Sport

Sleit krossbandið og handarbrotnaði á sama tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Sproles er snöggur.
Darren Sproles er snöggur. Vísir/Getty
Darren Sproles spilar ekki meira með Philadelphia Eagles í NFL-deildinni á þessu tímabili og svo gæti verið að ferillinn hans hafi endaði á hrikalegu atviki í leik liðsins á móti New York Giants um helgina.

Darren Sproles sleit krossband og handarbrotnaði á sama tímapunkti í fyrri hálfleik eftir að hafa verið tæklaður af Darian Thompson, leikmanni New York Giants.

Læknalið Philadelphia Eagles var fyrst að skoða hnéð hans en svo sást Darren Sproles ganga af velli augljóslega að drepast í úlnliðinum.







Thompson handarbraut Sproles þegar steig óvart á hendi hans eftir að hafa tæklað hann þar sem krossbandið slitnaði.

Sproles fór í aðgerð á úlnliðinum í gær en hann þarf síðan að leggjast aftur á skurðarborðið til þess að laga krossbandið.

Sproles er orðinn 34 ára gamall og það var að heyra á honum fyrir tímabilið að þetta yrði hans síðasta tímabil á ferlinum.

Sproles vantar hinsvegar bara 845 jarda í viðbót til að komast yfir 20 þúsund jarda múrinn en aðeins þeir Jerry Rice, Brian Mitchell, Walter Payton og Emmitt Smith hafa náð í því sögu NFL-deildarinnar. Það eru því smá líkur á því að hann komi til baka svo hann nái inngöngu í 20 þúsund jarda klúbbinn.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×