Staðan svo alvarleg að bændur eru kjaftstopp Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2017 20:55 Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. Tekjur bænda í Dalabyggð hafa fallið um 160 milljónir króna á tveimur árum. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Eyjólf Ingva Bjarnason, sauðfjárbónda í Ásgarði. Fá héruð eru eins háð sauðfjárrækt og Dalir en þar eru um 90 býli sem byggja afkomu sína á sölu lambakjöts. Þegar formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu er spurður um stemmninguna meðal bænda þetta haustið er svarið: „Menn bara þegja. Menn eru kjaftstopp. Menn ræða þetta ekki. Staðan er bara alvarleg,” segir Eyjólfur Ingvi.Hann segir að fyrir tveimur árum hafi verðmæti innleggs sauðfjárbænda í Dalabyggð numið alls 402 milljónum króna. Í haust sé það 242 milljónir. Þetta sé 160 milljóna króna tekjufall á launum bænda í héraðinu. Hann tekur dæmi af sjálfum sér. Hann fái frá afurðastöð 360 kr. fyrir kílóið, frá ríkinu í gegnum búvörusamning 550 krónur. Á vanti 290 krónur upp í 1.200 króna framleiðslukostnað á kílóið. „Þessi 1.200 króna framleiðslukostnaður miðast við 160 þúsund króna mánaðarlaun, sem eru ekki einu sinni há laun í dag. Þannig að skilaverðið er allt of lágt. Sauðfjárbændur vinna bara launalausir í ár.” Þeir standi frammi fyrir útlögðum kostnaði næsta árs. „Ég get nefnt fyrir mig: Ég er með á gjalddaga núna í október áburð, rúlluplast og fleira. Ég er búinn að heyja fyrir næsta ár. Ég get ekki bakkað með þann kostnað. Ég er búinn að leggja út fyrir þessum kostnaði. Ég þarf að greiða hann. En ég fæ ekkert fyrir lömbin sem ég er búinn að slátra. Ég sendi sjálfur í slátrun núna á þriðjudaginn 210 lömb. Ég fæ 5.500 krónur fyrir lambið.”Frá Ásgarði í Dölum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eyjólfur óttast hrun byggðarinnar. „Það getur farið af stað byggðaspírall. Segjum sem svo að það fari þrjár fjölskyldur í gjaldþrot hér á þessu svæði. Þá breytast forsendur í Búðardal fyrir rekstri skólans. Þá getur fjórða fjölskyldan farið því það er ekki grundvöllur fyrir einni kennarastöðu. Það er þessi byggðaspírall sem getur farið af stað og raun og veru enginn veit hvar endar.” Frá Búðardal. Þetta er eini þéttbýlisstaður Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir málið svo brýnt að Alþingi geti ekki farið heim án þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. „Nei. Það getur það ekki. En ég hef hins vegar enga trú á því að þeir geri neitt. Það er mín tilfinning. Það er pólitísk upplausn í landinu og ég held að það verði ekkert gert,” segir Eyjólfur í Ásgarði. Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Dökk mynd dregin upp af stöðu sauðfjárbænda Á fjórða hundruð manns fjölmenntu á fund í félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöldi. 31. ágúst 2017 08:22 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu segir stefna í gjaldþrotahrinu og byggðahrun og óttast að upplausn í stjórnmálum komi í veg fyrir aðgerðir. Tekjur bænda í Dalabyggð hafa fallið um 160 milljónir króna á tveimur árum. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Eyjólf Ingva Bjarnason, sauðfjárbónda í Ásgarði. Fá héruð eru eins háð sauðfjárrækt og Dalir en þar eru um 90 býli sem byggja afkomu sína á sölu lambakjöts. Þegar formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu er spurður um stemmninguna meðal bænda þetta haustið er svarið: „Menn bara þegja. Menn eru kjaftstopp. Menn ræða þetta ekki. Staðan er bara alvarleg,” segir Eyjólfur Ingvi.Hann segir að fyrir tveimur árum hafi verðmæti innleggs sauðfjárbænda í Dalabyggð numið alls 402 milljónum króna. Í haust sé það 242 milljónir. Þetta sé 160 milljóna króna tekjufall á launum bænda í héraðinu. Hann tekur dæmi af sjálfum sér. Hann fái frá afurðastöð 360 kr. fyrir kílóið, frá ríkinu í gegnum búvörusamning 550 krónur. Á vanti 290 krónur upp í 1.200 króna framleiðslukostnað á kílóið. „Þessi 1.200 króna framleiðslukostnaður miðast við 160 þúsund króna mánaðarlaun, sem eru ekki einu sinni há laun í dag. Þannig að skilaverðið er allt of lágt. Sauðfjárbændur vinna bara launalausir í ár.” Þeir standi frammi fyrir útlögðum kostnaði næsta árs. „Ég get nefnt fyrir mig: Ég er með á gjalddaga núna í október áburð, rúlluplast og fleira. Ég er búinn að heyja fyrir næsta ár. Ég get ekki bakkað með þann kostnað. Ég er búinn að leggja út fyrir þessum kostnaði. Ég þarf að greiða hann. En ég fæ ekkert fyrir lömbin sem ég er búinn að slátra. Ég sendi sjálfur í slátrun núna á þriðjudaginn 210 lömb. Ég fæ 5.500 krónur fyrir lambið.”Frá Ásgarði í Dölum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eyjólfur óttast hrun byggðarinnar. „Það getur farið af stað byggðaspírall. Segjum sem svo að það fari þrjár fjölskyldur í gjaldþrot hér á þessu svæði. Þá breytast forsendur í Búðardal fyrir rekstri skólans. Þá getur fjórða fjölskyldan farið því það er ekki grundvöllur fyrir einni kennarastöðu. Það er þessi byggðaspírall sem getur farið af stað og raun og veru enginn veit hvar endar.” Frá Búðardal. Þetta er eini þéttbýlisstaður Dalasýslu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hann segir málið svo brýnt að Alþingi geti ekki farið heim án þess að stjórnvöld grípi til aðgerða. „Nei. Það getur það ekki. En ég hef hins vegar enga trú á því að þeir geri neitt. Það er mín tilfinning. Það er pólitísk upplausn í landinu og ég held að það verði ekkert gert,” segir Eyjólfur í Ásgarði.
Tengdar fréttir Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15 Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23 Dökk mynd dregin upp af stöðu sauðfjárbænda Á fjórða hundruð manns fjölmenntu á fund í félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöldi. 31. ágúst 2017 08:22 Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30 Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Sigurður Ingi telur að ríkið þurfi að styðja við sauðfjárbændur Bændur funduðu með atvinnuveganefnd Alþingis í gær um stöðu sauðfjárræktar en áætlað er að 1.300 tonn af óseldu lambakjöti verði til í haust þegar slátrun hefst. 16. ágúst 2017 15:15
Sauðfjárbændur segja stöðuna grafalvarlega Vilja vinna með stjórnvöldum að bæði skammtíma- og langtímalausn og söluvanda. 11. ágúst 2017 23:23
Dökk mynd dregin upp af stöðu sauðfjárbænda Á fjórða hundruð manns fjölmenntu á fund í félagsheimilinu á Blönduósi í gærkvöldi. 31. ágúst 2017 08:22
Þorgerður Katrín segir að gamaldags lausnir á vanda sauðfjárbænda heyri sögunni til Stjórnvöld munu verja 650 milljónum króna úr ríkissjóði til að mæta vanda sauðfjárbænda vegna offramleiðslu á kindakjöti. Þá verður ráðist í úttekt á afurðastöðvakerfinu sem á að verða grundvöllur viðræðna um breytingar á kerfinu. 4. september 2017 19:30
Gagnrýnir andvaraleysi landbúnaðarráðherra Sauðfjárbóndi á Snæfellsnesi segir landbúnaðarráðherra ekki standa við bakið á bændum þegar þeir sjá fram á stórlækkað afurðaverð. 27. ágúst 2017 13:30