Fyrirtæki og fjárfestar halda að sér höndum vegna pólitískrar óvissu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. september 2017 07:00 Kosningaskjálfti hefur gert vart við sig á mörkuðum undanfarna daga. Hann lýsir sér meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur þokast upp á við og hlutabréfaverð farið lækkandi. 32 milljarðar króna gufuðu upp á verðbréfamörkuðum daginn eftir fall ríkisstjórnarinnar. vísir/anton brink Fjárfestar og stjórnendur fyrirtækja hafa miklar áhyggjur af þeirri pólitísku óvissu sem uppi er vegna falls ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar og boðaðra kosninga til Alþingis í lok næsta mánaðar. Áform um miklar fjárfestingar hafa verið sett til hliðar í bili og óttast er að verði óvissan langvarandi geti hún dregið úr áhuga erlendra fjárfesta á landinu. „Menn halda að sér höndum og bíða með allar stórar ákvarðanir þangað til ljóst verður hvernig pólitíska landslagið mun liggja eftir kosningar,“ segir forstjóri í skráðu félagi í samtali við Markaðinn. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að mikill pólitískur óstöðugleiki rími illa við þá ímynd sem Ísland hefur haft gagnvart umheiminum sem stöðugt norrænt ríki. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa margir verðbréfamiðlarar fengið fyrirspurnir frá erlendum fjárfestum undanfarna daga. Hafa fjárfestarnir krafist skýringa á hinu óstöðuga stjórnmálaástandi sem hér ríkir. Ekki hefur dregið úr áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, en hins vegar vilja þeir bíða og sjá hvernig stjórnmálin þróast fram yfir kosningar. Á meðal verkefna sem hafa frestast er fyrirhuguð skráning Arion banka, en eins og Markaðurinn hefur greint frá stefnir Kaupþing, sem á 58 prósenta hlut í bankanum, nú að því að losa um hlut sinn í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs."Þegar boðað er til kosninga með nokkurra vikna fyrirvara er ekki ólíklegt að fjárfestar og fyrirtæki haldi einfaldlega að sér höndum," segir Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands,Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að pólitískur óstöðugleiki geti hamlað erlendri fjárfestingu. „Erlendir fjárfestar líta meðal annars til þess hvers konar rekstrarumhverfis fyrirtækjum er búið og eins hve auðvelt er að starfa hér og ávaxta fé sitt. Nú höfum við brátt haft þrjár ríkisstjórnir á tveimur árum. Það flækir skilaboð til erlendra aðila um fyrirsjáanleika, sérlega þegar miklar sviptingar eru í landslaginu á milli stjórna. Þegar boðað er til kosninga með nokkurra vikna fyrirvara er ekki ólíklegt að fjárfestar og fyrirtæki haldi einfaldlega að sér höndum og bíði með allar stórar ákvarðanir þar til kosningum lýkur og málin hafa skýrst frekar. Þangað til verða mörg verkefni í biðstöðu,“ segir hún. „Það er mjög líklegt að menn staldri nú aðeins við og bíði,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, „en ég efast um að við þurfum að hafa verulegar áhyggjur til lengri tíma litið. Ef það verður greitt úr þessu með eðlilegum hætti, ríkisstjórn mynduð innan eðlilegra tímamarka og hlutirnir komast aftur í samt horf hef ég ekki miklar áhyggjur af því að það dragi úr áhuga erlendra fjárfesta á landinu“.Minni líkur á vaxtalækkun Fjárfestar brugðust harkalega við fregnum af stjórnarslitunum. Daginn eftir, föstudaginn 15. september, gufuðu 32 milljarðar króna upp á verðbréfamörkuðum, þar af 23 milljarðar á hlutabréfamarkaði. Benti greiningardeild Aron banka á að eignir lífeyrissjóðanna, umsvifamestu fjárfesta landsins, hefðu rýrnað um að minnsta kosti 14 milljarða króna þennan eina dag. „Þetta var eins og blóðbað,“ sagði verðbréfamiðlari sem Fréttablaðið ræddi við. Lækkanirnar hafa haldið áfram undanfarna daga, en sem dæmi hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 4,9 prósent og skuldabréfavísitala GAMMA um 1,5 prósent frá því að ríkisstjórnin féll. Einn viðmælandi Markaðarins segir sennilegt að umræddar lækkanir muni ganga til baka, í það minnsta að einhverju leyti, þegar óvissunni léttir, en enginn viti hvenær svo verður. „Markaðurinn hefur aðeins róast en óvissan hvílir samt enn eins og farg á honum. Á meðan svo er eru engar verulegar hækkanir í kortunum.“Stefán Broddi segir að líkurnar á því að peningastefnunefnd Seðlabana Íslands lækki stýrivexti bankans hafi minnkað. Undir það taka fleiri viðmælendur Markaðarins. Nefndin kemur saman og ákveður vexti í næstu viku. Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, þ.e. munurinn á milli ávöxtunarkröfu óverðtryggðra og verðtryggðra ríkisskuldabréfa, hækkaði skarpt í kjölfar stjórnarslitanna og er nú töluvert yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði sem endurspeglar hækkandi langtímaverðbólguvæntingar fjárfesta. Stefán Broddi bendir á að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sé einn af þeim mælikvörðum sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfi til við vaxtaákvörðun. Álagið hafi farið hækkandi eftir að gengi krónunnar tók að veikjast í sumar en hafi rokið upp í kjölfar stjórnarslitanna. Það sé til vitnis um að fjárfestar búast við að meiri verðbólga sé í kortunum. Aukið verðbólguálag hafi lækkað raunstýrivexti og gert það að verkum að slaknað hafi á taumhaldi peningastefnunnar."Það sem skýrir hærra verðbólguálag er fyrst og fremst ákveðin hræðsla og óvissuálag sem komið er til að miklu leyti vegna langvarandi innflæðishafta," segir Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.Hræðsla og óvissuálag Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir að þrátt fyrir pólitískan óróleika sé umtalsverð hækkun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði undanfarið aðeins að hluta til komin vegna vaxandi verðbólguvæntinga markaðarins. Óróleikinn hafi vissulega einhver áhrif á verðbólguvæntingar, en þau séu minni en margir vilji láta vera, enda séu fáar vísbendingar um að verðbólga fari vaxandi á næstu misserum og erfitt sé að tengja stjórnarslitin beint við hærri verðbólgu. „Það sem skýrir hærra verðbólguálag er fyrst og fremst ákveðin hræðsla og óvissuálag sem komið er til að miklu leyti vegna langvarandi innflæðishafta Seðlabankans sem hafa ýtt vaxtastiginu upp undanfarin misseri, einkum á óverðtryggða enda vaxtarófsins. Innflæðishöftin hindra að mestu leyti langtíma skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila á Íslandi og hafa þannig þurrkað upp skuldabréfamarkaðinn og gert hann mjög veikburða á sama tíma og þau ýta undir væntingar um veikari krónu horft fram á veginn en ella. Á sama tíma og fjármagn innlendra aðila leitar út úr hagkerfinu eftir langvarandi gjaldeyrishöft eiga erlendir skuldabréfafjárfestar, sem hafa mikinn áhuga á að fjárfesta í löngum innlendum vöxtum, ekki greiða leið inn á markaðinn. Þeir hafa verið nettó seljendur á skuldabréfamarkaði í ár og það sama má segja um lífeyrissjóðina sem hafa dregið sig í auknum mæli út af markaðinum. Löng og óverðtryggð bréf eru eitt af því fyrsta sem lífeyrissjóðirnir selja þegar þeir fjárfesta erlendis eða þegar þá vantar fé til að fjármagna sjóðsfélagalán sín. Allir þessir kraftar eru til þess fallnir að þrýsta upp verðbólguálaginu, einkum til lengri tíma, og er birtingarmynd þess aukið óvissuálag og hærra vaxtastig. Kosningaskjálftinn hefur síðan leyst úr læðingi þessa hræðslutilfinningu á meðal fjárfesta á þeim tíma sem markaðurinn er mjög veikburða vegna skorts á fjármagni.“„Það er mjög líklegt að menn staldri nú aðeins við og bíði en ég efast um að við þurfum að hafa verulegar áhyggjur til lengri tíma litið," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vísir/gvaKristrún Mjöll bendir á að mörg fyrirtæki hafi á undanförnum mánuðum - eftir að gjaldeyrishöftum var aflétt - kvartað yfir öfgakenndum sveiflum á gengi krónunnar. Sveiflurnar flæki fyrirtækjarekstur, geri áætlanagerð nær ómögulega og skaði samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu. „Til viðbótar við gengisóstöðugleika bætist nú við pólitískur óstöðugleiki. Þessi óvissa setur mörg fyrirtæki, sem hafa reynt að leggja línurnar í rekstri sínum fyrir næstu mánuði, í vonda stöðu. Þau reiða sig á að efnahagsumhverfið sé fyrirsjáanlegt. Þeir sem hyggjast fjárfesta eða auka umsvif sín vilja til að mynda vita hvernig umhverfið verður á næstu árum. Það fjárfesta fáir til eins árs í senn.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Fjárfestar og stjórnendur fyrirtækja hafa miklar áhyggjur af þeirri pólitísku óvissu sem uppi er vegna falls ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar og boðaðra kosninga til Alþingis í lok næsta mánaðar. Áform um miklar fjárfestingar hafa verið sett til hliðar í bili og óttast er að verði óvissan langvarandi geti hún dregið úr áhuga erlendra fjárfesta á landinu. „Menn halda að sér höndum og bíða með allar stórar ákvarðanir þangað til ljóst verður hvernig pólitíska landslagið mun liggja eftir kosningar,“ segir forstjóri í skráðu félagi í samtali við Markaðinn. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir að mikill pólitískur óstöðugleiki rími illa við þá ímynd sem Ísland hefur haft gagnvart umheiminum sem stöðugt norrænt ríki. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa margir verðbréfamiðlarar fengið fyrirspurnir frá erlendum fjárfestum undanfarna daga. Hafa fjárfestarnir krafist skýringa á hinu óstöðuga stjórnmálaástandi sem hér ríkir. Ekki hefur dregið úr áhuga þeirra á að fjárfesta hér á landi, en hins vegar vilja þeir bíða og sjá hvernig stjórnmálin þróast fram yfir kosningar. Á meðal verkefna sem hafa frestast er fyrirhuguð skráning Arion banka, en eins og Markaðurinn hefur greint frá stefnir Kaupþing, sem á 58 prósenta hlut í bankanum, nú að því að losa um hlut sinn í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs."Þegar boðað er til kosninga með nokkurra vikna fyrirvara er ekki ólíklegt að fjárfestar og fyrirtæki haldi einfaldlega að sér höndum," segir Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands,Kristrún Mjöll Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir að pólitískur óstöðugleiki geti hamlað erlendri fjárfestingu. „Erlendir fjárfestar líta meðal annars til þess hvers konar rekstrarumhverfis fyrirtækjum er búið og eins hve auðvelt er að starfa hér og ávaxta fé sitt. Nú höfum við brátt haft þrjár ríkisstjórnir á tveimur árum. Það flækir skilaboð til erlendra aðila um fyrirsjáanleika, sérlega þegar miklar sviptingar eru í landslaginu á milli stjórna. Þegar boðað er til kosninga með nokkurra vikna fyrirvara er ekki ólíklegt að fjárfestar og fyrirtæki haldi einfaldlega að sér höndum og bíði með allar stórar ákvarðanir þar til kosningum lýkur og málin hafa skýrst frekar. Þangað til verða mörg verkefni í biðstöðu,“ segir hún. „Það er mjög líklegt að menn staldri nú aðeins við og bíði,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, „en ég efast um að við þurfum að hafa verulegar áhyggjur til lengri tíma litið. Ef það verður greitt úr þessu með eðlilegum hætti, ríkisstjórn mynduð innan eðlilegra tímamarka og hlutirnir komast aftur í samt horf hef ég ekki miklar áhyggjur af því að það dragi úr áhuga erlendra fjárfesta á landinu“.Minni líkur á vaxtalækkun Fjárfestar brugðust harkalega við fregnum af stjórnarslitunum. Daginn eftir, föstudaginn 15. september, gufuðu 32 milljarðar króna upp á verðbréfamörkuðum, þar af 23 milljarðar á hlutabréfamarkaði. Benti greiningardeild Aron banka á að eignir lífeyrissjóðanna, umsvifamestu fjárfesta landsins, hefðu rýrnað um að minnsta kosti 14 milljarða króna þennan eina dag. „Þetta var eins og blóðbað,“ sagði verðbréfamiðlari sem Fréttablaðið ræddi við. Lækkanirnar hafa haldið áfram undanfarna daga, en sem dæmi hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 4,9 prósent og skuldabréfavísitala GAMMA um 1,5 prósent frá því að ríkisstjórnin féll. Einn viðmælandi Markaðarins segir sennilegt að umræddar lækkanir muni ganga til baka, í það minnsta að einhverju leyti, þegar óvissunni léttir, en enginn viti hvenær svo verður. „Markaðurinn hefur aðeins róast en óvissan hvílir samt enn eins og farg á honum. Á meðan svo er eru engar verulegar hækkanir í kortunum.“Stefán Broddi segir að líkurnar á því að peningastefnunefnd Seðlabana Íslands lækki stýrivexti bankans hafi minnkað. Undir það taka fleiri viðmælendur Markaðarins. Nefndin kemur saman og ákveður vexti í næstu viku. Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, þ.e. munurinn á milli ávöxtunarkröfu óverðtryggðra og verðtryggðra ríkisskuldabréfa, hækkaði skarpt í kjölfar stjórnarslitanna og er nú töluvert yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði sem endurspeglar hækkandi langtímaverðbólguvæntingar fjárfesta. Stefán Broddi bendir á að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sé einn af þeim mælikvörðum sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfi til við vaxtaákvörðun. Álagið hafi farið hækkandi eftir að gengi krónunnar tók að veikjast í sumar en hafi rokið upp í kjölfar stjórnarslitanna. Það sé til vitnis um að fjárfestar búast við að meiri verðbólga sé í kortunum. Aukið verðbólguálag hafi lækkað raunstýrivexti og gert það að verkum að slaknað hafi á taumhaldi peningastefnunnar."Það sem skýrir hærra verðbólguálag er fyrst og fremst ákveðin hræðsla og óvissuálag sem komið er til að miklu leyti vegna langvarandi innflæðishafta," segir Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.Hræðsla og óvissuálag Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA, segir að þrátt fyrir pólitískan óróleika sé umtalsverð hækkun verðbólguálags á skuldabréfamarkaði undanfarið aðeins að hluta til komin vegna vaxandi verðbólguvæntinga markaðarins. Óróleikinn hafi vissulega einhver áhrif á verðbólguvæntingar, en þau séu minni en margir vilji láta vera, enda séu fáar vísbendingar um að verðbólga fari vaxandi á næstu misserum og erfitt sé að tengja stjórnarslitin beint við hærri verðbólgu. „Það sem skýrir hærra verðbólguálag er fyrst og fremst ákveðin hræðsla og óvissuálag sem komið er til að miklu leyti vegna langvarandi innflæðishafta Seðlabankans sem hafa ýtt vaxtastiginu upp undanfarin misseri, einkum á óverðtryggða enda vaxtarófsins. Innflæðishöftin hindra að mestu leyti langtíma skuldabréfafjárfestingar erlendra aðila á Íslandi og hafa þannig þurrkað upp skuldabréfamarkaðinn og gert hann mjög veikburða á sama tíma og þau ýta undir væntingar um veikari krónu horft fram á veginn en ella. Á sama tíma og fjármagn innlendra aðila leitar út úr hagkerfinu eftir langvarandi gjaldeyrishöft eiga erlendir skuldabréfafjárfestar, sem hafa mikinn áhuga á að fjárfesta í löngum innlendum vöxtum, ekki greiða leið inn á markaðinn. Þeir hafa verið nettó seljendur á skuldabréfamarkaði í ár og það sama má segja um lífeyrissjóðina sem hafa dregið sig í auknum mæli út af markaðinum. Löng og óverðtryggð bréf eru eitt af því fyrsta sem lífeyrissjóðirnir selja þegar þeir fjárfesta erlendis eða þegar þá vantar fé til að fjármagna sjóðsfélagalán sín. Allir þessir kraftar eru til þess fallnir að þrýsta upp verðbólguálaginu, einkum til lengri tíma, og er birtingarmynd þess aukið óvissuálag og hærra vaxtastig. Kosningaskjálftinn hefur síðan leyst úr læðingi þessa hræðslutilfinningu á meðal fjárfesta á þeim tíma sem markaðurinn er mjög veikburða vegna skorts á fjármagni.“„Það er mjög líklegt að menn staldri nú aðeins við og bíði en ég efast um að við þurfum að hafa verulegar áhyggjur til lengri tíma litið," segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vísir/gvaKristrún Mjöll bendir á að mörg fyrirtæki hafi á undanförnum mánuðum - eftir að gjaldeyrishöftum var aflétt - kvartað yfir öfgakenndum sveiflum á gengi krónunnar. Sveiflurnar flæki fyrirtækjarekstur, geri áætlanagerð nær ómögulega og skaði samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu. „Til viðbótar við gengisóstöðugleika bætist nú við pólitískur óstöðugleiki. Þessi óvissa setur mörg fyrirtæki, sem hafa reynt að leggja línurnar í rekstri sínum fyrir næstu mánuði, í vonda stöðu. Þau reiða sig á að efnahagsumhverfið sé fyrirsjáanlegt. Þeir sem hyggjast fjárfesta eða auka umsvif sín vilja til að mynda vita hvernig umhverfið verður á næstu árum. Það fjárfesta fáir til eins árs í senn.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira