Hallbera: Byrjum með hreint blað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2017 08:00 Hallbera og stöllur hennar í íslenska landsliðinu taka á móti Færeyingum á mánudaginn. vísir/ernir „Það er alltaf gaman að koma heim og spila á Laugardalsvelli. Við erum að byrja nýja keppni og byrjum með hreint blað,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær. Íslenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Færeyjum í undankeppni HM á mánudaginn. Þetta er fyrsti leikur stelpnanna okkar eftir vonbrigðin á EM í sumar. „Þetta er ekki auðveldur riðill þótt hann líti út fyrir að vera það. Við þurfum að spila mjög vel til að ná 2. sætinu. Auðvitað erum Þjóðverjarnir líklegir til að taka 1. sætið. Við þurfum að klára svona leiki eins og á mánudaginn. Það er klárt mál,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland ekki leik á EM í Hollandi. Hallbera segir að það hafi tekið tíma að hrista vonbrigðin af sér. „Það tók smá stund. En það hjálpaði að fara aftur til félagsliðsins og byrja að spila þar. Þá jafnaði maður sig á þessu. Við erum búnar að loka þessum kafla og ég held að allir hlakki til að byrja á nýju móti,“ sagði Hallbera. Skagakonan leikur með Djurgården sem situr í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Hún segir að staða liðsins sé nokkuð góð. „Það hefur ekkert gengið alltof vel undanfarin ár svo 4. sætið er flott eins og er. Við höfum verið á góðu róli að undanförnu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera sem kveðst ánægð með dvölina í Svíþjóð. En vill hún vera áfram hjá Djurgården, eða halda áfram í atvinnumennsku. „Ég þarf að skoða hvað ég geri. Ég þarf bara að fara að huga að framtíðinni, hvort ég fari að vinna eða ekki. En það er frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum. Ég skoða málin eftir tímabilið,“ sagði Hallbera að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
„Það er alltaf gaman að koma heim og spila á Laugardalsvelli. Við erum að byrja nýja keppni og byrjum með hreint blað,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í gær. Íslenska liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir leikinn gegn Færeyjum í undankeppni HM á mánudaginn. Þetta er fyrsti leikur stelpnanna okkar eftir vonbrigðin á EM í sumar. „Þetta er ekki auðveldur riðill þótt hann líti út fyrir að vera það. Við þurfum að spila mjög vel til að ná 2. sætinu. Auðvitað erum Þjóðverjarnir líklegir til að taka 1. sætið. Við þurfum að klára svona leiki eins og á mánudaginn. Það er klárt mál,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland ekki leik á EM í Hollandi. Hallbera segir að það hafi tekið tíma að hrista vonbrigðin af sér. „Það tók smá stund. En það hjálpaði að fara aftur til félagsliðsins og byrja að spila þar. Þá jafnaði maður sig á þessu. Við erum búnar að loka þessum kafla og ég held að allir hlakki til að byrja á nýju móti,“ sagði Hallbera. Skagakonan leikur með Djurgården sem situr í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Hún segir að staða liðsins sé nokkuð góð. „Það hefur ekkert gengið alltof vel undanfarin ár svo 4. sætið er flott eins og er. Við höfum verið á góðu róli að undanförnu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Hallbera sem kveðst ánægð með dvölina í Svíþjóð. En vill hún vera áfram hjá Djurgården, eða halda áfram í atvinnumennsku. „Ég þarf að skoða hvað ég geri. Ég þarf bara að fara að huga að framtíðinni, hvort ég fari að vinna eða ekki. En það er frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum. Ég skoða málin eftir tímabilið,“ sagði Hallbera að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Freyr: Reynir á liðið andlega eftir rússíbanann í sumar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því færeyska í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á mánudaginn. 13. september 2017 19:00