Um er að ræða svokallað PAC-3 eldflaugavarnarkerfi sem hannað er til að skjóta eldflaugar niður í um 20 kílómetra fjarlægð. Japan á 34 slík kerfi en flestum þeirra hefur verið komið fyrir í kringum Tokyo. Fjögur þeirra voru þó flutt til suðurhluta Japan eftir að Norður-Kórea hótaði að skjóta eldflaugum að Gvam, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Eldflaugavarnarkerfi Japan er í raun í tveimur liðum. Fyrsti liðurinn snýr að svokölluðum Aegis-skipum sem ætlað er að skjóta niður eldflaugar í miðju flugi. PAC-3 kerfinu er svo ætlað að skjóta þær flaugar niður sem komast í gegnum varnir Aegis-skipanna.