Erlent

Palestína nú aðili að Interpol

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá allsherjarþingi Interpol í Peking.
Frá allsherjarþingi Interpol í Peking. Vísir/Getty
Interpol hefur samþykkt Palestínu sem nýtt aðildarríki stofnunarinnar, þrátt fyrir hörð mótmæli frá Ísrael. Var tillaga um aðild ríkisins samþykkt á aðalfundi stofnunarinnar sem stendur nú yfir í Peking.

Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu segir að fréttirnar séu sigur fyrir ríkið og að þar megi þakka prinsippum meðlima Interpol.

Ísraelsmenn reyndu að fresta atkvæðagreiðslu um aðildina með þeirri röksemdarfærslu að Palestína sé ekki viðurkennt ríki og gæti þarafleiðandi ekki hlotið aðild að Interpol.

Deilan á milli Ísraels og Palestínu er enn mjög viðkvæm en undanfarin ár hefur Palestína hlotið aðild að nokkrum mikilvægum alþjóðastofnunum. Til að mynda hefur Palestína stöðu áheyrnaraðila hjá Sameinuðu þjóðunum og þá er ríkið einnig aðili að Alþjóðastríðsglæpadómstólnum í Haag.

Ásamt Palestínu vor Salómon eyjar einnig samþykkt sem aðildarríki með auknum meirihluta á aðalfundi Interpol í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×