Íslenskur landsliðsmaður tekinn ölvaður undir stýri Benedikt Bóas skrifar 26. september 2017 06:00 Stefán Rafn Sigurmannsson var tekinn fyrir ölvunarakstur í júlí síðastliðnum og var tekin blóðprufa úr honum. Sú prufa sýndi alvöru málsins en vínandamagn í blóði handboltakempunnar mældist 1,5 prómill. vísir/getty Stefán Rafn Sigurmannsson, atvinnumaður í handbolta og landsliðsmaður, var tekinn ölvaður undir stýri af lögreglunni á Suðurlandi þann 16. júlí síðastliðinn og mældist vínandamagn í blóði hans 1,5 prómill. Ekki hefur tekist að birta Stefáni ákæruna og því birtist hún í Lögbirtingablaðinu. Samkvæmt ákærunni var Stefán tekinn að morgni sunnudagsins 16. júlí þar sem hann ók um Eyrarbakkaveg við Stokkseyrarsel í sveitarfélaginu Árborg. Er þess krafist að Stefán verði dæmdur til refsingar, til að sæta sviptingu ökuréttar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands fimmtudaginn 26. október. Mæti Stefán ekki fyrir dóminn er litið á fjarvist hans til jafns við að hann viðurkenni brot sitt og verður dómur lagður á málið að honum fjarstöddum. Stefán leikur nú um stundir með ungverska liðinu Pick Szeged, sem er annað af stórliðum þess lands. Í gær lék liðið við Csurgó í deildinni og vann 36-25 sigur. Stefán Rafn var markahæstur hjá Pick Szeged með sex mörk. Hann er uppalinn í Haukum og sló ungur í gegn með liðinu. Hann samdi við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen í desember 2012 og hefur verið atvinnumaður síðan þá, varð meðal annars Danmerkurmeistari síðastliðið vor með Álaborg og keypti ungverska stórliðið hann í sumar. Samkvæmt sektarreikni Samgöngustofu þá er sektin fyrir að aka með 1,5 prómill af vínanda í blóðinu 160 þúsund og svipting ökuleyfis í tvö ár. Ekki náðist í Stefán við vinnslu fréttarinnar í gær. Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Fleiri fréttir Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Sjá meira
Stefán Rafn Sigurmannsson, atvinnumaður í handbolta og landsliðsmaður, var tekinn ölvaður undir stýri af lögreglunni á Suðurlandi þann 16. júlí síðastliðinn og mældist vínandamagn í blóði hans 1,5 prómill. Ekki hefur tekist að birta Stefáni ákæruna og því birtist hún í Lögbirtingablaðinu. Samkvæmt ákærunni var Stefán tekinn að morgni sunnudagsins 16. júlí þar sem hann ók um Eyrarbakkaveg við Stokkseyrarsel í sveitarfélaginu Árborg. Er þess krafist að Stefán verði dæmdur til refsingar, til að sæta sviptingu ökuréttar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands fimmtudaginn 26. október. Mæti Stefán ekki fyrir dóminn er litið á fjarvist hans til jafns við að hann viðurkenni brot sitt og verður dómur lagður á málið að honum fjarstöddum. Stefán leikur nú um stundir með ungverska liðinu Pick Szeged, sem er annað af stórliðum þess lands. Í gær lék liðið við Csurgó í deildinni og vann 36-25 sigur. Stefán Rafn var markahæstur hjá Pick Szeged með sex mörk. Hann er uppalinn í Haukum og sló ungur í gegn með liðinu. Hann samdi við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen í desember 2012 og hefur verið atvinnumaður síðan þá, varð meðal annars Danmerkurmeistari síðastliðið vor með Álaborg og keypti ungverska stórliðið hann í sumar. Samkvæmt sektarreikni Samgöngustofu þá er sektin fyrir að aka með 1,5 prómill af vínanda í blóðinu 160 þúsund og svipting ökuleyfis í tvö ár. Ekki náðist í Stefán við vinnslu fréttarinnar í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Fleiri fréttir Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Sjá meira