Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2017 21:31 Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá Þeistareykjum og rætt við Val Knútsson, yfirverkefnisstjóra Þeistareykjaverkefnis hjá Landsvirkjun. Þeistareykir eru jarðhitasvæði inni á fjalllendinu um 30 kílómetra suðaustur af Húsavík og liggja í um 350 metra hæð yfir sjávarmáli. Boranir eftir jarðhita hófust þar fyrir fimmtán árum. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunar hófust árið 2014 en fóru svo á fullt árið eftir og nú er virkjunin að verða tilbúin.Átta borholur á Þeistareykjum skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Frá borholum er búið að leggja samtals sex kílómetra af pípum að stöðvarhúsinu og í síðustu viku var lokið við að tengja saman Kröflu og Þeistareyki með háspennulínu. Í stöðvarhúsinu er verið að ljúka við að setja upp fyrri aflvélina af tveimur en þær koma frá Fuji í Japan. Á fimmtudag, 28. september, á svo að gangsetja í fyrsta sinn til að sjá hvort allt virkar, að sögn Vals. Gert sé ráð fyrir að prófanir standi fram til 1. desember þegar vélin verði formlega afhent til rekstrar. Mesta óvissan í jarðvarmavirkjun er orkuöflun en Jarðboranir hafa annast boranir á svæðinu fyrir Landsvirkjun. Borun áttundu holunnar lauk í síðasta mánuði. „Mælingar benda til þess að við höfum gufu sem svarar til 110 megavöttum,” segir Valur. Það sé heldur meiri orka en menn bjuggust við og dugi vel fyrir báðar aflvélarnar. „Vélarnar eru tvær, samtals 90 megavött, þannig að við eigum svona smáforða upp á að hlaupa,” segir hann.Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar. Prófanir á fyrri aflvélinni hefjast á fimmtudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og þessi rúmlega þrjátíu milljarða króna framkvæmd verður bæði innan tíma- og kostnaðaramma, að sögn Vals. „Í heildina erum við bara að standa okkar plikt, - bæði varðandi kostnaðinn og tímann." Eftir tvo mánuði fær svo einhver formlega að ýta á takkann en stefnt er að formlegri gangsetningu við hátíðlega athöfn í anda Landsvirkjunar í síðari hluta nóvembermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum: Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá Þeistareykjum og rætt við Val Knútsson, yfirverkefnisstjóra Þeistareykjaverkefnis hjá Landsvirkjun. Þeistareykir eru jarðhitasvæði inni á fjalllendinu um 30 kílómetra suðaustur af Húsavík og liggja í um 350 metra hæð yfir sjávarmáli. Boranir eftir jarðhita hófust þar fyrir fimmtán árum. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunar hófust árið 2014 en fóru svo á fullt árið eftir og nú er virkjunin að verða tilbúin.Átta borholur á Þeistareykjum skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Frá borholum er búið að leggja samtals sex kílómetra af pípum að stöðvarhúsinu og í síðustu viku var lokið við að tengja saman Kröflu og Þeistareyki með háspennulínu. Í stöðvarhúsinu er verið að ljúka við að setja upp fyrri aflvélina af tveimur en þær koma frá Fuji í Japan. Á fimmtudag, 28. september, á svo að gangsetja í fyrsta sinn til að sjá hvort allt virkar, að sögn Vals. Gert sé ráð fyrir að prófanir standi fram til 1. desember þegar vélin verði formlega afhent til rekstrar. Mesta óvissan í jarðvarmavirkjun er orkuöflun en Jarðboranir hafa annast boranir á svæðinu fyrir Landsvirkjun. Borun áttundu holunnar lauk í síðasta mánuði. „Mælingar benda til þess að við höfum gufu sem svarar til 110 megavöttum,” segir Valur. Það sé heldur meiri orka en menn bjuggust við og dugi vel fyrir báðar aflvélarnar. „Vélarnar eru tvær, samtals 90 megavött, þannig að við eigum svona smáforða upp á að hlaupa,” segir hann.Úr stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar. Prófanir á fyrri aflvélinni hefjast á fimmtudag.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og þessi rúmlega þrjátíu milljarða króna framkvæmd verður bæði innan tíma- og kostnaðaramma, að sögn Vals. „Í heildina erum við bara að standa okkar plikt, - bæði varðandi kostnaðinn og tímann." Eftir tvo mánuði fær svo einhver formlega að ýta á takkann en stefnt er að formlegri gangsetningu við hátíðlega athöfn í anda Landsvirkjunar í síðari hluta nóvembermánaðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum:
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20