„Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. september 2017 20:00 Katrín Jakobsdóttir formanni Vinstri grænna var tíðrætt um fátækt og misskiptingu í ræðu sinni í kvöld. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf ræðu sína á Alþingi í kvöld á því að ræða að rök megi færa fyrir því að ríkidæmi okkar sé tungumálið og náttúruauðlindirnar. Umræður voru um stefnuræðu forsætisráðherra og sagði Katrín meðal annars að hún hafi áhyggjur af því að þrátt fyrir efnahagslegan uppgang vanti dálítið upp á sameiginlegan skilning á því hvað felst í samfélagi. „Ég hef áhyggjur að því að of margir séu beðnir að bíða eftir réttlætinu.“ Sagði hún að stjórnmálamenn þurfi að vera reiðurbúnir til þess að beita sér stöðugt fyrir réttlætinu og breyta kerfinu ef það þurfi til, annars væri hætta á að traust fólks á hinu lýðræðislega samfélagi dvíni. Draga þarf úr misskiptingu Katrín sagði að hér á landi þurfi stjórnvöld sem séu reiðubúin til þess að bregðast við því að ríkustu tíu prósentin á Íslandi eigi þrjá fjórðu alls auðs í landinu. „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt. Um það hefur ekki verið eining hér á Alþingi þó að sumir stjórnmálamenn tali eins og hér séu allir sammála um tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins. En í raun höfum við ekki verið sammála um að skattkerfið eigi að tryggja jöfnuð.“ Katrín sagði að vaxandi misskipting auðsins spretti beinlínis af pólitískum ákvörðunum sem hingað til hafi verið þær að ekki megi skattleggja auðinn, ekki megi skattleggja fjármagnseigendur eins og venjulegt launafólk og ekki megi setja sérstakt hátekjuþrep á verulega háar tekjur. „Eins og þær sem skila sér í kaupaukagreiðslum sem margir þingmenn flytja vandlætingarræður um en heykjast svo á að taka á í gegnum skattkerfið.“ Hún sagði að það sama megi segja um bótakerfin, vaxtabætur og barnabætur sem nýtist æ færri. „Á bak við það eru líka pólitískar ákvarðanir sem hafa ekki miðað að því að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu, heldur þvert á móti. Hér þarf stjórnvöld sem eru reiðubúin að taka pólitískar ákvarðanir til að útrýma fátækt og draga um leið úr misskiptingu.“ Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf ræðu sína á Alþingi í kvöld á því að ræða að rök megi færa fyrir því að ríkidæmi okkar sé tungumálið og náttúruauðlindirnar. Umræður voru um stefnuræðu forsætisráðherra og sagði Katrín meðal annars að hún hafi áhyggjur af því að þrátt fyrir efnahagslegan uppgang vanti dálítið upp á sameiginlegan skilning á því hvað felst í samfélagi. „Ég hef áhyggjur að því að of margir séu beðnir að bíða eftir réttlætinu.“ Sagði hún að stjórnmálamenn þurfi að vera reiðurbúnir til þess að beita sér stöðugt fyrir réttlætinu og breyta kerfinu ef það þurfi til, annars væri hætta á að traust fólks á hinu lýðræðislega samfélagi dvíni. Draga þarf úr misskiptingu Katrín sagði að hér á landi þurfi stjórnvöld sem séu reiðubúin til þess að bregðast við því að ríkustu tíu prósentin á Íslandi eigi þrjá fjórðu alls auðs í landinu. „Hér á Íslandi þarf stjórnvöld sem treysta sér til að útrýma fátækt. Um það hefur ekki verið eining hér á Alþingi þó að sumir stjórnmálamenn tali eins og hér séu allir sammála um tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins. En í raun höfum við ekki verið sammála um að skattkerfið eigi að tryggja jöfnuð.“ Katrín sagði að vaxandi misskipting auðsins spretti beinlínis af pólitískum ákvörðunum sem hingað til hafi verið þær að ekki megi skattleggja auðinn, ekki megi skattleggja fjármagnseigendur eins og venjulegt launafólk og ekki megi setja sérstakt hátekjuþrep á verulega háar tekjur. „Eins og þær sem skila sér í kaupaukagreiðslum sem margir þingmenn flytja vandlætingarræður um en heykjast svo á að taka á í gegnum skattkerfið.“ Hún sagði að það sama megi segja um bótakerfin, vaxtabætur og barnabætur sem nýtist æ færri. „Á bak við það eru líka pólitískar ákvarðanir sem hafa ekki miðað að því að auka jöfnuð og draga úr misskiptingu, heldur þvert á móti. Hér þarf stjórnvöld sem eru reiðubúin að taka pólitískar ákvarðanir til að útrýma fátækt og draga um leið úr misskiptingu.“
Alþingi Tengdar fréttir Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00 Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 19:30 þegar Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræða sína. 13. september 2017 19:00
Forsætisráðherra segir vinnumarkaðslíkanið á Íslandi ónýtt Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, flutti stefnuræðu sína fyrir komandi þingvetur á Alþingi upp úr klukkan hálfátta í kvöld. 13. september 2017 20:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent