Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2017 21:31 Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá Þeistareykjum og rætt við Val Knútsson, yfirverkefnisstjóra Þeistareykjaverkefnis hjá Landsvirkjun. Þeistareykir eru jarðhitasvæði inni á fjalllendinu um 30 kílómetra suðaustur af Húsavík og liggja í um 350 metra hæð yfir sjávarmáli. Boranir eftir jarðhita hófust þar fyrir fimmtán árum. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunar hófust árið 2014 en fóru svo á fullt árið eftir og nú er virkjunin að verða tilbúin.Átta borholur á Þeistareykjum skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Frá borholum er búið að leggja samtals sex kílómetra af pípum að stöðvarhúsinu og í síðustu viku var lokið við að tengja saman Kröflu og Þeistareyki með háspennulínu. Í stöðvarhúsinu er verið að ljúka við að setja upp fyrri aflvélina af tveimur en þær koma frá Fuji í Japan. Á fimmtudag, 28. september, á svo að gangsetja í fyrsta sinn til að sjá hvort allt virkar, að sögn Vals. Gert sé ráð fyrir að prófanir standi fram til 1. desember þegar vélin verði formlega afhent til rekstrar. Mesta óvissan í jarðvarmavirkjun er orkuöflun en Jarðboranir hafa annast boranir á svæðinu fyrir Landsvirkjun. Borun áttundu holunnar lauk í síðasta mánuði. „Mælingar benda til þess að við höfum gufu sem svarar til 110 megavöttum,” segir Valur. Það sé heldur meiri orka en menn bjuggust við og dugi vel fyrir báðar aflvélarnar. „Vélarnar eru tvær, samtals 90 megavött, þannig að við eigum svona smáforða upp á að hlaupa,” segir hann.Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar. Prófanir á fyrri aflvélinni hefjast á fimmtudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og þessi rúmlega þrjátíu milljarða króna framkvæmd verður bæði innan tíma- og kostnaðaramma, að sögn Vals. „Í heildina erum við bara að standa okkar plikt, - bæði varðandi kostnaðinn og tímann." Eftir tvo mánuði fær svo einhver formlega að ýta á takkann en stefnt er að formlegri gangsetningu við hátíðlega athöfn í anda Landsvirkjunar í síðari hluta nóvembermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum: Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá Þeistareykjum og rætt við Val Knútsson, yfirverkefnisstjóra Þeistareykjaverkefnis hjá Landsvirkjun. Þeistareykir eru jarðhitasvæði inni á fjalllendinu um 30 kílómetra suðaustur af Húsavík og liggja í um 350 metra hæð yfir sjávarmáli. Boranir eftir jarðhita hófust þar fyrir fimmtán árum. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunar hófust árið 2014 en fóru svo á fullt árið eftir og nú er virkjunin að verða tilbúin.Átta borholur á Þeistareykjum skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Frá borholum er búið að leggja samtals sex kílómetra af pípum að stöðvarhúsinu og í síðustu viku var lokið við að tengja saman Kröflu og Þeistareyki með háspennulínu. Í stöðvarhúsinu er verið að ljúka við að setja upp fyrri aflvélina af tveimur en þær koma frá Fuji í Japan. Á fimmtudag, 28. september, á svo að gangsetja í fyrsta sinn til að sjá hvort allt virkar, að sögn Vals. Gert sé ráð fyrir að prófanir standi fram til 1. desember þegar vélin verði formlega afhent til rekstrar. Mesta óvissan í jarðvarmavirkjun er orkuöflun en Jarðboranir hafa annast boranir á svæðinu fyrir Landsvirkjun. Borun áttundu holunnar lauk í síðasta mánuði. „Mælingar benda til þess að við höfum gufu sem svarar til 110 megavöttum,” segir Valur. Það sé heldur meiri orka en menn bjuggust við og dugi vel fyrir báðar aflvélarnar. „Vélarnar eru tvær, samtals 90 megavött, þannig að við eigum svona smáforða upp á að hlaupa,” segir hann.Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar. Prófanir á fyrri aflvélinni hefjast á fimmtudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og þessi rúmlega þrjátíu milljarða króna framkvæmd verður bæði innan tíma- og kostnaðaramma, að sögn Vals. „Í heildina erum við bara að standa okkar plikt, - bæði varðandi kostnaðinn og tímann." Eftir tvo mánuði fær svo einhver formlega að ýta á takkann en stefnt er að formlegri gangsetningu við hátíðlega athöfn í anda Landsvirkjunar í síðari hluta nóvembermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum:
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20