Erlent

Þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám banns við fóstureyðingum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, tilkynnti þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag.
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, tilkynnti þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag. Vísir/AFP
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin í Írlandi í byrjun sumars á næsta ári þar sem Írar munu kjósa um hvort afnema eigi ákvæði sem bannar konum að fara í fóstureyðingu. Í stjórnarskrá Írlands er ákvæði sem bannar konum að fara í fóstureyðingu nema í neyðartilfellum. Á það einungis við þegar líf móðurinnar er í hættu.

Kona sem fer í ólöglega fóstureyðingu á Írlandi getur átt yfir höfði sér 14 ára fangelsisvist. Þúsundir írskra kvenna fara í fóstureyðingu á hverju ári en þurfa þá að fara í hana utan heimalandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×