Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Sergio Aguero sér orðinn að goðsögn hjá félaginu eftir þrennu hans gegn Watford í gær.
Manchester City fór létt með Watford og vann leikinn 6-0 og var Aguero án efa maður leiksins.
„Hann er orðinn goðsögn hjá félaginu,“sagði Guardiola
Guardiola hefur átt það til að setja Aguero á bekkinn bæði á þessari leiktíð og þeirri síðustu og var hann spurður út í það.
„Mér hefur alltaf fundist hann leggja hart að sér, en hann er leikmaður sem ég hvet til þess að spila, ekki bara skora mörk.“
„Ég vil ekki að það séu aðeins 3-4 leikmenn að verjast í liðinu, ég vil að allir verjist og allir taki þátt í sóknarleiknum. Ég vil að allir leikmennirnir í liðinu hreyfi sig í átt að boltanum, og sérstaklega framherjarnir.“
Guardiola: Aguero er orðinn goðsögn

Tengdar fréttir

Fimmtán marka vika hjá City-mönnum | Sjáðu mörkin
Manchester City fullkomnaði frábæra viku með 0-6 útisigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sergio Agüero skoraði þrennu í leiknum.