Einar: Fannst þér Bjarki ekki góður? Benedikt Grétarsson skrifar 10. september 2017 22:11 Einar var sáttur með stigin tvö. vísir/anton „Þetta var virkilega kærkomið, það er óhætt að segja það,“ sagði afar sáttur Einar Jónsson eftir sigurleik Stjörnunnar gegn Selfossi í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Stjarnan vann 29-26 og byrjar mótið af krafti. Eftir góðan fyrri hálfleik, lentu lærisveinar Einars í basli í uphafi seinni hálfleiks gegn framliggjandi vörn Selfyssinga. „Já, það tók okkur smá tíma að átta okkur. Við höfum ekkert verið að undirbúa okkur rosalega mikið gegn þessari vörn. Þeir hafa verið að spila önnur varnarafbrigði en þetta er bara flott lið og þeir komu hrikalega grimmir út í seinni hálfleikinn og slógu okkur aðeins út af laginu. Við héldum hins vegar haus, kláruðum leikinn og ég er hrikalega ánægður með það.“ „Fyrri hálfleikurinn var bara frábær. Bæði vörn og markvarsla voru mjög góð og sóknarlega erum við mjög beittir og skorum 17 mörk. Síðasta korterið er líka gott. Þá komum við sterkir til baka eftir að þeir keyra hrikalega á okkur og gera atlögu. Við náum að vinna okkur aftur upp í 4-5 marka forystu og það klárar leikinn. Þetta Selfoss lið er hrikalega gott og það er virkilega ánægjulegt að hafa náð að vinna þá.“ Blaðamaður minnist sérstaklega á frammistöðu Ara Magnúsar Þorgeirssonar og Sveinbjörns Péturssonar og fær umsvifalaust létta pillu frá Einari fyrir að gleyma varnarjaxlinum Bjarka Má Gunnarssyni. „Fannst þér sem sagt Bjarki ekki góður í vörninni? Hann var líka frábær. Liðsheildin var bara góð. Við lendum í meiðslum og þurfum að rótera aðeins. Við erum að bregðast mjög vel við, margir að spila og margir að skila virkilega góðu hlutverki. Menn eru búnir að tala ansi mikið um að þessi deild verði svakaleg og þetta er örugglega eitthvað sem koma skal. Ég vona bara að fólk hafi skemmt sér og notið þess að horfa á þennan leik.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 29-26 | Garðbæingar byrja tímabilið á sigri Garðbæingar litu vel út í opnunarleik Olís-deildarinnar en þeir leiddu um tíma með átta mörkum í sannfærandi sigri gegn Selfyssingum. 10. september 2017 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
„Þetta var virkilega kærkomið, það er óhætt að segja það,“ sagði afar sáttur Einar Jónsson eftir sigurleik Stjörnunnar gegn Selfossi í fyrstu umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Stjarnan vann 29-26 og byrjar mótið af krafti. Eftir góðan fyrri hálfleik, lentu lærisveinar Einars í basli í uphafi seinni hálfleiks gegn framliggjandi vörn Selfyssinga. „Já, það tók okkur smá tíma að átta okkur. Við höfum ekkert verið að undirbúa okkur rosalega mikið gegn þessari vörn. Þeir hafa verið að spila önnur varnarafbrigði en þetta er bara flott lið og þeir komu hrikalega grimmir út í seinni hálfleikinn og slógu okkur aðeins út af laginu. Við héldum hins vegar haus, kláruðum leikinn og ég er hrikalega ánægður með það.“ „Fyrri hálfleikurinn var bara frábær. Bæði vörn og markvarsla voru mjög góð og sóknarlega erum við mjög beittir og skorum 17 mörk. Síðasta korterið er líka gott. Þá komum við sterkir til baka eftir að þeir keyra hrikalega á okkur og gera atlögu. Við náum að vinna okkur aftur upp í 4-5 marka forystu og það klárar leikinn. Þetta Selfoss lið er hrikalega gott og það er virkilega ánægjulegt að hafa náð að vinna þá.“ Blaðamaður minnist sérstaklega á frammistöðu Ara Magnúsar Þorgeirssonar og Sveinbjörns Péturssonar og fær umsvifalaust létta pillu frá Einari fyrir að gleyma varnarjaxlinum Bjarka Má Gunnarssyni. „Fannst þér sem sagt Bjarki ekki góður í vörninni? Hann var líka frábær. Liðsheildin var bara góð. Við lendum í meiðslum og þurfum að rótera aðeins. Við erum að bregðast mjög vel við, margir að spila og margir að skila virkilega góðu hlutverki. Menn eru búnir að tala ansi mikið um að þessi deild verði svakaleg og þetta er örugglega eitthvað sem koma skal. Ég vona bara að fólk hafi skemmt sér og notið þess að horfa á þennan leik.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 29-26 | Garðbæingar byrja tímabilið á sigri Garðbæingar litu vel út í opnunarleik Olís-deildarinnar en þeir leiddu um tíma með átta mörkum í sannfærandi sigri gegn Selfyssingum. 10. september 2017 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 29-26 | Garðbæingar byrja tímabilið á sigri Garðbæingar litu vel út í opnunarleik Olís-deildarinnar en þeir leiddu um tíma með átta mörkum í sannfærandi sigri gegn Selfyssingum. 10. september 2017 21:45