Brynjar útilokar rannsókn þingnefndar á Bjarna og Sigríði Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2017 20:22 Brynjar gefur lítið fyrir vantraust Viðreisnar á formennsku hans í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Vísir/Vilhelm Viðreisn getur leitað til umboðsmanns Alþingis telji flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra. Þetta segir Brynjar Níelsson sem segir enga þörf á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið eins og Viðreisn vill. Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti ályktun í dag sem fól meðal annars í sér að embættisfærslur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna málefna sem tengjast uppreist æru yrðu rannsakaðar fyrir kosningar. Í samtali við Vísi sagði Þorsteinn Víglundsson, sem verið hefur félagsmálaráðherra, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að sjá um rannsóknina. Vísaði hann þó til gagnrýni á störf Brynjar sem formaður nefndarinnar í tengslum við uppreist æru og sagði að annar nefndarmaður ætti að taka að sér formennsku. Nefndin fór yfir hvernig staðið væri að uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu í sumar. Þar voru gögn sem tengdust uppreist æru Roberts Downey lögð fyrir en þingmenn meirihlutans vildu ekki kynna sér þau.Þorsteinn Víglundsson segir að yfirlýsingar Brynjars um mál sem tengjast uppreist æru hafi ekki aukið traust til hans sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/ErnirSegir ályktun Viðreisnar vanhugsaðaBrynjar vísar þessari gagnrýni á bug í samtali við Vísi og segir enga þörf á rannsókn af þessu tagi. „Það liggur alveg fyrir hver embættisfærslan var. Það þarf ekkert að rannsaka það nánar. Svo geta menn bara haft einhverja skoðun á því,“ segir Brynjar. Þá bendir hann á að engin hefðbundin nefndarstörf verði fyrir kosningar. Þingnefndir muni aðeins fjalla um tiltekin mál ef samstaða næst um það. „Þetta er allt vanhugsað í einhverjum æsingi. Ég held að þau ættu að setjast aðeins niður og hugsa málin betur í Viðreisn. Þau geta beint þessu til umboðsmanns [Alþingis] ef þau vilja,“ segir hann. „Í mínum huga er þetta bara innihaldslaust raus í flokki sem er eiginlega með allt niðrum sig í þessu máli,“ segir Brynjar. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Viðreisn getur leitað til umboðsmanns Alþingis telji flokkurinn þörf á að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra. Þetta segir Brynjar Níelsson sem segir enga þörf á að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið eins og Viðreisn vill. Ráðgjafaráð Viðreisnar samþykkti ályktun í dag sem fól meðal annars í sér að embættisfærslur Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, og Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna málefna sem tengjast uppreist æru yrðu rannsakaðar fyrir kosningar. Í samtali við Vísi sagði Þorsteinn Víglundsson, sem verið hefur félagsmálaráðherra, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætti að sjá um rannsóknina. Vísaði hann þó til gagnrýni á störf Brynjar sem formaður nefndarinnar í tengslum við uppreist æru og sagði að annar nefndarmaður ætti að taka að sér formennsku. Nefndin fór yfir hvernig staðið væri að uppreist æru hjá dómsmálaráðuneytinu í sumar. Þar voru gögn sem tengdust uppreist æru Roberts Downey lögð fyrir en þingmenn meirihlutans vildu ekki kynna sér þau.Þorsteinn Víglundsson segir að yfirlýsingar Brynjars um mál sem tengjast uppreist æru hafi ekki aukið traust til hans sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/ErnirSegir ályktun Viðreisnar vanhugsaðaBrynjar vísar þessari gagnrýni á bug í samtali við Vísi og segir enga þörf á rannsókn af þessu tagi. „Það liggur alveg fyrir hver embættisfærslan var. Það þarf ekkert að rannsaka það nánar. Svo geta menn bara haft einhverja skoðun á því,“ segir Brynjar. Þá bendir hann á að engin hefðbundin nefndarstörf verði fyrir kosningar. Þingnefndir muni aðeins fjalla um tiltekin mál ef samstaða næst um það. „Þetta er allt vanhugsað í einhverjum æsingi. Ég held að þau ættu að setjast aðeins niður og hugsa málin betur í Viðreisn. Þau geta beint þessu til umboðsmanns [Alþingis] ef þau vilja,“ segir hann. „Í mínum huga er þetta bara innihaldslaust raus í flokki sem er eiginlega með allt niðrum sig í þessu máli,“ segir Brynjar.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Viðreisn vill rannsókn á embættisfærslum Bjarna og Sigríðar Flokkurinn vill að niðurstaða rannsóknar á störfum forsætis- og dómsmálaráðherra liggi fyrir áður en landsmenn ganga að kjörborðinu. 17. september 2017 17:09