Bjarni hefur beðist lausnar og starfsstjórn situr áfram Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 16. september 2017 11:30 Bjarni ræðir við blaðamenn eftir fund sinn með Guðna. visir/anton Bjarni Benediktsson hefur lokið fundi með forseta Íslands og beðist lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína, sem forseti hefur fallist á. Bjarni hélt á fund Guðna klukkan ellefu í morgun og stóð fundurinn í tæpar fjörutíu mínútur. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og boðað til kosninga síðar í haust. Bjarni tilkynnti á blaðamannafundi eftir fundinn með forseta Íslands að starfsstjórn komi til með að sitja þar til gengið er til kosninga. Uppfært kl. 12:00Starfsstjórnir eru samkvæmt skilgreiningu skipaðar ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar. Starfsstjórnin sem tekur nú við stjórnartaumnum mun sitja til bráðabirgða þar til gengið verður til kosninga og gegna daglegri stjórn og skyldum. Bjarni sagðist hafa verið í sambandi við Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, um lausnarbeiðni sína. Bjarni sagði að þeir yrðu að meta það sjálfir hvort þeir muni sitja áfram í ríkisstjórn fram að kosningum. Bjarni sagði það vera sitt álit að menn ættu einfaldlega að axla þá ábyrgð. Stefnt er að því að kjósa 4. nóvember að sögn Bjarna og er almenn sátt um það að hans sögn. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fyrirhugaður 3. - 5. nóvember. Spurður hvort flýta eigi landsfundi í ljósi þessa sagði hann að það ætti eftir að skoða það en slík ákvörðun er í höndum miðstjórnar flokksins. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Bjarni Benediktsson hefur lokið fundi með forseta Íslands og beðist lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína, sem forseti hefur fallist á. Bjarni hélt á fund Guðna klukkan ellefu í morgun og stóð fundurinn í tæpar fjörutíu mínútur. Eins og kunnugt er hefur stjórnarsamstarfi verið slitið og boðað til kosninga síðar í haust. Bjarni tilkynnti á blaðamannafundi eftir fundinn með forseta Íslands að starfsstjórn komi til með að sitja þar til gengið er til kosninga. Uppfært kl. 12:00Starfsstjórnir eru samkvæmt skilgreiningu skipaðar ráðherrum fráfarandi ríkisstjórnar. Starfsstjórnin sem tekur nú við stjórnartaumnum mun sitja til bráðabirgða þar til gengið verður til kosninga og gegna daglegri stjórn og skyldum. Bjarni sagðist hafa verið í sambandi við Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé, formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, um lausnarbeiðni sína. Bjarni sagði að þeir yrðu að meta það sjálfir hvort þeir muni sitja áfram í ríkisstjórn fram að kosningum. Bjarni sagði það vera sitt álit að menn ættu einfaldlega að axla þá ábyrgð. Stefnt er að því að kjósa 4. nóvember að sögn Bjarna og er almenn sátt um það að hans sögn. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fyrirhugaður 3. - 5. nóvember. Spurður hvort flýta eigi landsfundi í ljósi þessa sagði hann að það ætti eftir að skoða það en slík ákvörðun er í höndum miðstjórnar flokksins.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira