Eining-Iðja segir það ekki samboðið Rúv að skjóta sér undan ábyrgð vegna fréttaflutnings Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2017 13:29 Fréttaflutningur Rúv af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri hefur vakið mikla athygli. Vísir/GVA Fréttastofa Ríkisútvarpsins þarf ein að axla ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sínum, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu Einingu-Iðju.Yfirlýsingin var birt á vef stéttarfélagsins fyrr í dag en það var gert vegna fréttar Ríkisútvarpsins af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri.Lögmaður veitingastaðurinn sagði við Bylgjuna í síðustu viku að allar líkur væru á því að Ríkisútvarpið yrði dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings af málefnum staðarins. Ríkisútvarpið hafði greint frá því að grunur væri um vinnumansal á staðnum en vinnustaðaeftirlit Einingar-Iðju leiddi í ljós nokkrum dögum síðar að starfsmenn Sjanghæ fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Fréttastofa RÚV sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem málið var rakið en að endingu áréttað að allar þær upplýsingar sem komu fram í fréttinni um málið hefðu komið frá traustum heimildum innan verkalýðshreyfingarinnar sem hafi verið ítrekað staðfestar af verkefnisstjóra vinnustaðaeftirlits Einingar Iðju. Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Rúv, var titluð fyrir þessar yfirlýsingu en í henni kom fram að fréttastofan beri að sjálfsögðu ein ábyrgð á fréttinni og framsetningu hennar. Í yfirlýsingu frá Einingu-Iðju segir stéttarfélagið þó að Rúv hafi að einhverju leyti reynt að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningnum yfir á stéttarfélagið og það sé ekki Ríkisútvarpinu samboðið.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Fréttastofa RÚV þarf ein að axla ábyrgðinaYfirlýsing Einingar-Iðju 15. september 2017Eining-Iðja, eins og önnur stéttarfélög í landinu, fær ár hvert margar ábendingar er varða starfsemi félaga á félagssvæði þess. Ábendingarnar snúa m.a. að launagreiðslum og launatöxtum, skilum á opinberum gjöldum o.fl. Allar slíkar ábendingar fara í ákveðið ferli innan félagsins, samkvæmt lögum og reglum.Ef ákveðið er að fara í formlega heimsókn í félag/fyrirtæki og krefjast gagna er slíkt ávallt tilkynnt til lögreglu – ef eðli ábending/grunur er þess eðlis að um lögbrot gæti verið að ræða.Lykilhugtak í öllum slíkum málum er grunur. Eina markmið stéttarfélagsins er að leiða það fram hvort grunur um misferli eigi við rök að styðjast. Gengið er út frá því við vinnslu mála af þessu tagi að þeir aðilar sem málin varða séu saklausir, þangað til annað kemur í ljós.Frá þeirri meginreglu að allir teljist saklausir uns sekt sannast eru því miður til nokkrar undantekningar – bæði hvað varðar einstaklinga og félög/fyrirtæki. Mynd- og/eða nafnbirtingar áður en sekt sannast eru í öllum tilvikum á ábyrgð þess sem setur þær fram. Oftast er um fjölmiðla að ræða en í seinni tíð einnig einstaklinga á samfélagsmiðlum.Það að fréttamaður Ríkisútvarpsins kaus að flytja frétt af meintu mansali með því að birta mynd af veitingastaðnum, og þar með nafn hans, er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yfirmanna hans og stofnunarinnar í heild sinni. Yfirlýsing fréttastjóra RÚV frá 14. september sl. staðfestir ofangreint því þar kemur orðið grunur þrívegis fyrir og orðið ábending jafnoft hvað varðar afskipti Einingar-Iðju af málinu – og ekkert umfram það. Starfsmenn Einingar-Iðju staðfestu aldrei annað eða meira en að ábending hefði komið fram og að grunur léki á um, að eitthvert misferli ætti sér stað. Rannsókn málsins leiddi í ljós að ábendingin átti ekki við rök að styðjast. Þau gögn sem Eining-Iðja aflaði voru í samræmi við almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum, sbr. niðurstöður þær sem birtar voru á heimasíðu félagsins 5. september 2017.Að reyna að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningi RÚV að einhverju leyti yfir á Einingu-Iðju er Ríkisútvarpinu ekki samboðið. Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Fréttastofa Ríkisútvarpsins þarf ein að axla ábyrgð á ófaglegum vinnubrögðum sínum, segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu Einingu-Iðju.Yfirlýsingin var birt á vef stéttarfélagsins fyrr í dag en það var gert vegna fréttar Ríkisútvarpsins af veitingastaðnum Sjanghæ á Akureyri.Lögmaður veitingastaðurinn sagði við Bylgjuna í síðustu viku að allar líkur væru á því að Ríkisútvarpið yrði dregið fyrir dómstóla vegna fréttaflutnings af málefnum staðarins. Ríkisútvarpið hafði greint frá því að grunur væri um vinnumansal á staðnum en vinnustaðaeftirlit Einingar-Iðju leiddi í ljós nokkrum dögum síðar að starfsmenn Sjanghæ fá greitt samkvæmt kjarasamningum og launatöxtum sem gilda á veitingahúsum.Fréttastofa RÚV sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem málið var rakið en að endingu áréttað að allar þær upplýsingar sem komu fram í fréttinni um málið hefðu komið frá traustum heimildum innan verkalýðshreyfingarinnar sem hafi verið ítrekað staðfestar af verkefnisstjóra vinnustaðaeftirlits Einingar Iðju. Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Rúv, var titluð fyrir þessar yfirlýsingu en í henni kom fram að fréttastofan beri að sjálfsögðu ein ábyrgð á fréttinni og framsetningu hennar. Í yfirlýsingu frá Einingu-Iðju segir stéttarfélagið þó að Rúv hafi að einhverju leyti reynt að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningnum yfir á stéttarfélagið og það sé ekki Ríkisútvarpinu samboðið.Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Fréttastofa RÚV þarf ein að axla ábyrgðinaYfirlýsing Einingar-Iðju 15. september 2017Eining-Iðja, eins og önnur stéttarfélög í landinu, fær ár hvert margar ábendingar er varða starfsemi félaga á félagssvæði þess. Ábendingarnar snúa m.a. að launagreiðslum og launatöxtum, skilum á opinberum gjöldum o.fl. Allar slíkar ábendingar fara í ákveðið ferli innan félagsins, samkvæmt lögum og reglum.Ef ákveðið er að fara í formlega heimsókn í félag/fyrirtæki og krefjast gagna er slíkt ávallt tilkynnt til lögreglu – ef eðli ábending/grunur er þess eðlis að um lögbrot gæti verið að ræða.Lykilhugtak í öllum slíkum málum er grunur. Eina markmið stéttarfélagsins er að leiða það fram hvort grunur um misferli eigi við rök að styðjast. Gengið er út frá því við vinnslu mála af þessu tagi að þeir aðilar sem málin varða séu saklausir, þangað til annað kemur í ljós.Frá þeirri meginreglu að allir teljist saklausir uns sekt sannast eru því miður til nokkrar undantekningar – bæði hvað varðar einstaklinga og félög/fyrirtæki. Mynd- og/eða nafnbirtingar áður en sekt sannast eru í öllum tilvikum á ábyrgð þess sem setur þær fram. Oftast er um fjölmiðla að ræða en í seinni tíð einnig einstaklinga á samfélagsmiðlum.Það að fréttamaður Ríkisútvarpsins kaus að flytja frétt af meintu mansali með því að birta mynd af veitingastaðnum, og þar með nafn hans, er að öllu leyti hans ákvörðun og þar með á hans ábyrgð, yfirmanna hans og stofnunarinnar í heild sinni. Yfirlýsing fréttastjóra RÚV frá 14. september sl. staðfestir ofangreint því þar kemur orðið grunur þrívegis fyrir og orðið ábending jafnoft hvað varðar afskipti Einingar-Iðju af málinu – og ekkert umfram það. Starfsmenn Einingar-Iðju staðfestu aldrei annað eða meira en að ábending hefði komið fram og að grunur léki á um, að eitthvert misferli ætti sér stað. Rannsókn málsins leiddi í ljós að ábendingin átti ekki við rök að styðjast. Þau gögn sem Eining-Iðja aflaði voru í samræmi við almenna kjarasamninga og launataxta sem gilda á veitingahúsum, sbr. niðurstöður þær sem birtar voru á heimasíðu félagsins 5. september 2017.Að reyna að skjóta ábyrgðinni af fréttaflutningi RÚV að einhverju leyti yfir á Einingu-Iðju er Ríkisútvarpinu ekki samboðið. Fréttastofa þess þarf ein að axla ábyrgð af ófaglegum vinnubrögðum sínum.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira