihluti hvernig sem á málið er litið.Jafnvægi tryggt Sumir fundu að því að ferlið hefði verið of opið. Aðrir kvörtuðu undan því að það hefði ekki verið nógu opið. Aðfinnslur og kvartanir af þessu tagi eru í andstöðu hvor við aðra. Í upphafi var blásið til almennra kosninga þar sem fólk var valið til þess verks að skrifa nýja stjórnarskrá. Tilteknir einstaklingar voru loks skipaðir til þess að semja heildstæð stjórnarskrárdrög. Þannig þróuðust stjórnarskrárdrögin frá því að vera hópvirkjunarverkefni í það að verða stjórnarskrárdrög stjórnarskrárnefndar, sem tilnefnd var af löggjafanum, og er lokagerðin í höndum sjálfs Alþingis. Þessir áfangar skerptu enn á stjórnarskrárdrögunum, þannig að jafnvægi var tryggt milli opins ferlis og aðkomu sérfræðinga. Allt þetta samþykktu kjósendur sjálfir með yfirgnæfandi meirihluta. Hefði nokkurt ferli getað reynst betur, þrátt fyrir krókaleiðirnar til núverandi draga? Loks hafa sumir kvartað undan því að ágreiningsmál hafi verið sniðgengin og það skorti á að þau hafi verið rædd á sínum tíma, og sé því margt óljóst í stjórnarskrárdrögunum. Nú er það svo, að stjórnarskrá er grundvallarskjal og henni er ætlað að endurspegla viðhorf heillar þjóðar. Stjórnarskrá er ekki svar við öllum spurningum, síst þeim sem eru svo umdeildar að ekki næst um þær samstaða innan hóps sem er mun afmarkaðri en þjóðin sjálf. Þess vegna er löggjöf nauðsynleg. Hlutverk hennar er einmitt að tryggja að umræða fari fram og samstaða myndist. Stjórnarskrá ber að endurspegla þau gildi sem flestir sameinast um. Lög henta betur til þess að leysa úr ágreiningsatriðum. Að því er varðar ofangreindar aðfinnslur og kvartanir eru þær einmitt til marks um hvað ferlið heppnaðist vel, þannig að árangurinn varð stjórnarskrárdrög sem allir hagsmunaaðilar komu að, og sem endurspegla íslensku þjóðina í heild sinni. Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley háskóla.Sjá einnig:Um gæði íslensku stjórnarskrárinnar - fyrsti hlutiUm gæði íslensku stjórnarskrárinnar - annar hluti Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00 Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þetta er þriðja greinin í röð greina eftir þrjá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti við lagadeild háskólans í Berkeley. Þar er gagnrýni á ferlið við gerð nýrrar stjórnarskrár á Íslandi greind og hrakin. Enn fremur er Alþingi hvatt til þess að samþykkja nýju stjórnarskrárdrögin. Í þetta sinn lítum við á aðra tegund af gagnrýni sem beint hefur verið að stjórnarskrárdrögunum. Menn hafa fundið að þeirri leið sem farin var til þess að semja þau stjórnarskrárdrög, sem nú liggja fyrir Alþingi. Þessi gagnrýni tekur til kvartana yfir þeirri krókaleið sem ferlið lenti í á milli mismunandi opinberra stofnana, enn fremur því hversu opin (eður ei) umræðan og undirbúningsvinnan var, og að ágreiningsatriði hafi verið sniðgengin. Slíkar kvartanir eru lítils virði, enda í andstöðu hver við aðra, en það eitt sýnir að ferlið var í jafnvægi. Ólíkir hópar tóku þátt í ferlinu, og árangurinn varð skjal sem nýtist Íslandi best til að festa í sessi grundvallargildi og grundvallarlöggjöf. Gagnrýnendur stjórnarskrárdraganna benda á ýmsar hindranir sem stjórnarskrárdrögin urðu fyrir í stjórnsýslunni og segja þær sönnun þess að þau séu gölluð. Hæstiréttur Íslands ógilti kjör stjórnlagaþings. Loks var nýtt stjórnlagaráð tilnefnt af Alþingi en ekki kosið. Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin var tiltölulega lítil miðað við kjörsókn á Íslandi almennt. Þó sigruðust Íslendingar á öllum þessum hindrunum og þær staðfestu að stjórnarskrárdrögin endurspegla sameiginleg gildi íslensku þjóðarinnar. Hagsmunaaðilar komu líka að málinu. Stjórnlagaþingið þurfti ekki að hefja vinnuna við stjórnarskrárdrögin frá grunni. Tekið var mið af undirbúningsvinnu stjórnlaganefndar, núgildandi stjórnarskrá Íslands og öðrum nýlegum stjórnarskrám. Þáttur Alþingis fólst m.a. í því að samþykkja lög um stjórnlagaþing og tilnefna fulltrúa í stjórnlagaráð. Borgararnir tóku virkan þátt í að semja stjórnarskrárdrögin meðan á ferlinu stóð. Lítil þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni var aðeins til marks um það að þeir sem sátu heima vísuðu málinu til þeirra sem greiddu atkvæði. Stjórnarskrárdrögin voru samþykkt með 67% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu, og telst það yfirgnæfandi meirihluti hvernig sem á málið er litið.Jafnvægi tryggt Sumir fundu að því að ferlið hefði verið of opið. Aðrir kvörtuðu undan því að það hefði ekki verið nógu opið. Aðfinnslur og kvartanir af þessu tagi eru í andstöðu hvor við aðra. Í upphafi var blásið til almennra kosninga þar sem fólk var valið til þess verks að skrifa nýja stjórnarskrá. Tilteknir einstaklingar voru loks skipaðir til þess að semja heildstæð stjórnarskrárdrög. Þannig þróuðust stjórnarskrárdrögin frá því að vera hópvirkjunarverkefni í það að verða stjórnarskrárdrög stjórnarskrárnefndar, sem tilnefnd var af löggjafanum, og er lokagerðin í höndum sjálfs Alþingis. Þessir áfangar skerptu enn á stjórnarskrárdrögunum, þannig að jafnvægi var tryggt milli opins ferlis og aðkomu sérfræðinga. Allt þetta samþykktu kjósendur sjálfir með yfirgnæfandi meirihluta. Hefði nokkurt ferli getað reynst betur, þrátt fyrir krókaleiðirnar til núverandi draga? Loks hafa sumir kvartað undan því að ágreiningsmál hafi verið sniðgengin og það skorti á að þau hafi verið rædd á sínum tíma, og sé því margt óljóst í stjórnarskrárdrögunum. Nú er það svo, að stjórnarskrá er grundvallarskjal og henni er ætlað að endurspegla viðhorf heillar þjóðar. Stjórnarskrá er ekki svar við öllum spurningum, síst þeim sem eru svo umdeildar að ekki næst um þær samstaða innan hóps sem er mun afmarkaðri en þjóðin sjálf. Þess vegna er löggjöf nauðsynleg. Hlutverk hennar er einmitt að tryggja að umræða fari fram og samstaða myndist. Stjórnarskrá ber að endurspegla þau gildi sem flestir sameinast um. Lög henta betur til þess að leysa úr ágreiningsatriðum. Að því er varðar ofangreindar aðfinnslur og kvartanir eru þær einmitt til marks um hvað ferlið heppnaðist vel, þannig að árangurinn varð stjórnarskrárdrög sem allir hagsmunaaðilar komu að, og sem endurspegla íslensku þjóðina í heild sinni. Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley háskóla.Sjá einnig:Um gæði íslensku stjórnarskrárinnar - fyrsti hlutiUm gæði íslensku stjórnarskrárinnar - annar hluti
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. 16. ágúst 2017 06:00
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar