Kvöldverðarfundur í Hvíta húsinu skilaði samkomulagi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2017 06:12 Þetta er í annað sinn sem Donald Trump nær samkomulagi við demókrata á skömmum tíma, þvert á óskir eigin flokksmanna. Vísir/Getty Tveir háttskrifaðir demókratar segja flokk þeirra hafa náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Áætlunin felur í sér vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn en Trump lýsti því yfir í upphafi mánaðarins að að hún yrði afnumin í stjórnartíð hans. Það hefði sett líf þeirra 800 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Eftir kvöldverðarfund í Hvíta húsinu í gær tilkynntu Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, að í samkomulaginu fælist ekki einungis framhald á DACA heldur jafnframt að hinn umdeildi veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós yrði sleginn af borðinu í bili. Þess í stað hefðu náðst sættir um umfangsmiklar aðgerðir í landamæramálum sem bæði Bandaríkjaforseti, sem lengi hefur talað fyrir veggnum, og Demókratar gætu sætt sig við.Chuck Schumer stendur hér í pontu merktri baráttunni gegn afnámi DACA. Honum á hægri hönd er Nancy Pelosi.Vísir/gettyDemókratar hafa ítrekað sagt að þeir munu aldrei samþykkja nein fjárlög eða aðrar fjárveitingar sem hjálpa veggnum rísa. Tilkynning frá Hvíta húsinu eftir fundinn var þó aðeins hófstilltari að sögn BBC. Þar kom einungis fram að skatta- og landamæramál hafi verið rædd ásamt DACA. Talsmaður Hvíta hússins sagði á Twitter-síðu sinni í gær að þó vissulega hafi verið rætt um DACA og landamæramál hafi ekkert samkomulag náðst um vegginn á fundinum í gær. Aðstoðarmaður Schumer svaraði henni á Twitter og benti á að forsetinn myndi áfram berjast fyrir veggnum en hann væri þó ekki hluti af þessu samkomulagi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Trump semur við demókrata. Þannig náðu þeir saman í síðustu viku um tímabundna hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna til 8. desember næstkomandi. Repúblikanar, flokksmenn forsetans, vildu hins vegar kaupa sér meiri tíma fyrir þingkosningarnar næsta vor. Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Tveir háttskrifaðir demókratar segja flokk þeirra hafa náð samkomulagi við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áframhaldandi tilvist DACA-áætlunarinnar svokölluðu. Áætlunin felur í sér vernd fyrir fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn en Trump lýsti því yfir í upphafi mánaðarins að að hún yrði afnumin í stjórnartíð hans. Það hefði sett líf þeirra 800 þúsund einstaklinga sem fengið hafa atvinnuleyfi í Bandaríkjanum til tveggja ára í uppnám. Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom áætluninni til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Eftir kvöldverðarfund í Hvíta húsinu í gær tilkynntu Nanci Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar minnihlutanna í fulltrúadeildinni og öldungaráðinu, að í samkomulaginu fælist ekki einungis framhald á DACA heldur jafnframt að hinn umdeildi veggur á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkós yrði sleginn af borðinu í bili. Þess í stað hefðu náðst sættir um umfangsmiklar aðgerðir í landamæramálum sem bæði Bandaríkjaforseti, sem lengi hefur talað fyrir veggnum, og Demókratar gætu sætt sig við.Chuck Schumer stendur hér í pontu merktri baráttunni gegn afnámi DACA. Honum á hægri hönd er Nancy Pelosi.Vísir/gettyDemókratar hafa ítrekað sagt að þeir munu aldrei samþykkja nein fjárlög eða aðrar fjárveitingar sem hjálpa veggnum rísa. Tilkynning frá Hvíta húsinu eftir fundinn var þó aðeins hófstilltari að sögn BBC. Þar kom einungis fram að skatta- og landamæramál hafi verið rædd ásamt DACA. Talsmaður Hvíta hússins sagði á Twitter-síðu sinni í gær að þó vissulega hafi verið rætt um DACA og landamæramál hafi ekkert samkomulag náðst um vegginn á fundinum í gær. Aðstoðarmaður Schumer svaraði henni á Twitter og benti á að forsetinn myndi áfram berjast fyrir veggnum en hann væri þó ekki hluti af þessu samkomulagi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Trump semur við demókrata. Þannig náðu þeir saman í síðustu viku um tímabundna hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna til 8. desember næstkomandi. Repúblikanar, flokksmenn forsetans, vildu hins vegar kaupa sér meiri tíma fyrir þingkosningarnar næsta vor.
Donald Trump Tengdar fréttir Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24 Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Bæði repúblikanar og demókratar höfðu biðlað til Trump um að afnema ekki vernd sem fólk sem var flutt sem börn til Bandaríkjanna hafa notið gegn brottvísunum. 5. september 2017 15:24
Obama gagnrýnir Trump harðlega fyrir afnám DACA-áætluninnar Trump varði ákvörðun sína í dag og sagði að bandarískar verkamannafjölskyldur þyrftu að vera í forgangi. 5. september 2017 21:44