Prófsteinn á stjórnarsamstarfið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. september 2017 06:00 Ríkisráð kom saman á Bessastöðum í gær og Alþingi verður sett í dag. Búist er við átakavetri. vísir/stefán Alþingi kemur saman í dag. Viðmælendur Fréttablaðsins búast við átakavetri. Fyrstu fjárlög sitjandi ríkisstjórnar verða lögð fram á fimmtudaginn, en fjárlög yfirstandandi árs voru afgreidd áður en ríkisstjórnin var mynduð. „Þessi fjárlög hljóta að verða prófsteinn á stjórnarsamstarfið og hvort það haldi, því hún hefur aldrei farið í gegnum fjárlög saman, þessi ríkisstjórn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um ástand og horfur við upphaf þings. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í svipaðan streng. „Þetta verður fyrsti heili þingvetur ríkisstjórnarinnar og það mun því reyna meira á hana og hún getur ekki skýlt sér á bak við að hún sé nýtekin við,“ segir Birgir.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/auðunnMarkmiðið er uppgangur „Það er viðfangsefni ríkisstjórnarinnar í heild að standa þannig að ríkisfjármálum að við getum vænst áframhaldandi uppgangs í stað þess að lenda í einhverjum spíral niður á við,“ segir Birgir og bendir á að það geti verið meiri vandi að stjórna ríkisfjármálum þegar vel árar en þegar herðir að. Birgir bendir einnig á viðkvæma stöðu í kjaramálum og gera megi ráð fyrir að þau verði rædd á þinginu í vetur. „Það ræður miklu um þann árangur sem stjórnin getur náð í efnahagsmálum að vel takist til á vettvangi kjaramála,“ segir hann.Vantar 18 milljarða króna Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var samþykkt síðastliðið vor án þess að fyllt væri upp í það skarð sem myndaðist þegar fallið var frá því að setja ferðaþjónustuna upp í almenna virðisaukaskattsþrepið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bíða þess nú að sjá hvernig fyllt verður í það skarð og búa sig undir átök um ríkisfjármálin í haust. „Stjórnarflokkarnir eru með 18 milljarða óleysta á milli sín og við sjáum væntanlega hvernig þeir ætla að leysa það þegar bandormurinn kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, og bætir við: „Fjármálaráðherra og hans flokkur vildi sækja þetta til ferðaþjónustunnar en flokkur forsætisráðherra vildi það ekki og þess vegna var fallið frá því. Talað var um að úr þessu yrði skorið í haust. Þannig að við munum væntanlega sjá það þegar fjárlögin verða lögð fram hvernig það verði leyst.“ Undir þetta tekur Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann telur að stjórnin muni líka eiga erfitt með landbúnaðarmálin, sjávarútvegsmálin og Evrópumálin. Fleiri nefna landbúnaðarmál. Sérstaklega vanda sauðfjárbænda sem Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að stjórninni gæti orðið skeinuhættur. „Mér sýnist hann gæti vafist fyrir stjórnarsamstarfinu svona miðað við yfirlýsingar sem menn eru að gefa.“Kosningavetur fram undan Kosið verður til sveitarstjórna næsta vor og eiga menn von á að það muni setja nokkurn svip á seinni hluta þingvetrarins. „Auðvitað hefur það alltaf ákveðin áhrif á störf þingsins. Þá má vænta þess að flokkarnir á þinginu reyni eftir bestu getu að stilla sér þannig upp og haga málflutningi sínum þannig að það nýtist samherjum þeirra á sveitarstjórnarstiginu og búast má við því að það verði meira áberandi eftir því sem nær dregur,“ segir Birgir. Grétar Þór á þó helst von á því að borgarmálin geti haft áhrif í þinginu. „Þróun mála í Reykjavík og kosningabaráttan þar gæti farið að hafa áhrif eftir áramót,“ segir Grétar og nefnir einnig að staðan í Reykjanesbæ og pólitíkin þar geti haft áhrif inn í þing vegna þeirrar stöðu sem þar hefur verið uppi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Alþingi kemur saman í dag. Viðmælendur Fréttablaðsins búast við átakavetri. Fyrstu fjárlög sitjandi ríkisstjórnar verða lögð fram á fimmtudaginn, en fjárlög yfirstandandi árs voru afgreidd áður en ríkisstjórnin var mynduð. „Þessi fjárlög hljóta að verða prófsteinn á stjórnarsamstarfið og hvort það haldi, því hún hefur aldrei farið í gegnum fjárlög saman, þessi ríkisstjórn,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um ástand og horfur við upphaf þings. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í svipaðan streng. „Þetta verður fyrsti heili þingvetur ríkisstjórnarinnar og það mun því reyna meira á hana og hún getur ekki skýlt sér á bak við að hún sé nýtekin við,“ segir Birgir.Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.vísir/auðunnMarkmiðið er uppgangur „Það er viðfangsefni ríkisstjórnarinnar í heild að standa þannig að ríkisfjármálum að við getum vænst áframhaldandi uppgangs í stað þess að lenda í einhverjum spíral niður á við,“ segir Birgir og bendir á að það geti verið meiri vandi að stjórna ríkisfjármálum þegar vel árar en þegar herðir að. Birgir bendir einnig á viðkvæma stöðu í kjaramálum og gera megi ráð fyrir að þau verði rædd á þinginu í vetur. „Það ræður miklu um þann árangur sem stjórnin getur náð í efnahagsmálum að vel takist til á vettvangi kjaramála,“ segir hann.Vantar 18 milljarða króna Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var samþykkt síðastliðið vor án þess að fyllt væri upp í það skarð sem myndaðist þegar fallið var frá því að setja ferðaþjónustuna upp í almenna virðisaukaskattsþrepið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bíða þess nú að sjá hvernig fyllt verður í það skarð og búa sig undir átök um ríkisfjármálin í haust. „Stjórnarflokkarnir eru með 18 milljarða óleysta á milli sín og við sjáum væntanlega hvernig þeir ætla að leysa það þegar bandormurinn kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, og bætir við: „Fjármálaráðherra og hans flokkur vildi sækja þetta til ferðaþjónustunnar en flokkur forsætisráðherra vildi það ekki og þess vegna var fallið frá því. Talað var um að úr þessu yrði skorið í haust. Þannig að við munum væntanlega sjá það þegar fjárlögin verða lögð fram hvernig það verði leyst.“ Undir þetta tekur Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann telur að stjórnin muni líka eiga erfitt með landbúnaðarmálin, sjávarútvegsmálin og Evrópumálin. Fleiri nefna landbúnaðarmál. Sérstaklega vanda sauðfjárbænda sem Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að stjórninni gæti orðið skeinuhættur. „Mér sýnist hann gæti vafist fyrir stjórnarsamstarfinu svona miðað við yfirlýsingar sem menn eru að gefa.“Kosningavetur fram undan Kosið verður til sveitarstjórna næsta vor og eiga menn von á að það muni setja nokkurn svip á seinni hluta þingvetrarins. „Auðvitað hefur það alltaf ákveðin áhrif á störf þingsins. Þá má vænta þess að flokkarnir á þinginu reyni eftir bestu getu að stilla sér þannig upp og haga málflutningi sínum þannig að það nýtist samherjum þeirra á sveitarstjórnarstiginu og búast má við því að það verði meira áberandi eftir því sem nær dregur,“ segir Birgir. Grétar Þór á þó helst von á því að borgarmálin geti haft áhrif í þinginu. „Þróun mála í Reykjavík og kosningabaráttan þar gæti farið að hafa áhrif eftir áramót,“ segir Grétar og nefnir einnig að staðan í Reykjanesbæ og pólitíkin þar geti haft áhrif inn í þing vegna þeirrar stöðu sem þar hefur verið uppi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira