Fótbolti

Átta á hættusvæði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir Bjarnason er einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann.
Birkir Bjarnason er einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann. vísir/epa
Átta leikmenn í íslenska landsliðshópnum sem mætir Tyrklandi og Kósovó í undankeppni HM 2018 eru á hættusvæði vegna gulra spjalda.

Þetta eru þeir Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Rúrik Gíslason, Ólafur Ingi Skúlason, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason og Alfreð Finnbogason. Þeir eru allir einu gulu spjaldi frá því að fara í eins leiks bann.

Emil Hallfreðsson tekur út leikbann í leiknum gegn Tyrklandi 6. október en getur verið með í leiknum gegn Kósovó þremur dögum seinna.

Emil er fjórði leikmaður Íslands sem fer í bann í undankeppninni. Aron Einar missti af heimaleiknum gegn Tyrklandi, Theodór Elmar Bjarnason af útileiknum gegn Kósovó og Rúrik af heimaleiknum gegn Úkraínu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×