Enski boltinn

Eiður fékk skemmtilegar afmæliskveðjur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári í leik með Bolton gegn Wimbledon um aldamótin.
Eiður Smári í leik með Bolton gegn Wimbledon um aldamótin. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar 39 ára afmæli sínu í dag.

Vika er síðan Eiður greindi frá því í viðtalsþættinum 1 á 1 að hann hefði lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril.

Bolton Wanderers, Chelsea og Barcelona, þrjú af þeim félögum sem Eiður lék með á ferlinum, sendu honum afmæliskveðju á Twitter í dag.

Bolton deildi myndbandi af marki sem Eiður skoraði í 3-1 sigri liðsins á Blackburn Rovers árið 2000. Þetta var eitt 26 marka sem Eiður skoraði fyrir Bolton.

Chelsea keypti Eið frá Bolton sumarið 2000. Hann lék í sex ár með Chelsea og varð tvívegis enskur meistari með liðinu. Eiður lék alls 261 leiki fyrir Chelsea og skoraði 78 mörk.

Barcelona deildi marki sem Eiður skoraði í 3-2 sigri á Real Betis tímabilið 2008-09. Það tímabil vann Barcelona þrefalt; deild, bikar og Meistaradeild Evrópu.

Hér fyrir neðan má sjá afmæliskveðjurnar sem Eiður fékk.


Tengdar fréttir

Eiður Smári hættur

Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað sinn síðasta keppnisleik á fótboltaferlinum. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×