Erlent

Fordæma rasisma í undirbúningsskóla flughersins

Samúel Karl Ólason skrifar
Skólinn sem um ræðir er fyrir unga og efnilega flugmenn sem þurfa að bæta námsárangur sinn.
Skólinn sem um ræðir er fyrir unga og efnilega flugmenn sem þurfa að bæta námsárangur sinn. Vísir/AFP
Fimm svartir nemendur undirbúningsskóla flughers Bandaríkjanna fundu rasísk skilaboð á hurðum sínum í vikunni. Málið hefur vakið mikla athygli og er til rannsóknar. „Farðu heim til þín negri“ hafði verið skrifað á hurðir nemendanna fimm.

Skólinn er ætlaður ungu fólki sem þykir sína leiðtogahæfileika en þarf að standa sig betur í námi. Foreldrar nemendanna sem um ræðir vöktu athygli á málinu.

„Þetta unga fólk á að vera þarna til þess að tengjast og vernda hvort annað og landið okkar. Á hverjum þarf sonur minn að vara sig? Óvininum eða óvininum?“ hafði Air Force Times eftir föður eins nemandans.



Hershöfðinginn Jay Silveria, yfirmaður skólans, ræddi við nemendur, kennara og aðra í gær. Hægt er að taka saman ræðu hans í orðunum: „Ef þú getur ekki komið fram við aðra með reisn og virðingu, hunskastu!“

Faðirinn sem ræddi við AFT sagði einnig að hann hefði ráðlagt syni sínum taka þetta ekki nærri sér og bregðast rétt við. Hann sagði son sinn ekki vera fórnarlamb í þessu máli en þess í stað væri fórnarlambið sá sem hefði skrifað skilaboðin.

Sá einstaklingur væri líklega á leiðinni heim í smán og myndi missa af ferli í flughernum „bara vegna þess að hann var alinn upp með slíkum biturleika og hatri“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×