Shkreli í steininn fyrir tíst um Hillary Clinton Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2017 10:32 Verjendur Shkreli segja að hann segi heimskulega hluti á netinu. Það þýði þó ekki að hann sé ofbeldishneigður. Vísir/AFP Dómari í New York sendi Martin Shkreli, sem nefndur hefur verið hataðasti maður internetsins, í fangelsi. Shkreli hafði verið lausn gegn tryggingu en áreiti hans í garð kvenna á netinu og furðulegt tilboð sem varðaði Hillary Clinton varð til þess að tryggingin var afturkölluð. Shkreli var sakfelldur fyrir fjársvik í síðasta mánuði. Hann varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðslurétt á alnæmislyfi og hækkaði verðið umsvifalaust um rúm 5.000% árið 2015. Hann bíður nú ákvörðun refsingar vegna fjársvikamálsins en hefur gengið laus þar sem hann greidd fimm milljón dollara tryggingu. Saksóknarar í málinu kröfðust þess hins vegar að tryggingin yrði afturkölluð vegna þess að framferði Shkreli ógnaði samfélaginu, að sögn Washington Post. Shkreli hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eftir að hann var sakfelldur. Lofaði hann meðal annars hverjum þeim sem færði honum lokk úr hári Hillary Clinton með hársekk 5.000 dollara verðlaunum á Twitter. Sagðist hann vilja gera DNA-samanburð á því og lífsýni sem hann sagðist hafa úr henni.Dómarinn sá ekki húmorinn í tístinuÍ skriflegri afsökunarbeiðni sagði Shkreli ekki hafa gert ráð fyrir að nokkur tæki ummæli hans á netinu alvarlega. Dómaranum var hins vegar ekki skemmt. „Hvað er fyndið við þetta? Hann veit ekki hverjir fylgjendur hans eru. Hann veit ekki hvort að einhver muni taka tilboðinu alvarlega. Hann er að fara fram á árás á aðra manneskju fyrir 5.000 dollara,“ sagði dómarinn. Leyniþjónusta Bandaríkjanna jók öryggisgæslu sína í kringum Clinton sem er nú að kynna nýútkomna bók sína. Leitaði hún einnig eftir viðtali við Shkreli vegna tístsins. Vegna uppátækja sinna þarf Shkreli nú að dúsa í hámarksöryggisfangelsi þar sem refsing hans verður ákveðin í janúar. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Tengdar fréttir Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15 Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57 Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Dómari í New York sendi Martin Shkreli, sem nefndur hefur verið hataðasti maður internetsins, í fangelsi. Shkreli hafði verið lausn gegn tryggingu en áreiti hans í garð kvenna á netinu og furðulegt tilboð sem varðaði Hillary Clinton varð til þess að tryggingin var afturkölluð. Shkreli var sakfelldur fyrir fjársvik í síðasta mánuði. Hann varð frægur að endemum þegar hann keypti framleiðslurétt á alnæmislyfi og hækkaði verðið umsvifalaust um rúm 5.000% árið 2015. Hann bíður nú ákvörðun refsingar vegna fjársvikamálsins en hefur gengið laus þar sem hann greidd fimm milljón dollara tryggingu. Saksóknarar í málinu kröfðust þess hins vegar að tryggingin yrði afturkölluð vegna þess að framferði Shkreli ógnaði samfélaginu, að sögn Washington Post. Shkreli hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum eftir að hann var sakfelldur. Lofaði hann meðal annars hverjum þeim sem færði honum lokk úr hári Hillary Clinton með hársekk 5.000 dollara verðlaunum á Twitter. Sagðist hann vilja gera DNA-samanburð á því og lífsýni sem hann sagðist hafa úr henni.Dómarinn sá ekki húmorinn í tístinuÍ skriflegri afsökunarbeiðni sagði Shkreli ekki hafa gert ráð fyrir að nokkur tæki ummæli hans á netinu alvarlega. Dómaranum var hins vegar ekki skemmt. „Hvað er fyndið við þetta? Hann veit ekki hverjir fylgjendur hans eru. Hann veit ekki hvort að einhver muni taka tilboðinu alvarlega. Hann er að fara fram á árás á aðra manneskju fyrir 5.000 dollara,“ sagði dómarinn. Leyniþjónusta Bandaríkjanna jók öryggisgæslu sína í kringum Clinton sem er nú að kynna nýútkomna bók sína. Leitaði hún einnig eftir viðtali við Shkreli vegna tístsins. Vegna uppátækja sinna þarf Shkreli nú að dúsa í hámarksöryggisfangelsi þar sem refsing hans verður ákveðin í janúar. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi.
Tengdar fréttir Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15 Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57 Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Martin Shkreli fundinn sekur um fjársvik Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis sem hækkaði verð á alnæmislyfi upp úr öllu valdi, hefur verið dæmdur fyrir fjársvik. 4. ágúst 2017 20:15
Shkreli selur Wu-Tang plötuna einstöku á Ebay Martin Shkreli, fyrrverandi forstjóri lyfjafyrirtækis og maðurinn sem kallaðir hefur verið hataðasti maður internetsins hefur sett eintak sitt af eintakri Wu-Tang plötu til sölu á Ebay. 9. september 2017 10:57
Fjársvikamál Shkreli lagt í dóm Hataðasti maður internetsins, Martin Shkreli, bíður nú dóms í fjársvikamáli. Hann gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist verði hann fundinn sekur. 31. júlí 2017 17:36